Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 2
2 24. desember 2010 FÖSTUDAGUR VEÐUR Jólasnjórinn mun sennilega ekki staldra lengi við þar sem veðurspá gerir ráð fyrir hlýnandi veðri næstu daga. Í dag og á morgun er gert ráð fyrir éljum víða um land, en síðdegis á morgun má búast við tals- verðri rigningu um landið sunnanvert. Á annan í jólum verður svo rigning eða slydda um allt land og áfram er spáð hlýju veðri í næstu viku. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er færð á þjóðvegum ágæt þrátt fyrir að hálka eða hálkublettir séu víða, sem og skafrenningur og snjóþekja. Öllum leiðum með sjö daga þjónustu verður sinnt um hátíðarnar, en frekari upplýsingar um færð má fá í upplýsingasíma Vegagerðarinnar 1777. Innanlandsflug lítur vel út um hátíðarnar að sögn Árna Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands. „Þetta lítur allt vel út hjá okkur. Þó að ekki sé á vísan að róa með veður sýnist mér spáin vera þokkaleg og við gerum ekki ráð fyrir að lenda í vandræðum.“ - þj Kertasníkir, fer ríkisstjórnin í jólaköttinn? „Já, ef hún nær ekki að smala saman nokkrum villiköttum fer hún auðvitað beina leið í jólaköttinn.“ Kertasníkir kom til byggða í nótt. Ríkisstjórnin á ekki von á góðu ef hún nær ekki að halda heraga á ódælum liðsmönnum stjórnarmeirihlutans. JÓLASTEMNING Ekki ætti að verða röskun á samgöngum um helgina, og í næstu viku hverfur jólasnjórinn sennilega. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Gott útlit með samgöngur á landi og í lofti um jólin: Jólasnjórinn staldrar stutt við SUÐUR-KÓREA, AP Gagnkvæmar hótan- ir Suður- og Norður-Kóreu mögnuð- ust jafnt og þétt í gær þegar suður- kóreski herinn efndi til mikilla heræfinga skammt frá landamær- um Norður-Kóreu. Heræfingarnar virðast til þess ætlaðar að gera Norður-Kóreumenn fráhverfa því, að gera árásir á Suður- Kóreu á borð við þær sem þeir gerðu í síðasta mánuði á eyjuna Yeongpy- eong. Með æfingunum sýni suður- kóreski herinn fram á getu sína. Norður-Kóreumenn sögðust hins vegar ekki ætla að láta bjóða sér neina ögrun og hóta heilögu stríði, jafnvel kjarnorkuárás, ef Suður- Kórea lætur sér ekki segjast. Suður-Kóreuher hefur fyrir sitt leyti hótað grimmilegum hefndum ef Norður-Kórea gerir alvöru úr hótun- um sínum. Flest benti til þess að hótanirnar yrðu látnar duga og að hvorki Norð- ur- né Suður-Kórea hefði áhuga á að gera alvöru úr þeim. Norður-Kórea er engu að síður talin ráða yfir plútóni í nægilega miklum mæli til að duga í að minnsta kosti sex kjarnorkusprengjur. - gb Norður-Kórea segist reiðubúin í kjarnorkustríð haldi heræfingar Suður-Kóreumanna áfram: Hótanir magnast á báða bóga á Kóreuskaga HERÆFINGAR Suður-Kóreuher sýnir Norður-Kóreu mátt sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Fréttablaðið kemur næst út mánudaginn 27. desember. Fréttavakt verður á Vísi.is yfir hátíðisdagana. Þjónustuver 365 miðla verð- ur opið frá 9 til 16 í dag, aðfanga- dag. Á jóladag og annan í jólum verður opið í þjónustuveri frá 10 til 22. Auglýsingadeild Fréttablaðsins verður lokuð fram til mánudags- ins 29. desember. Fréttablaðið um jólin: Kemur næst út á mánudag FRÉTTASKÝRING Hvaða úrræði eru í boði fyrir þá sem glíma við andleg eða tilfinningaleg vandamál um jólin? Þrátt fyrir að jólin séu flestum gleðitími eru engu að síður fjöl- margir sem eiga um sárt að binda og upplifa mikla vanlíðan yfir hátíðarnar. Mörg úrræði bjóðast hins vegar þeim sem vilja leita hjálpar eða stuðnings, til dæmis leita marg- ir til kirkjunnar eða Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, sem rekinn er í samstarfi við Landlækni, geðsvið Landspítalans og Neyð- arlínuna. Þar eru sjálfboðaliðar til reiðu allan sólarhringinn til að hlusta og leiðbeina fólki varðandi frekari úrræði. Karen H. Theodórsdóttir, verk- efnisstjóri Hjálparsímans, segir í samtali við Fréttablaðið að mikið annríki hafi verið hjá þeim í allt haust. „Við finnum samt mestu aukn- inguna á símtölum til okkar strax eftir jól. Það er erfitt að ráða í hvað það er nákvæmlega sem veldur því en maður getur þó ímyndað sér að þegar jólin skella á eftir annríkið í undirbúningn- um komi upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum.