Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 50
 22. DESEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR Kaupmaðurinn Magni Magnús- son varð að kunna öll spil upp á tíu þegar hann rak spilabúð- ina Hjá Magna í aldarfjórð- ung og veit upp á hár hvaða borðspil leystu spilastokkinn af hólmi eftir miðja síðustu öld. „Fyrstu borðspilin voru syrpukass- arnir svokölluðu sem í voru allt að fimmtíu mismunandi spil, eins og lúdó, mylla, tafl, slönguspil, damm, refskák, stjörnuspil og fleira. Syrpukassarnir voru löngu komn- ir til sögunnar þegar ég byrjaði að selja spil árið 1964, en fyrsta sjálf- stæða borðspilið sem sló í gegn á landsvísu var Matador, sem hét í útlöndum Monopoly, en menn fóru í kringum hér og kölluðu Matador, enda þótti fínt að vera matador, eða ríkur maður,“ segir Magni, sem sjálfur byrjaði að spila Mata- dor við fjóra vini í kringum 1950, þá á fimmtánda ári. „Þá voru ekki til nógir pening- ar í Matador svo við gerðum einn að bankastjóra sem útdeildi ávís- anaheftum og fengum heimild til yfirdráttar. Við vorum því komn- ir í útrásina langt á undan öllum öðrum,“ segir Magni og skellihlær, en Matador er enn uppáhaldsspilið hans. „Með t i lkomu Genus í Kringlunni kom spurningaspil- ið Trivial Pursuit árið 1980 og greip þá um sig æði meðal þjóð- arinnar. Þá voru tíu þúsund spil gefin út og seldum við þúsund ein- tök, enda oft mikið að gera. Þá var borðspilið Óþelló einnig gífurlega vinsælt um 1970 en í því eru not- aðar plötur, svartar og hvítar á sitt hvorri hlið, og tók mínútu að læra en mannsævi að þjálfa sig í enda mikil hugarleikfimi,“ segir Magni. Hann flutti einnig fyrstur inn töfrateninginn margfræga sem braut blað í gestaþrautum þjóðar- innar, en hann seldi Magni í 8.200 eintökum árið 1980. Önnur sem Magni nefnir af uppáhaldsspilum þjóðarinnar í „gamla daga“ eru Backgammon (kotra) og Scrabble, sem bæði komu á markað um 1970. „Um 1980 fór einnig að bera á hlutverkaspilum eins og Diplomacy sem var afar flókið og skemmtilegt, en það hófu menn að spila á föstudagskvöldi og luku ekki fyrr en á sunnudegi. Á Þótti fínt að vera Scrabble hitti strax í mark meðal íslenskra spilavina þegar það kom út um 1970 og nýtur enn mikilla vinsælda. Þjóðin fékk strax æði fyrir spurningaspilinu Trivial Pursuit þegar það kom út 1980 en síðan hafa komið út fleiri útgáfur. Lúdó er skyldueign á öllum heimilum og ósvikið gaman, en það er gjarnan fyrsta borðspilið sem börn læra að spila. Krökkum þótti gaman að spreyta sig á stjörnuspilinu á árum áður. ● SPILAÐ Á JÓLUM Púkk er ævagamalt spil sem Ís- lendingar hafa gjarnan spilað á jólum. Talið er að það hafi borist hingað með dönskum kaup- mönnum á nítjándu öld. Vin- sældir Púkksins má rekja til þess að margir geta tekið þátt í einu, allt upp í sjö manns, og leikregl- ur eru nokkuð einfaldar svo öll fjölskyldan getur sameinast um spilið. Spilið getur verið fjörugt og reynir á útsjónarsemi og snerpu þátttakenda en í grófum dráttum á að rekja spilastokk- inn hratt niður. Sá sem klárar sín spil á hendi vinnur púkkið. Púkk er ekki óskylt póker en gjarnan er spilað með annað en peninga, til dæmis eldspýtur, kaffibaunir, tölur, lúin glerbrot eða litríkar perlur. Notuð eru venjuleg borðspil en útbúa þarf „púkkborð“ með reitum sem þátttakendur leggja undir. Magni R. Magnússon meðan hann rak spilabúðina Hjá Magna á Laugavegi, en rekstri hennar hætti hann fyrir fimm árum. JÓLAGJÖF VEIÐIMANNSINS Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000 Veiðikortið fæst á N1 Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár! Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.