Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 90
74 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR FÓTBOLTI Hólmfríður Magnúsdótt- ir, nýkjörin knattspyrnukona árs- ins í leikmannavali KSÍ, átti frá- bært ár, hvort sem það var að fara á kostum sem vinstri bakvörður með silfurliði Philadelphia Ind- ependence í bandarísku atvinnu- mannadeildinni eða með því að vera aðalstjarna íslenska kvenna- landsliðsins á árinu 2010. Hólm- fríður rauf líka á þessu ári fjög- urra ára einokun Margrétar Láru Viðarsdóttur og varð í fyrsta sinn á ferlinum markahæsti leikmað- ur stelpnanna okkar. Hólmfríður hefur verið annar markahæsti leik- maður kvennalands- liðsins undanfarin þrjú ár en á þessu ári tók hún markadrottningartitilinn af Margréti Láru sem hafði verið markahæsti leikmaður liðsins allar götur frá árinu 2006. Margrét Lára hafði skor- að fimm (2007) og tíu mörk- um (2008) meira en Hólmfríður fyrstu tvö árin en það munaði aðeins tveimur mörkum á þeim stöllum í fyrra. Margrét Lára var þá með átta mörk en Hólmfríður skoraði sex mörk. Hólmfríður hefur því verið að sækja á Mar- gréti Láru og tókst nú að komast upp fyrir hana. Þetta er enn fremur aðeins í annað skiptið á síðustu átta árum þar sem Margrét Lára skorar ekki flest mörk fyrir kvenna- landsliðið á einu ári því hún varð einnig markahæsti leikmaður liðsins árin 2003 og 2004. Hólmfríður skoraði mörkin sín sjö í fimm leikjum, þar af kom hún Íslandi í 1-0 í fjórum þeirra og skoraði síðan tvennu í tveimur leikjanna. Tvö af fjórum mörkum Margrétar Láru komu í 5-0 sigri á Eistlandi í lokaleik liðsins í und- ankeppni EM en Hólmfríður tók út leikbann í þeim leik. Fyrsta mark Hólmfríðar á árinu kom í 1-5 tapi á móti Svíum í Algarve-bikarnum. Hólmfríð- ur kom þá Íslandi í 1-0 á 17. mín- útu leiksins eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörn- ina frá Berglindi Björgu Þor- valdsdóttur. Hólmfríður minnkaði muninn í 2-3 í tapi á móti Noregi í næsta leik liðsins í Algarve-bikarnum en hún skoraði þá beint úr horn- spyrnu á 76. mínútu leiksins. Hólmfríður skoraði síðan fyrsta markið í 3-0 sigri á Portú- gal í lokaleik liðsins í Algarve- bikarnum. Hólmfríður skoraði markið á 49. mínútu eftir að hafa fengið langa sendingu markvarð- arins Þóru Bjargar Helgadóttur inn fyrir vörnina. Hólmfríður skoraði síðan tvö mörk í 2-0 sigri í Serbíu í fyrsta leik ársins í undankeppni HM. Bæði mörkin hennar komu þá í seinni hálfeik, það fyrsta á 52. mínútu eftir fyrirgjöf frá Sif Atladóttur og það seinna á 84. mínútu eftir góða samvinnu við Rakel Hönnudóttur. Hólmfríður skoraði að lokum tvö mörk í 3-0 sigri á Króatíu á Laugardalsvellinum og kom þá Íslandi í 2-0 í fyrri hálfleik. Fyrra markið skoraði hún á 20. mínútu eftir sendingu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur inn fyrir vörnina og það seinna skoraði hún þremur mínútum fyrir hálf- eik eftir langa sendingu Sifjar Atladóttur inn fyrir vörnina. Margrét Lára skoraði 4 mörk í sínum 8 leikjum á þessu ári og er áfram með yfirburðaforystu á listanum yfir markahæstu leik- menn kvennalandsliðsins frá upphafi. Margrét Lára hefur skorað 55 mörk í sínum 68 lands- leikjum eða 32 mörkum meira en Ásthildur Helgadóttir sem er í öðru sæti. Hólmfríður er nú komin upp í 3. sætið á listanum og vantar nú aðeins eitt mark til að jafna Ásthildi Helgadótt- ur sem átti markametið á undan Margréti Láru. ooj@frettabladid.is Markadrottningar 2003-10 2010 Hólmfríður Magnúsdóttir 9/7 mörk Margrét Lára Viðarsdóttir 8 leikir/4 Sara Björk Gunnarsdóttir 10/3 Katrín Jónsdóttir 10/3 2009 Margrét Lára Viðarsdóttir 14/8 Hólmfríður Magnúsdóttir 14/6 Sara Björk Gunnarsdóttir 11/3 Katrín Jónsdóttir 14/3 2008 Margrét Lára Viðarsdóttir 11/14 Hólmfríður Magnúsdóttir 8/4 Sara Björk Gunnarsdóttir 12/3 Katrín Jónsdóttir 12/3 Katrín Ómarsdóttir 10/3 2007 Margrét Lára Viðarsdóttir 9/8 Hólmfríður Magnúsdóttir 7/3 Dóra María Lárusdóttir 9/2 Greta Mjöll Samúelsdóttir 7/2 Katrín Jónsdóttir 9/2 2006 Margrét Lára Viðarsdóttir 8/8 Katrín Jónsdóttir 6/3 Ásthildur Helgadóttir 5/2 2005 Dóra María Lárusdóttir 4/4 Margrét Lára Viðarsdóttir 4/2 Ásthildur Helgadóttir 4/1 2004 Margrét Lára Viðarsdóttir 9/6 Olga Færseth 9/3 2003 Margrét Lára Viðarsdóttir 5/5 Ásthildur Helgadóttir 6/3 Hrefna Huld Jóhannesdóttir 6/3 Fríða rauf einokun Margrétar Láru Hólmfríður Magnúsdóttir varð markahæsti leikmaður kvennalandsliðsins á þessu ári. Hún skoraði 7 mörk í 9 leikjum og endaði fjögurra ára einokun Margrétar Láru Viðarsdóttur í efsta sæti á markalista liðsins. EITT AF SJÖ MÖRKUM Hólmfríður Magnúsdóttir skorar hér annað af tveimur mörkum sínum í leiknum á móti Króatíu á Laugardalsvellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 LEYNIST H M Í HAND BOLTA Í JÓLAPAK KANUM Þ ÍNUM? Vinsælu gj afakortin f ást hjá Stöð 2 í S kaftahlíð o g í Kringlu nni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.