Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 32
32 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Dómsmálaráðuneytið er fag-ráðuneyti sem alltaf hefur haft talsverða sérstöðu vegna þess að málefni lögreglu, ákæruvalds og dómstóla heyra undir það. Því hefur verið talið æskilegt að starfi dómsmálaráðherra gegni maður sem skilning og þekkingu hefur á helstu málaflokkum sem undir hann heyra. Ef því verður ekki við komið er mjög mikilvægt að hinn pólitíski aðstoðarmaður ráðherra hafi þekkingu á þessum mála- flokkum. Nú um stundir er hvor- ugu að heilsa. Fljótlega þegar þessir nýju pól- itísku herrar tóku við dómsmála- ráðuneytinu var boðað til sam- ráðsfundar á vegum ráðuneytisins um nauðgunarmál. Fulltrúum lögreglu, ákæruvalds, dómstóla, Hæstaréttar, Lögmannafélags- ins og ýmissa baráttu- og þrýsti- hópa fyrir fleiri sakfellingum og þyngri refsingum í þessum málaflokki var boðið til samráðs- fundarins. Þegar formaður Lög- mannafélagsins sá dagskrá fund- arins treysti hann sér ekki til að mæta enda var hún uppfull af röngum og villandi staðhæfing- um að hætti framangreindra bar- áttu- og þrýstihópa. Í kjölfar samráðsfundarins rit- aði dómsmálaráðherra og aðstoðar- maður hans makalausa grein sem birtist í Fréttablaðinu 19. nóvem- ber sl. Þar segir að árið 2009 hafi 233 nauðgunarmál komið á borð Neyðarmóttöku og Stígamóta. Lög- reglu hafi hins vegar aðeins borist 65 kærur, 42 þeirra farið áfram til ríkissaksóknara, sem hafi ákært í 14 og af þeim hafi verið sakfellt í 8 málum. Í niðurlagi greinar- innar segir síðan: „Ætlum við að sætta okkur við 230 nauðganir á ári á Íslandi? Svar okkar í dóms- mála- og mannréttindaráðuneyt- inu er nei.“ Hvað eiga ráðherrann og aðstoðar maðurinn við? Er verið að krefjast þess að ákært og sak- fellt verði í fleiri málum þótt sönn- un um brot sé ekki fyrir hendi og þar með stuðlað að því að sak- lausir menn sæti refsivist? Er það framlag dóms- og mannréttinda- ráðherrans og aðstoðar mannsins til að treysta undirstöður réttar- ríkisins? Greinin ber með sér að slíkar hugmyndir séu uppi enda hafa báðir bréf ritarar í sinni pól- itísku baráttu talið að of miklar sönnunarkröfur séu gerðar í þess- um málaflokki. Hafa meðal ann- ars komið fram fullyrðingar hjá aðstoðarmanninum um að konum sé ekki trúað í dómskerfinu, ábyrgðinni sé varpað af geranda yfir á þolanda og að réttarvörslu- kerfið byggi ekki á andlegum afleiðingum nauðgana og þurfi því endurmenntunar við. Allt eru þetta rangar fullyrðingar eins og allir vita sem starfa við meðferð þessara mála hjá lögreglu, ákæru- valdi og dómstólum. Grein ráðherrans og aðstoð- armannsins gefur mjög villandi mynd af stöðu nauðgunarmála hér á landi. Af henni má ætla að lögregla og ákæruvald hafi aðeins tekið hluta af þeim til rannsókn- ar og meðferðar vegna sinnu- leysis eða að meðferð þessara mála í dómskerfinu sé ábótavant. Það eru ýmsar skýringar á því að þessar 230 nauðgunartilkynning- ar berast ekki allar til lögreglu. Í fyrsta lagi eru sumar tilkynn- ingar þar sem brotaþoli veit ekki í raun hvað gerðist eða lýsingar með þeim hætti að ekki er um brot að ræða. Í öðru lagi er gerand- inn óþekktur og engin lýsing til á honum. Í þriðja lagi er ekki vilji til að kæra, sem gerir lögreglu erfitt um vik