Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 36
36 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Var það nokkuð pabbi sem mað-urinn í útvarpinu var að tala um þegar ölvaður bílstjóri olli slysi og báðir bílstjórarnir liggja nú á spítalanum? Mamma hvenær kemur hann heim?“ Nú þegar jólin nálgast eykst verulega hætta á ölvunarakstri í umferð- inni. Tölur lögreglu segja það mjög skýrt. Nánast daglega heyrast fregnir af því að öku- menn hafi verið teknir undir áhrifum. Það hefur aukist að fólk fari á jólahlað- borð og fái sér bjór eða annað áfengt með matn- um og aki svo heim á eftir. „Þetta var nú bara kannski einn eða tveir, það hlýtur að vera í lagi, ég er örugglega undir mörkunum,“ má heyra stundum. Sá misskilningur hefur ríkt meðal margra ökumanna að í lagi sé að aka þó lítið magn áfengis sé í blóði, bara ef það er undir 0,5 pró- millum. Rétt er að refsimörkin miðast við 0,5 prómill en ökumaður sem stöðvaður er með 0,3 eða 0,4 prómill er engu að síður að brjóta umferðarlögin sem segja að bann- að sé að aka undir áhrifum. Lög- reglan stöðvar slíkan akstur líka. Við hvað miðum við, þegar við teljum að við séum „edrú“? Marg- ir miða við áfengisáhrifin og hafa kannski lítið annað til að miða við. Áfengisáhrifin eru hins vegar mjög slæm leið til að miða við. Ein- staklingur sem drekkur tvo bjóra með mat, finnur e.t.v. ekki mikið á sér, en ef lögreglan stöðvar hann er ekki ólíklegt að það mælist 0,8 prómill eða meira í blóði. Ef sami einstaklingur þambar þessa tvo bjóra á fastandi maga finnur hann vel á sér, en ef lögreglan stöðvar hann mælist sama magn áfengis, það er bara að hafa sterkari áhrif á einstaklinginn. Sami einstakl- ingur getur lagt sig í 2-3 tíma og áfengisáhrifin hverfa. Hann telur sig vera tilbúinn til að aka en hann áttar sig ekki á því að lifrin, sem sér um að vinna áfengið úr blóðinu aftur, vinnur alltaf á sama hraða og getur verið 6-8 klst. eftir atvik- um að ná þessu áfengi úr blóðinu. Viðkomandi er því enn undir áhrif- um þegar hann vaknar. Ef drukkið er meira en þessir tveir bjórar er eina leiðin að bíða nógu lengi. Gera má ráð fyrir að meðalþung mann- eskja sem innbyrt hefur kippu af bjór geti verið 10-15 klst. að verða edrú. Hafi viðkomandi hætt að drekka um mið- nætti er ekki öruggt að fara að keyra fyrr en kl. 15 daginn eftir. Þeir sem ætla að neyta áfengis ættu að skipuleggja fyrir fram hvernig þeir ætla að komast heim, ekki fara á bílnum, því dómgreindin hefur minnkað verulega þegar veitingastaðurinn er kvaddur og hættan á að setjast undir stýri er enn meiri. ■ Skilja lyklana og bílinn eftir heima. ■ Gefa sér nægan tíma áður en farið er af stað aftur. En fyrst og fremst þarf að taka þá ákvörðun og stimpla hana vel inn í minnið að aka aldrei undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna. Ef undirmeðvitund- in hefur verið forrituð með þeim hætti er meiri möguleiki á að við freistumst ekki til að aka undir áhrifum. Njótum jólanna og komum heil heim. Hvenær kemur pabbi heim? Ölvunarakstur Guðmundur Karl Einarsson frkv.stj. Brautarinnar – bindindisfélags ökumanna Í rekstri fyrirtækja skiptir miklu máli að hlúa vel að mannauðn- um sínum svo sú fjárfesting sem í honum felst sé sem arðsömust. Eftir misseri erfiðleika í íslensku atvinnulífi liggur framundan upp- sveifla sem í felast mörg tækifæri. Í þessum tækifærum mun stýring mannauðsins skipta sköpum og í þeirri stýringu munu réttu verk- færin skipa stóran