Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 46
 22. DESEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR Langholtsvegur 126 - 104 Reykjavík Sími 553 3450 - www.spilavinir.is Börn og fullorðnir sameinast yfir spilaborðinu í Spilavinum. Þar er spilað klukkutímum saman og reynslubankinn er orðinn stór á hvað virkar og hvað ekki. Þær reka spilabúð, fara í skóla flest kvöld vikunnar og spila við börn, og taka svo vinnuna með sér heim og í fríið og spila með fjölskyldunni og vinum, hvort sem er í sumar- bústaðnum eða eftir jólasteikina. Þær Svanhildur Eva Stefáns- dóttir og Linda Rós Ragnarsdóttir reka spilabúðina Spilavinir þar sem mögulegt er að finna spil fyrir alla aldurshópa og allar persónugerðir. Þær leggja mikið upp úr því að að- stoða fólk með að finna spilið sem hentar hverjum og einum. Þær eru gjarnar á að spyrja viðskiptavini út í fjölskylduhagi þeirra og hverjir eigi að sitja við spilaborðið. „Það þarf að taka tillit til allra sem eiga að spila og sá yngsti þarf að geta spilað við þann elsta, hvort sem hópurinn samanstendur af sex til tólf ára börnum, fullorðnu fólki eða sex ára börnum að spila við afa og ömmu,“ segir Svanhildur. „Svo hafa ekki allir jafn gaman af klass- ísku íslensku spurninga- og orðaspil- unum þannig að við reynum að vera með sem fjölbreyttast úrval, bæði fyrir yngstu spilarana og þá elstu.“ Óhætt er að segja að reynslu- banki Svanhildar og Lindu sé orð- inn stór því auk þess að hafa rekið Spilavini í nokkur ár hafa þær stað- ið fyrir ótal spilakvöldum. „Við förum á bekkjarkvöld og kennum börnum og foreldrum að spila, auk þess sem við stöndum fyrir spilakvöldum fyrir fullorðna tvisvar í mánuði hér í búðinni. Við viljum fá reynslu á spilin, vita hver þeirra eru góð og hver ekki og fyrir hvern þau henta. Þá er einfaldlega best að prófa þau og fá sem flesta til að segja sína skoðun,“ segir Linda. Svanhildur er því sammála og bætir við: „Sumir vilja hraða leiki og aðrir vilja vera besservisserar á meðan enn aðrir kjósa að fá spil sem hægt er að njóta með allri fjöl- skyldunni. Við viljum þekkja öll spilin vel til að geta aðstoðaða fólk almennilega. Okkur er umhugað um að fólk fái sem mest út úr spil- unum, þau séu spiluð sem oftast og allir skemmti sér eins vel og lengi og mögulegt er.“ Ætla má að Svanhildur og Linda hafi eytt þúsundum klukkutíma í spil frá því þær hófu reksturinn. „Það eru forréttindi að fá að vinna við það sem maður hefur ástríðu fyrir og við þreytumst aldrei á að spila,“ segir Svanhildur um leið og hún leggur niður síðustu spilin og gjörsigrar á einu bretti bæði blaða- mann og ljósmyndara. „Að segja „mér finnst ekki gaman að spila“ er eins og að segja „mér finnst matur ekki góður“,“ segir Svanhildur. „Þetta er einfaldlega spurning um að finna spilið sem hentar manni.“ Allar nánari upplýsingar um spilavini má finna á www.spilavinir. is eða í síma 553-3450, en verslunin er á Langholtsvegi 126. Hafa eytt þúsundum klukkustunda í spil Svanhildur Eva og Linda Rós segja spil ekki dýra afþreyingu. Margar klukkustundir fáist úr góðu spili í góðum hópi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Dixit gengur út á að þáttakendur fá nokkur spil á hendi sem hvert er með einstaka mynd. Sá sem á að gera velur eitt spil, segir eina setningu eða orð, hvað sem er, svo lengi sem það tengist spilinu á einhvern hátt. Hinir spilararnir velja svo eitt spil úr eigin hendi sem setningin gæti átt við. Spilunum er safn- að saman, þau stokkuð og loks lögð niður í allra augsýn. Spilarar velja þar næst eitt spil er þeir halda að sé spil þess sem sagði setninguna. Markmiðið er að velja rétt, og fyrir þann sem sagði setninguna að fá einhvern til að giska á rétt, en alls ekki alla. Setninguna verður því að velja vel. Stig eru gefin í samræmi við valið og spurningin er hver er fyrstur að koma í mark? Spilinu hefur verið afar vel tekið enda sitja allir við sama borð, sama hvort þátttakandi er fimm ára barn eða sprenglærður prófessor. Þess má geta að spilið hefur hlotið fjölda verðlauna, þar á meðal spil ársins í Þýskalandi. Eggjadansinn hefur verið vinsæll fyrir þessi jól, enda sprenghlægilegt að sjá afa hlaupa á eftir skoppandi eggi með annað egg klemmt milli fótleggjanna. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is s. 512 5439.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.