því sönnunarfærslan bygg- ist á framburði þolandans. Þessar skýringar eru ráðherranum og aðstoðarmanninum kunnugar en þeir láta vera að minnast á þær í grein sinni. Tölfræðin er því ekki marktæk en er engu að síður notuð til að villa um fyrir lesandanum. Ég held að ráðherrann og aðstoðarmaðurinn ættu að spyrja sig að því hvernig í ósköpunum standi á því að tilkynntar eru 230 nauðganir, sem eru hlutfallslega margfalt fleiri en í nágranna- löndum okkar. Kann skýringin að vera sú að Stígamót og sambæri- leg samtök miði við rýmri skil- greiningar á nauðgunar hugtakinu í tilkynningum sínum? Eða getur verið að allir þessir pólitísku bar- áttu- og þrýstihópar hafi hag af því að blása vandann upp í því skyni að ná pólitískri vígstöðu og fjármagni frá hinu opinbera og einkaaðilum? AF NETINU Ögmundur: Mogginn skapar illindi Flokksfélagi minn – starfandi þingflokksformaður í fjarveru Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur, sem er í fæðingarorlofi – segist vart trúa Morgunblaðsfrétt um að hjásetumenn hafi átt spjallfund með tveimur ráðherrum, Jóni Bjarnasyni og Ögmundi Jónassyni ásamt þingflokksformanni í fæðingar- orlofi. Honum er alveg óhætt að trúa fréttinni – enda var ég búinn að staðfesta spjallið í viðtali við fréttamiðil. [...] Eitt er þarna ofsagt, að ég hafi fyrst frétt af hjásetunni við atkvæðagreiðsl- una, það var ég búinn að gera áður. Ekki útiloka ég að ég kunni að þessu leyti að hafa verið óljós eða misvísandi við fréttamann. En rétt er haft eftir mér í beinni tilvitnun að á þessum fundi hafði engin ákvörðun verið tekin af hálfu viðkomandi einstaklinga. Þá vil ég nefna að ráðgerðir um að fella ríkisstjórnina voru engar uppi nema síður væri þótt eftirá langi marga til að gera því skóna. Hitt má Árni Þór Sigurðsson vita að á forsíðu Morgunblaðsins birtist „fréttin” undir stríðsfyrirsögn, ekki vegna þess að hún væri merkileg heldur til þess eins að gera þessar samræður tortryggilegar og skapa illindi. Nú vill svo til að ég talaði við marga fleiri í aðdraganda afgreiðslu fjárlagafrum- varpsins og þar á meðal formann flokksins, Steingrím J. Sigfússon – og fleiri. Og það hafa aðrir án efa gert líka. ogmundur.is Ögmundur Jónasson Björn Bjarnason: Jóhanna lítt fær forsætisráðherra Ég tel Jóhönnu lítt færa um að gegna embætti forsætisráð- herra. Skapgerð hennar eða skapbrestir birtust strax á fyrstu forsætisráðherradögum hennar, þegar hún beitti Davíð Oddsson og aðra bankastjóra Seðlabanka Íslands ótrúlegu ofríki fyrir utan að sýna þeim dónaskap. Þvermóðska hennar birtist auk þess vel á vorþinginu 2009 þegar hún skildi ekki fyrr en í fulla hnefana að hún næði ekki frumvarpi sínu um breytingu á stjórnarskránni í gegn vegna andstöðu okkar sjálfstæðismanna. Það ber vott um skammsýni ef ekki beinlínis skemmdarfýsn hvernig unnið hefur verið að því undanfarna mánuði að umbylta stjórnarráði Íslands. Nýleg skýrsla nefndar á vegum Jóhönnu um frekari breytingar á stjórnarráðinu og starfsháttum ríkisstjórnar gengur til sömu átta. Bjorn.is Björn Bjarnason Ég held að ráðherrann og aðstoðar- maðurinn ættu að spyrja sig að því hvernig í ósköpunum standi á því að tilkynntar eru 230 nauðganir, sem eru hlutfallslega margfalt fleiri en í nágrannalöndum okkar. „Margur heldur mig sig“ – skrif Þorsteins Pálssonar Þorsteinn Pálsson fjallar um nýjustu atburði á Alþingi af kögunarhóli sínum þann 18. desember 2010 í Fréttablaðinu. Þar veltir hann, meðal annars, fyrir sér hversu veik stjórnin sé orðin eftir að þrír þingmenn VG sátu hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarpið. Og í framhaldinu að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi aldrei úti lokað „að taka Framsóknar- flokkinn upp í“. Taka flokkinn með í ríkis stjórn. Þorsteinn heldur því fram að framsókn- armenn verði tilbúnir að sam- þykkja Icesave umhugsunar- laust ef ráðherrastólar eru í boði. Hvers konar skrif eru þetta af hálfu Þorsteins? Að gera fram- sóknarmönnum það upp að þeir séu tilbúnir að selja sálu sína fyrir stóla er forkastanlegt og í raun argasti dónaskapur af Þorsteins hálfu. Það getur vel verið að Þorsteinn hafi ástund- að slík vinnubrögð þegar hann var í stjórnmálum og raunar líklegt, ef miðað er við þessi skrif hans. Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem harðast hefur barist á móti þeim afarkost- um sem ríkisstjórn Samfylk- ingar og Vinstri grænna hefur boðið íslenskri þjóð í tvígang, með fyrri Icesave-samningum. Formaður Framsóknarflokks- ins, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, hefur ásamt öðrum ítrekað bent á að engin lagaleg skylda er fyrir þeim greiðslum sem Bretar og Hollendingar fara fram á. Hitt er svo annað mál hvort það þjónar heildarhagsmunum þjóðarinnar að samþykkja nýj- asta Icesave-samkomulagið. Ýmis rök mæla með því. Samn- ingurinn er umtalsvert betri en síðasti samningur, sem þjóðin hafnaði á eftirminnilegan hátt. Þessi samningur er unninn af fagmennsku og alls ólíkur fyrri samningum sem báru vott um undirlægjuhátt, sérstaklega Samfylkingarinnar, gagnvart Evrópusambandsríkjunum Bret- landi og Hollandi. Kratarnir innan Samfylkingarinnar vildu, og vilja, allt til vinna til þess að ná samningum svo þeir gætu sem fyrst komist undir handar- jaðar Evrópusambandsins. Allt var til vinnandi, jafnvel að setja á þjóðina alvarlegan skuldaklafa til framtíðar. Ég treysti þingmönnum Fram- sóknarflokksins vel til þess að fara ítarlega yfir þann Icesave- samning sem nú liggur fyrir og greiða síðan atkvæði um hann eftir málefnalega umræðu. Sú aðdróttun af hálfu Þorsteins Pálssonar að forysta og þing- menn flokksins séu tilbúnir að samþykkja samninginn fyrir ráðherrastóla er ámælisverð og honum til álitshnekkis. En stundum kemur það fyrir að menn falla í þá gryfju að halda að aðrir hugsi eins og þeir, samanber máltækið „margur heldur mig sig“. Stjórnmál Kristinn Dagur Gissurarson atvinnuleitandi og viðskiptafræðinemi við HR Hvers konar skrif eru þetta af hálfu Þorsteins? Ráðherrann og aðstoðarmaðurinn Dómsmál Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður VA LHÖL L BÁSAR Mjúk kláðafrí ullarnærföt úr 100% Merino ull. 100% Merino ull sem heldur vel hita á líkamanum og dregur raka frá húðinni. fyrir börn fyrir fullorðna Verð bolur: 5.900 kr. Verð buxur: 4.700 kr. Verð bolur: 10.800 kr. Verð buxur: 9.500 kr. SPÓI Góð 100% Merino ullarnærföt sem halda barninu þurru og hlýju. fyrir ungbörn Verð bolur: 3.800 kr. Verð buxur: 3.500 kr. Kláð afrí ull Kláð afrí ull Kláð afrí ull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.