Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 22. desember 2010 Á árunum 1999 til 2009 gagn-rýndi þingflokkur VG harðlega þann hroka og samráðsleysi sem einkenndi vinnubrögð ríkisstjórna þess tíma. Vinnubrögð sem birt- ust í því að stjórnarliðar á Alþingi voru notaðir sem strengjabrúður foringjanna og fengu lítið til mál- anna að leggja. Þetta gagnrýndi VG og krafðist þess að skýr mörk væru á milli framkvæmdarvalds og lög- gjafarvalds, að sjálfstæði löggjaf- arvaldsins væri aukið. Ennfremur hefur bæði flokksráð og landsfund- ur ályktað í þessa veru. Stefna flokksins er skýr hvað þetta varðar: Tryggja þarf lýðræðislegri stjórn- arhætti í landinu. Ein af niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var að lélegir stjórnarhættir sem ein- kenndust af foringjaræði, hjarð- hegðun, gagnrýnisleysi og ofur- valdi þröngra sjónarmiða hefði verið meðal ástæðna hrunsins. Í ljósi alls þessa eru það mikil vonbrigði hversu lítið hefur verið gert til að uppræta þær ólýðræðis- legu hefðir sem hafa fest í sessi á Alþingi. Þvert á móti hafa ráðherr- ar VG og meirihluti þingflokks- ins, ásamt stjórnarliðum Samfylk- ingar, tekið upp þessi lágkúrulegu vinnubrögð og beitt þumalskrúf- um á þá þingmenn sem voga sér að hafa efasemdir um stefnu flokks- eigendanna og forystunnar. Það er algjörlega óásættanlegt að reynt sé að þvinga þingmenn til að fara gegn eigin sannfæringu. Og það er líka óásættanlegt að þingmenn láti nauðbeygja sig. Með því að sitja hjá við atkvæða- greiðslu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar í síðustu viku stóðu þingmennirnir Lilja, Atli og Ásmundur Einar í fæturna þrátt fyrir mótbyr og eiga hrós og virð- ingu okkar skilda. Þremenningarn- ir stóðu með sannfæringu sinni og gerðu það sem fleiri mættu gera. Þau voru gagnrýnin og bentu á aðrar færar leiðir, leiðir sem sam- ræmast betur hugmyndafræði VG. Með þessu voru þremenningarn- ir ekki að lýsa vantrausti á ríkis- stjórnina, heldur voru þau að kalla eftir faglegri og lýðræðislegri vinnubrögðum í stjórnarráðinu og á Alþingi, og að gera það sem þeim ber að gera lögum samkvæmt, þ.e. að fara eftir eigin sannfæringu. Það er kjarni málsins. Okkur þykja undarleg þau orð sem hafa verið látin falla af félög- um okkar í þingflokki VG. Það er fráleitt að þremenningunum sé ekki lengur stætt í þingliði flokksins og að þau þurfi „að hugsa sinn gang“. Við, sem höfum starfað í grasrót VG, höfum lagt mikið upp úr lýð- ræðislegri umræðu og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og finnst því miður að í þingflokki VG njóti þær hugmyndir ekki meiri skiln- ings en viðbrögð flokksforystunnar bera vitni. Þremenningarnir þurfa ekki að „hugsa sinn gang“, það eru aðrir í þingflokknum og þó sérstak- lega forysta VG sem þurfa að hugsa sinn gang. Hverjir þurfa að hugsa sinn gang? Stjórnmál Karólína Einarsdóttir formaður VG í Kópavogi Sólveig Anna Jónsdóttir formaður VG í Reykjavík Þá er að fara í hönd stærsta hátíð kristinna manna og allir á kafi í jólagjöfunum. Auðvitað er ágætt að eyða, en manni blöskrar hvernig dynur á fólki auglýsinga- skrum um alls konar skuldbind- ingar langt fram í tímann og sem mun auka enn á áhyggjur alþýðu manna. Þetta er sorglegt. Eins og þjóðin veit, eru um 14 þúsund atvinnulausir og allir samningar lausir. Við getum enn þá ekki, þrátt fyrir góðan vilja, haft hendur í hári þeirra land- ráðamanna sem leyfðu sér að mergsjúga bankakerfið að innan og halda áfram að sigla á auði þjóðarinnar hingað og þangað um heiminn. Manni dettur í hug sú stað- reynd að um það bil 1860 kom út fyrsta sjálfshjálparbókin. Það fer að verða brýnna en nokkru sinni áður að gægjast í þær meðfram öðru til að styrkja þá sem gráta. Ef menn almennt færu eftir boð- orðunum og hins vegar kærleiks- boðskap Krists, sem er enn mikil- vægara en sjálfshjálparbækurnar, þá væru fá vandamál í gangi. Í 120 ár hafa Íslendingar ástund- að að gefa hver öðrum jólagjaf- ir eins og tíðkast í dag, en þegar maður lítur til baka, þá hvarf- lar að manni að á fyrstu árunum hafi menn gefið heimaprjónaða vettlinga og annað í þeim dúr. Í dag dugar ekkert minna en hálfur heimurinn. Samt þarf margur að leita sér hjálpar og um 4000 manns snúa sér til jólaaðstoðarinnar eftir stuðningi og kannski enn fleiri til annarra hjálparstofnana. Það er sárt til þess að vita ef maður horfir hlutlaust yfir, að margir sem þurfa hjálp verða að hverfa frá grátandi af því að bið- raðirnar eru of langar. Margt í mínum huga hefur breyst á undan- förnum árum. Áður þótti mér sér- staklega áhugavert að lifa lífinu á margbreytilegan máta og hefði gjarnan kosið aukakrónur í vas- ann. En í dag er ég lömuð hægra megin eftir axarsköft tiltekinnar stéttar. Ef ég bæði um gjöf í dag væri hún að Guð gæfi mér aukinn styrk í hægri hliðina. Þetta sýnir að peningar eru ekki allt. Sem dæmi má nefna að 8% af fólki í veröldinni í dag á mestan auð þjóð- anna, hinir mismunandi mikið, en sumir ekki neitt. En hvað er varið í það sem íslenskir landráðamenn hafa gert, eins og að stela frá íslensku þjóð- inni og skapa vandræði til framtíð- ar, ef maður hefur ekki heilsuna? Nú stendur til að borga Icesave- skuldirnar sem stórþjófar íslenskir hafa skapað til og þar með festa í klafa ekki bara mína kynslóð held- ur næstu og jafnvel þarnæstu. Ég vil ekki horfa upp á afkomendur mína þurfa að þræla til þess að til- teknir glaumgosar geti notið sín og gleypt eins og hvalir í sig meira en hálfan heiminn, bara fyrir sig. Ég vil skora á fólk, þrátt fyrir gjafa- gleðina sem tilheyrir þessari stór- hátíð, að leggja jafnmikinn þunga og áherslu á að kynna sér kær- leikboðskap Frelsarans og virki- lega ástunda það sem honum fylg- ir, þannig að þungamiðja lífs okkar verði að elska hvert annað. Án þess að endilega komi til fé. Hugvekja á aðventu Jólahald Jóna Rúna Kvaran blaðamaður og rithöfundur Það er fráleitt að þremenningun- um sé ekki lengur stætt í þingliði flokksins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.