sess. Stjórn- endur þurfa aðgang að réttum upplýsingum um starfsfólk í sinni ákvarðanatöku og mannauðsstjór- ar þurfa að geta miðlað slíkum upp- lýsingum hratt og vel. Lykillinn er gott mannauðskerfi. Starfsfólkið er okkar dýrmæt- asta eign. Þekking starfsmanna, reynsla, líðan þeirra og velferð skiptir því fyrirtæki miklu máli. Utanumhald starfsmannaupplýs- inga hjálpar fyrirtækjum að hafa starfsmannamálin í lagi, tryggir að nýliðar skrifi undir ráðningar- samning, fari á nýliðanámskeið, sé afhent aðgangskort og svo fram- vegis. Einnig að þekking starfs- manna sé á pari við þær kröfur sem fyrirtækið gerir og að þróun þekkingar sé í rétta átt. Að starfs- menn sem láta af störfum séu látn- ir skila búnaði eða fríðindum sem eru í eigu fyrirtækisins, tölvum, mælitækjum, símum, aðgangskort- um, afsláttarkjörum og svo fram- vegis. Undanfarin misseri hefur áherslan í mannauðskerfum verið að færast frá mannauðssviðum fyrirtækja yfir til stjórnendanna sjálfra. Stjórnendur vilja og þurfa að hafa greiðan aðgang að raun- tímaupplýsingum um sitt fólk. Með því ná þeir að bregðast hrað- ar við uppákomum svosem skyndi- legri aukningu yfirvinnu eða veik- inda, útrunninna réttinda og fleira. Starfsmannahald fyrirtækja hefur oft á tíðum unnið og miðlað slíkum upplýsingum en með nýrri tækni er einfalt að veita stjórnendum beinan aðgang að þeim upplýsingum sem skipta þá máli. Upplýsingum sem stjórnir fyrirtækja vilja að stjórn- endur fylgist með, því á endanum hefur það jákvæð áhrif á afkomu fyrirtækisins. Misjafnt er hvaða upplýsing- ar skapa fyrirtækjum ávinning þegar kemur að mannauðsupplýs- ingum. Flest fyrirtæki vilja fylgj- ast grannt með kostnaðarskapandi þáttum, svo sem launum, yfir- vinnu, veikindum og þess háttar. Önnur fyrirtæki skiptir miklu máli að réttindum, svo sem vinnuvéla- réttindum eða einhvers konar vott- unum, sé viðhaldið og þau renni ekki út. Hverjar sem upplýsing- arnar eru sem fylgjast skal með, þá hjálpa mannauðskerfi við slík eftirlit. Aðgangur stjórnenda að upp- lýsingum um mætingu, fjarvistir, veikindi, réttindi, þekkingu og fleira gerir stjórnendum auð- veldara að stjórna sínu fólki á hagkvæmari hátt. Þá eru ráðningarmál, svo sem móttaka umsókna, úrvinnsla umsókna, samskipti við umsækj- endur og sjálf ráðningin, orðin fyrirferðarmeiri þáttur vegna síaukins fjölda umsókna í núver- andi ástandi á markaðnum. Í ráðn- ingarferlinu hefur gott verkfæri mikil áhrif á verkflæði, skipulag, gæði ferlisins og síðast en ekki síst minnkar kostnað þar sem ferl- ið verður markvissara. Verkfærið tryggir að öllum umsækjendum er svarað, auðvelt er að halda utan um hvern og einn umsækjanda, aðgengi stjórnenda að umsókn- um batnar og ímynd fyrirtæk- isins verður jákvæðari í huga umsækjenda. Í mannauðskerfum er gjarn- an að finna mikið af upplýsing- um sem gagnast við rekstur fyrir- tækisins eða stýringu starfsmanna og stjórnenda. Mikilvægt er að nýta þessar upplýsingar og gera aðgengilegar þeim sem þær þurfa. Að framan voru taldir upp nokkr- ir kostir þess að gefa stjórnendum aðgang. Aðgengi starfsmanna er ekki síður mikilvægt. Starfsmenn sjá til þess að upplýsingar þeirra séu réttar og uppfærðar reglu- lega, þeir geta fengið aðgang að skjölum, starfsmannasamtölum, launaupplýsingum o.fl. hafi þeir réttindi til. Besti aðilinn til að við- halda starfsmannaupplýsingum er yfirleitt starfsmaðurinn sjálf- ur. Þannig bætist sífellt við upp- lýsingar sem stjórnendur geta