Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 22.12.2010, Blaðsíða 94
78 22. desember 2010 MIÐVIKUDAGURJÓLAMATURINN „Það er oft með fólk sem er kannski ekki nema 25 ára, það hefur stundum lifað meira og merkilegra lífi heldur en þeir sem eru níræðir,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker. Sverrir hyggst rita ævisögu Völu Grand, en hún hefur verið mikið á milli tannanna á fólki fyrir og eftir að hún gekkst undir kynleiðrétt- ingaraðgerð á árinu. Sverrir og Vala hittust í útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu á dögunum þar sem hugmyndin varð til. „Okkur datt þetta snjallræði í hug að ég myndi rita ævisögu hennar – líklegast í við- talsformi,“ segir hann. Og ertu búinn að hitta hana með upptöku- tækið? „Nei, ekki síðan. Það er búinn að vera svo ægilegur snúningur á manni. Þeysingur.“ Þannig að vinnan hefst á nýju ári? „Já, nákvæmlega. Ætli ég hitti hana ekki í janúar eða febrúar. Ég held að það væri snið- ugast.“ Þrátt fyrir að Vala sé aðeins rúmlega tvítug telur Sverrir að hún hafi frá ýmsu að segja. „Það getur vel verið að hún hafi frá miklu meira að segja en afdönkuð gamalmenni – með fullri virðingu fyrir afdönkuð- um gamalmennum,“ segir hann og tekur sem dæmi að fáir hafi gengist undir aðgerðina sem hún gekkst undir. Spurður hvort einhverjir útgefendur séu komnir í spilið segir Sverrir að hann sé ekki byrjaður að kanna áhuga þeirra, en bætir við að sú vinna hefjist á nýju ári. - afb Stormsker ritar ævisögu Völu Grand SEGIR SÖGU VÖLU Sverrir Stormsker ritar ævisögu Völu Grand og hefst vinnan á nýju ári. Sverrir segir ungt fólk oft hafa lifað meira og merkilegra lífi en þeir sem eldri eru. DVD-salan er dreifðari en mörg undanfarin ár að mati dreifingar- aðila og fáir toppar um jólin eins og hefð hefur verið fyrir. Fjöl- skyldustjarnan Sveppi og vinirnir Bósi og Viddi úr Toy Story 3 verða hins vegar eflaust í toppsætum metsölulista þegar jólaösin klárast. „Niðurhalið hefur eiginlega verið að drepa sjónvarpsþættina,“ segir Konstantín Mikaelson hjá Senu og á þar við sölu á erlendum sjón- varpsseríum. Konstantín nefnir sem dæmi að sala á Simpsons-diskum hefur hrunið. „Fyrir tveimur árum seld- ust diskarnir í 4-5 þúsund eintök- um en nú seljast kannski 1.500.“ Það vekur óneitanlega athygli að í útgáfu Senu eru þrjár upptökur frá leikhúsi á meðal topp fimm. Þetta eru Harry og Heimir með 5.100 eintök farin frá dreifingar- aðila, Fíasól með 5.000 og Algjör Sveppi: Dagur í lífi stráks í 3.500. Eina íslenska sjónvarpsserían sem nær inn á þennan lista hjá Senu er Steindinn okkar en fjögur þúsund eintök eru farin frá útgefanda. Jón Geir Sævarsson hjá Sam- film segir að það séu eiginlega bara Toy Story 3 og Sveppa- myndin Algjör Sveppi og dular- fulla hótelherbergið. „Toy Story hefur selst mjög vel, það eru fjór- tán þúsund eintök farin frá okkur og Sveppi er að rjúfa tíu þúsund eintaka múrinn,“ segir Jón Geir og telur að DVD-salan sé dreifð- ari en mörg undanfarin ár. Spútn- ik-diskurinn er hins vegar eflaust Sigla himinfley eftir Þráin Bert- elsson. Útgefandinn Tómas Her- mannsson hjá Sögum gat ekki gefið upp nákvæmar sölutölur en bjóst við því að hann myndi selj- ast í fjögur þúsund eintökum. - fgg DVD-salan dreifðari en undanfarin ár DVD-KÓNG- ARNIR Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi er maður ársins í íslenskri DVD-sölu ásamt þeim Bósa og Vidda. Salan virðist dreifðari en mörg und- anfarin ár. „Það er spurning um að fara að nota leigubíla,“ segir Halldór Högurður, einn af handritshöf- undum áramótaskaupsins í ár – og í fyrra. Þrisvar sinnum hefur verið keyrt utan í bíl Halldórs á aðeins sex vikna tímabili. Allir ökumenn- irnir hafa stungið af og kostnað- urinn hefur því fallið á Halldór. Hann gat hlegið að óhöppunum í fyrstu, en segir að brandarinn sé orðinn þreyttur í dag. „Áður en ég hélt út í vetrarfrí var búið að keyra tvisvar utan í bílinn á stæðum niðri í miðbæ á innan við tveimur vikum,“ rifj- ar Halldór upp. „Svo fer ég út í tvær vikur og læt rétta bílinn á minn kostnað. Ég nota tækifær- ið fyrst ég var að fara í frí og læt sprauta hann í Keflavík. Hann kemur assgoti góður frá þeim, eins og nýr.