Fréttablaðið - 22.12.2010, Page 79

Fréttablaðið - 22.12.2010, Page 79
MIÐVIKUDAGUR 22. desember 2010 63 Söngvarinn Justin Bieber seg- ist hafa kysst margar stelpur á undanförnum árum. „Ég hef átt nokkrar kærustur. Ég byrjaði að hitta stelpur þegar ég var þrett- án ára. Ég var ekkert svo ungur,“ sagði hinn sextán ára Bieber í viðtali við tímaritið Heat. „Ég hef kysst margar stelpur síðan þá.“ Spurður um vinskap sinn við raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian sagði Bieber: „Mér finnst hún sæt. Hún er ekki of gömul fyrir mig. Þær sem eru eldri en fjörutíu eru of gamlar fyrir mig.“ Bieber hefur kysst margar JUSTIN BIEBER Ungstirnið hefur kysst margar stelpur á undanförnum árum. Móðir leikkonunnar Gwyneth Paltrow heldur því fram að börn- in Apple, sex ára, og Moses, fjög- urra ára, séu þægustu börn í heimi. Amman, leikkonan Blythe Danner, segir Paltrow og eig- inmann hennar, Chris Martin, vera afbragðs uppalendur og láta frægðina ekki koma í veg fyrir að halda venjulegt heimili. „Ég get ekki beðið eftir að eyða jólunum með þeim, börnin eru stillt, prúð og kunna mannasiði,“ segir Danner í samtali við breska slúðurritið US Weekly. Á vel upp alin börn GÓÐ MAMMA Gwyneth Paltrow kennir börnum sínum mannasiði ef marka má móður hennar, Blythe Danner. NORDICPHOTOS/GETTY Justin Timberlake á erfitt með að einbeita sér að tveimur hlutum í einu og því situr tónlistarferillinn á hakanum á meðan kvikmyndirnar eiga hug hans allan. Timberlake lék Sean Parker í myndinni The Soc- ial Network og fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína. Hann talar einnig fyrir Boo Boo í teiknimynd- inni Yogi Bear og er þessa dagana að leika í vísinda- skáldsögumyndinni Now. Aðdáendur popparans Tim- berlake bíða óþreyjufullir eftir nýrri plötu og hann segist ekki vera hættur að búa til tónlist. „Vonandi er ég ekki hættur í tónlistinni. Fólk er alltaf að spyrja mig um þetta,“ sagði hann. „Ég er karlmaður og ég get ekki gert tvo hluti í einu. Um leið og mér tekst það verður líf mitt mun auðveldara. Þegar maður leikur í mynd sökkvir maður sér niður í persónuna. Það tekur svo mikla andlega orku að ég get ekki samið tónlist á sama tíma. Ef ég myndi gera það yrði hún ömurleg.“ Síðasta plata Timberlake, FutureSex/LoveSounds, kom út árið 2006. Gerir ekki tvo hluti í einu Rokkararnir í Green Day ætla að gefa út nýja plötu í mars á næsta ári. Hún nefnist Awesome as Fuck og verður tvöföld tónleikaplata með lögum frá tónleikaferð sveitarinn- ar um heiminn til að kynna plötuna 21st Century Breakdown. Einnig kemur út mynddiskur með tvenn- um tónleikum Green Day í Tókýó. Forsprakkinn Billie Joe Armstrong gaf í skyn á Twitter að platan væri á leiðinni fyrr á þessu ári. Síðasta tónleikaplata Green Day, Bullet In A Bible, kom út árið 2006. Nýtt frá Green Day BILLIE JOE ARMSTRONG Rokkararnir í Green Day ætla að gefa út tónleikaplötu í mars. NORDICPHOTOS/GETTY JUSTIN TIMBERLAKE Popparinn og leikarinn á erfitt með að einbeita sér að tveimur hlut- um í einu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.