Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 68
52 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Stefán Máni Sigþórsson tekur ekki þátt í jólabóka- flóðinu í ár en á engu að síður glæpasögu ársins í Frakklandi. Stefán kveðst stoltur af Agli Gillz Einars- syni og auglýsingu hans sem gjaldfelldi stjörnu- gjafir á einu bretti. Franska menningartímaritið Lire valdi nýlega spennutrylli Stefáns Mána, Skipið, sem glæpasögu árs- ins og bókin er nú á leið í fjórðu prentun hjá frönskum forleggj- ara Stefáns. „Frakkar eru miklir smekkmenn og sjálfur er ég mik- ill aðdáandi franskrar menning- ar. Frakkar virðast alveg skilja hvað ég er að hugsa og hvað ég er að meina, það ríkir gagnkvæmur skilningur okkar á milli,“ segir Stefán. „Franskir lesendur eru eiginlega algjörir draumalesend- ur og ég finn það þarna úti að þeir fatta mig alveg.“ Stefán Máni segist allaf hafa alið með sér þann draum að fá bók gefna út í Frakklandi og sú vel- gengni sem hann njóti þar í landi sé draumi líkust, meira að segja útgefandinn hans skilji ekkert í þessum vinsældum. Stefán bætist í hóp íslenskra glæpasagnahöf- unda sem náð hafa ágætis árangri meðal menningarþjóðarinnar því bæði Árni Þórarinsson og auðvitað Arnaldur Indriðason hafa slegið í gegn í glæpasagnaflokknum. „Ég er búinn að fara til Frakklands tvisvar á þessu ári og verð mikið var við að fólk hafi lesið Arnald, hinn almenni lesandi þekkir hann og reynir oft að lesa bækur eftir höfund frá sama landi. Sjálfur hafði ég eiginlega ekki hugmynd um hversu góð landkynning bókin er því fólk virðist yfirleitt tengja bókina við landið sem hún kemur frá.“ Stefán tekur ekki þátt í jólabóka- flóðinu í ár en verður með bók á því næsta, hálfgerða ævisögu um lögreglumann frá Súðavík. „Þetta er stór og mikil Íslands- saga, mjög dramatísk og mikil bók, örlagasaga,“ segir Stefán en árið 2011 gæti orðið ansi stórt í hans lífi. Allt bendir til þess að kvikmyndin Svartur á leik verði einnig frumsýnd á árinu en hún er byggð á samnefndri bók Stef- áns Mána. „2011 verður árið mitt, ég er alveg viss um það og stend við þau stóru orð.“ Fjarveran úr jólabókaflóðinu gefur Stefáni Mána jafnframt nýja sýn á harðan auglýsinga- heim jólabókanna. Hann segist til að mynda hafa kolfallið fyrir heilsíðuauglýsingu Egils „Gillz“ Einarssonar sem birtist í Frétta- blaðinu í vikunni en þar var ný bók rithöfundarins kynnt til leiks. Á auglýsingunni mátti sjá umsagnir þjóðþekktra einstakl- inga og stjörnugjöf þeirra; allir gáfu honum fullt hús. „Þetta var hinn nauðsynlegi dropi sem fyllti mælinn. Auglýsingin var augljós- lega grín en svo stutt frá þessum veruleika sem við þekkjum: bóka- útgefendur að pikka upp dóma á blogginu og athugasemdafærsl- um og allir eru allt í einu orðnir gagnrýnendur og þá um leið eng- inn,“ segir Stefán og bætir því við að ekkert sé lengur að marka allar þessar stjörnur sem flæði út um allt. „Það virðast allir geta skreytt sig með þeim og Gillz tók þetta bara alla leið.“ freyrgigja@frettabladid.is Stefán Máni hrósar Gillz VINSÆLL MEÐAL FRANSMANNA Stefán Máni á glæpasögu ársins að mati franska menningartímaritsins Lire en Skipið eftir höf- undinn hefur notið mikilla vinsælda í Frakklandi á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR HÚÐFLÚR prýða líkama knattspyrnuhetjunnar Davids Beckham, en það nýjasta fékk hann á sunnudaginn. Þó vilja einhverjir meina að húðflúrin séu það mörg að ómögulegt sé að hafa tölu á þessu skrauti hans. Toy Story 3, sem var frumsýnd í júní síðastliðnum, er orðin tekju- hæsta teiknimynd allra tíma, bæði á Íslandi og um víða veröld. Myndin náði inn tæpri 51 milljón í miðasölunni hér heima á meðan næsta teiknimynd á eftir, The Simpsons Movie, aflaði „aðeins“ 42 milljóna. Í þriðja sæti er Shrek 2 og þar á eftir kemur Shrek For- ever After. Rúmir 52 þúsund miðar seldust á Toy Story 3 hér heima, en ekki 42 eins og misritaðist í Fréttablað- inu í gær. Myndinni tókst þó ekki að ná hinni sígildu The Lion King í aðsókn, sem rúmlega 57 þúsund manns sáu hér á landi árið 1994. Hvað tekjur varðar situr The Lion King í ellefta sæti hérlendis með tekjur upp á rúmar 29 milljónir króna. Athygli vekur að á meðal átján vinsælustu kvikmynda Íslands það sem af er árinu eru fjórar teikni- myndir. Auk Toy Story 3 og Shrek Forever After eru það Despicable Me og How To Train Your Dragon. Sú síðastnefnda hefur að geyma lagið Sticks and Stones með Jónsa úr Sigur Rós, sem kemur til greina fyrir tilnefningu til Óskarsverð- launanna á næsta ári. - fb Toy Story 3 orðin tekjuhæst TOY STORY 3 Teiknimyndin Toy Story 3 er orðin tekjuhæsta teiknimynd allra tíma. Gefur árinu puttann Breska söngkonan Lily Allen virðist endanlega vera búin að gefast upp á árinu 2010. Um helgina sendu hún út þau skilaboð á samskiptamiðlinum Twitter að hún gæfi árinu putt- ann en þá var hún veðurteppt á Heathrow-flugvelli en mikil snjókoma hefur sett flug úr skorðum í Evrópu. Allen hefur gengið í gegn- um mikið á árinu en hún missti fóstur í byrjun nóvember þegar hún var komin á sjötta mánuð. Allen var því á leið í kærkom- ið frí ásamt unnusta sínum, Sam Cooper, og var ekki par ánægð með að þurfa að eyða fyrstu nóttum leyfisins á flugvallar- gólfinu. 19 Skráning er hafin á www.flugskoli.is Flugfreyju- og f lugþjónanám 10 vikna kvöldnámskeið hefst í janúar 2011 www.f lugskoli.is HITAVEITA SPJARAÐU ÞIG WWW.CINTAMANI.IS CINTAMANI CENTER LAUGAVEGI 11, 101 REYKJAVÍK, S. 517 8088 CINTAMANI KRINGLUNNI, 103 REYKJAVÍK, S. 533 3003 CINTAMANI AUSTURHRAUNI 3, 210 GARÐABÆ, S. 533 3805 ESTER Dúnúlpa með hettu og loðkraga. Tveir renndir vasar að framan og einn innanávasi. Hettu er hægt að taka af. Fylling er 95% dúnn og 5% fiður sem gerir úlpuna létta og hlýja. Stærðir: XS-3XL ÍS LE N SK A /S IA .I S/ C IN 5 28 76 1 2/ 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.