“ Halldór fór svo niður í miðbæ á nýsprautuðum bílnum í vikunni, stoppaði í tvær klukkustundir og kom að klesstum bílnum í þriðja skipti á sex vikum. „Það var ekið nokkuð hressilega aftan á hann – einhver sem var að fara úr stæði,“ segir Halldór og vandar ökuníðingnum ekki kveðjurnar. „Það er eitthvert gimp heima hjá sér að fárast yfir öllu vonda fólk- inu í bönkum og ríkisstjórn sem tekur ekki ábyrgð og stingur svo af frá svona.“ Halldór segir kostnaðinn við fyrstu viðgerðina hafa numið 100 þúsund krónum. Í þetta skipti er verðmiðinn 50 þúsund krónur og hann hyggst fá kostnaðinn tífald- an til baka. „Þetta er jólaleikur- inn í ár. Ég ætla að finna hann á undan lögreglunni og rukka hann um margfaldan kostnað, berja út úr viðkomandi hálfa milljón alla- vega,“ segir Halldór. „Það vill svo til að þessi snillingur gerir þetta við Landsbankann þar sem eru tvær myndavélar sem á eftir að skoða. Svo er lögreglumynda- vél neðar í götunni – ég er að bíða eftir því að lögreglan setjist niður og finni þennan bláa bíl.“ Halldór býst við að Lee C. Buchheit sem fór fyrir íslensku Icesave-samninganefndinni, sé upptekinn og treystir „því að Jón stóri eða álíka sannfærandi samn- ingamaður hjálpi mér að semja við viðkomandi um tífalda greiðslu fyrir ónæði mitt af þessu,“ segir hann. „Mér finnst eðlilegt að verð- leggja þetta sjálfur. Ef þetta á að að vera svona þjóðfélag; maður gerir það sem manni dettur í hug, þá tek ég þátt í því.“ Halldór segir að það yrði stór- mannlegt af viðkomandi að gefa sig hreinlega fram. Hann hvetur þá sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu að senda sér póst á netfangið mafia@mafia.is. atlifannar@frettabladid.is HALLDÓR HÖGURÐUR: ÞETTA VAR FYNDIÐ FYRST EN ER ORÐIÐ ÞREYTT Ítrekað ekið á bifreið skaupsskrifara KLESST’ANN Halldór Högurður sýnir lesendum þriðja tjónið sem ökuníðingar hafa unnið á bíl hans síðustu sex vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Eins og flestum ætti að vera kunn- ugt dvelst Julian Assange, forsvars- maður Wikileaks, nú á sveitasetri í eigu Vaughans Smith. Með honum á setrinu eru margir af hans nán- ustu vinum, þar á meðal Kristinn Hrafnsson, oftast kallaður tals- maður Wikileaks. Ekki ætti að væsa um þá Julian og Kristin því samkvæmt AFP- fréttastofunni er lóðin sem tilheyrir sveita- setrinu 240 hektarar og þar er bæði hægt að stunda stangveiði og skotveiði. Vaughan Smith, eigandi sveitasetursins, er sjálfur fyrrverandi foringi í breska hernum. Adolf Ingi Erlingsson hefur farið á kostum fyrir vefsíðu Evrópumóts- ins í handknattleik sem lauk um helgina með sigri Norðmanna. Adolf Ingi hefur komið mörgum á óvart með skeleggri framkomu og eltingarleik við magavöðva Gro Hammersen. Það er ekki síður enskur hreimur fréttaritarans sem vakið hefur óskipta athygli en hann þykir minna nokkuð á hreim Frímanns Gunnarssonar í sjónvarpsþátta- röðinni Mér er gamanmál. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Það er hamborgarhryggur með bæði brúnuðum og venjulegum kartöflum, salati, sósu og öllu hinu. Svo er ís í eftirrétt og smá- kökur ef menn leyfa sér það.“ Kristinn Steindórsson knattspyrnumaður Leikkonan Birgitta Birgisdóttir er á leið í sjónvarpið en hún hefur tekið að sér hlutverk í sjón- varpsþáttum sem byggðir eru á bók Þorbjargar Marin- ósdótt- ur, Maka- laus, og fara í tökur á nýju ári. Birgitta hefur slegið í gegn á fjölum Borgarleikhússins undanfarið í sýn- ingunum Gauragangi og Fólkinu í kjallaranum. Hún fer með annað af tveimur aðalkvenhlutverkum þáttanna en enn hefur ekki verið gert uppskátt með hver muni túlka aðalsöguhetju bókarinnar Makalaus. Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefði tekið að sér stórt hlutverk í þáttunum sem eru óðum að taka á sig mynd. - áp FRÉTTIR AF FÓLKI Markmannshanskar. Champions League. Barnastærðir. Fótboltalegghlífar. Champions League. Stærðir: 120 - 180. Fótbolti, Champions League.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.