nýtt sér á einhvern hátt. Það er ekki bara þannig að fyrirtæki velji sér starfsfólk – starfsfólk velur sér einnig vinnustað. Það getur verið stór kostur að halda starfsmannaupplýsingum í einu kerfi. Með því móti sparast innsláttur, villuhætta minnkar og flækjustig við að tengja saman mörg kerfi. Upplýsingar sem umsækjandi fyllir út á umsókn- areyðublaði ættu að flytjast yfir í launa- og mannauðskerfi, þaðan yfir til stjórnenda, yfir á innri og ytri vefi og svo framvegis. Þannig haldast upplýsingarnar réttar, ekki er verið að halda við starfsmanna- listum á mörgum stöðum heldur eru upplýsingarnar alltaf lesnar beint úr mannauðskerfinu. Starfs- maður sem hættir hverfur þá sjálf- krafa af vefjum og nýr starfsmað- ur bætist sjálfkrafa við um leið og hann er stofnaður í launakerfinu. Í vændum er uppsveifla. Hvern- ig fyrirtæki búa í haginn fyrir komandi uppsveiflu mun hafa afgerandi áhrif á gengi þeirra í samkeppninni á næstu misserum. Tæknin leikur þar stóran þátt og þau verkfæri sem hún býður upp á. Grípum tækifærið og látum tæknina styðja við mannauðinn okkar á tímum uppgangs og vel- gengni. Fortíðinni getum við ekki breytt en framtíðin er í okkar höndum. Gott mannauðskerfi er fjárfesting sem borgar sig. Skynsamleg fjárfesting í uppsveiflu? Mannauðskerfi Sigurjón Atli Sigurðsson mannauðsráðgjafi hjá Tölvumiðlun hf. AF NETINU Höft og efnahagsreikn- ingar bankanna Það er algjörlega óraunhæft að afnema höftin við núverandi aðstæður. Ýmislegt kemur þar til sem erfitt er að setja fram í stuttu máli, en máli mínu til stuðnings þarf ekki annað en að horfa á fjármögnun íslenska bankakerfis- ins. Þar sem efnahagsreikningar bankanna eru ekki tilbúnir er borin von fyrir þá að fjármagna sig með öðrum hætti en með söfnun innlána, en þau eru meirihluti fjár- mögnunar bankanna í dag. Innlán- in eru tryggð af ríkinu, en nokkur óvissa ríkir um getu ríkisins til að tryggja öll innlán án gjaldeyrishaft- anna. Án haftanna er því næsta öruggt að stór hluti innlánanna myndi verða tekinn úr bönkunum og þau færð úr landi, bæði vegna óvissu um efnahagsreikninga bankanna sem og óvissu um getu ríkisins til að tryggja innlánin. Til að hægt sé að afnema höftin þurfa efnahagsreikningar bankanna því að liggja fyrir og bankarnir þurfa að vera búnir að tryggja fjármögnun sína án ábyrgðar ríkisins. Ef höftin yrðu afnumin strax myndu bank- arnir falla aftur, væntanlega fyrir hádegi á fyrsta degi án hafta. Pressan.is Jón Eggert Hallsson Dýr skóli Hraðbraut reyndist dýr framhalds- skóli. Enginn skólastjórnandi í ríkisskóla hefði komist upp með þær brellur sem tíðkuðust í Hraðbraut – en vegna þess að skólinn var dekurdýr ráðherra Sjálfstæðis flokksins fengu þær að malla áfram. kaninka.net/stefan Stefán Pálsson Ef drukkið er meira en þessir tveir bjórar, þá er eina leiðin að bíða nógu lengi. Undanfarin misseri hefur áherslan í mannauðskerfum verið að færast frá mannauðssviðum fyrirtækja yfir til stjórnendanna sjálfra. Sniðugasta möndlugjöfin GJAFAKORT | landsbankinn.is | 410 4000 E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 18 8 N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . Ein gjöf sem hentar öllum Gjafakort Landsbankans er greiðslukort sem býður upp á að gefandinn ákveði upphæðina og viðtakandinn velji gjöfina. Gjafakortið er viðskiptavinum að kostnaðarlausu til áramóta. Þú færð gjafakortið í næsta útibúi Landsbankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.