“ Karen segir að símtölin séu af margvíslegum toga, en marg- ir glími við þunglyndi og depurð auk þess sem fjárhagsvandræði hafi verið áberandi. „Bara það að hlusta hefur oft mikið að segja því í mörgum til- fellum hefur fólk enga til að tala við eða treystir sér ekki til að tala við neinn sem það þekkir. Því vill það jafnvel frekar tala við ókunnuga. Það getur hjálpað mjög mikið og er líka oft fyrsta skrefið til að leita sér frekari hjálpar.“ Þórhallur Heimisson, sóknar- prestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir fólk sækja mikið til kirkj- unnar, sérstaklega síðustu vik- una fyrir jól. Ástæður eru marg- víslegar þar sem leitað er eftir matar- og peningaaðstoð auk þess sem margir leita aðstoðar vegna andlegrar vanlíðunar. „Það er margt sem kemur upp í huga fólks á þessum árstíma, til dæmis gamlar sorgir, söknuður, hjónaskilnaðir og fleira,“ segir Þórhallur. „Það er bæði hringt til að spyrja og spjalla en svo er líka þónokk- uð um að fólk komi í kirkjuna þar sem það er ekkert endilega að koma til að ræða við einhvern heldur vill það kannski kveikja á bænakerti og eiga rólega stund.“ Þórhallur bætir því við að kirkj- an sé öllum opin og prestar svari í síma allan sólarhringinn. thorgils@frettabladid.is Mörg úrræði gegn vanlíðan um jólin Margir glíma við mikla vanlíðan eða depurð um jólahátíðarnar. Fulltrúar kirkj- unnar og Rauða krossins bjóða fólki upp á aðstoð og ráðgjöf varðandi frekari úrræði. Fjárhagsvandræði auka á vanlíðan einstaklinga. JÓLALJÓS Birtan sem stafar af jólaljósunum nær ekki að lýsa upp tilveruna hjá öllum. FÓLK Aftansöng í Grafarvogs- kirkju í kvöld verður sjónvarpað á Stöð 2 og Vísi.is og útvarpað á Bylgjunni, líkt og undanfar- in ár. Útsendingin verður órugluð og hægt verð- ur að fylgjast með útsend- ingu um allan heim á Vísi. is. Séra Vigfús Þór Árnason mun predika og þjóna fyrir altari ásamt séra Guðrúnu Karlsdóttur. Kór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Hákonar Leifssonar og Egill Ólafsson mun flytja lagið Ó helga nótt. - þeb Beint frá Grafarvogskirkju: Aftansöng sjón- varpað á Stöð 2 UMFERÐ Fimm óhöpp á tveim tímum Fimm umferðaróhöpp urðu á tveimur tímum á Hellisheiði í gær. Mikil hálka myndaðist á heiðinni upp úr hádegi. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki, en einn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. STJÓRNSÝSLA Utanríkisráðherra hefur ákveðið nokkrar breytingar á utanríkisþjónustunni. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Brussel og aðalsamn- ingamaður Íslands í aðild- arviðræðunum við Evrópusam- bandið, flyst heim og sinnir eingöngu því verkefni. Þórir Ibsen, sendiherra í París, verð- ur sendiherra í Brussel og Berglind Ásgeirsdóttir, sem verið hefur í leyfi frá utanríkisþjónust- unni, verður sendiherra í París. Þá færast Anna Jóhannsdóttir og Högni S. Kristjánsson úr emb- ættum skrifstofustjóra í utanrík- isþjónustunni í embætti sendi- herra. - bþs Breyting í utanríkisþjónustunni: Stefán Haukur sinnir bara ESB STEFÁN HAUKUR JÓHANNESSON FÓLK „Sigurinn er ekki í höfn. Jóel er enn þá vegabréfalaus,” segir Einar Þór Færseth, í samtali við Vísi í gær. Einar er fastur ásamt konu sinni, Helgu Sveinsdóttur, og nýfæddum syni á Indlandi. Þau hjónin eignuðust drenginn Jóel Færseth með aðstoð staðgöngu- móður, en slíkt er ólöglegt hér á landi. Alþingi ákvað að veita Jóel litla íslenskan ríkisborgararétt á mánudag, en fjölskyldan hefur enn ekki fengið vegabréfið í hend- urnar. Þau munu því eyða fyrstu jólum Jóels á Indlandi. - sv Fær ekki vegabréf fyrir jól: Fjölskylda Jóels föst á Indlandi JÓEL Er enn fastur á Indlandi með fjölskyldu sinni. NEYTENDUR Verslunin Ilva hefur innkallað öll jólakerti af gerð- inni CHRISTMAS, að því er fram kemur í tilkynningu frá versluninni. Það er gert í samráði við forvarnarsvið slökkviliðsins þar sem talið er að kertin geti verið hættuleg við notkun. Viðskiptavinir eru beðnir um að skila kertum sem þeir kunna að hafa keypt í Ilvu á Korpu - torgi og fá kertin endur- greidd. - bj Viðskiptavinir skili jólakertum: Ilva innkallar hættulegt kerti SLYS Harður árekstur tveggja bifreiða varð við gatnamót Vest- urlandsvegar og Vestfjarðaveg- ar við Bröttubrekku í gær. Fernt slasaðist í árekstrinum og var flutt á slysa- og bráðadeild Land- spítalans til aðhlynningar. Samkvæmt lögreglunni á Borg- arnesi slasaðist fólkið töluvert, en var ekki talið í lífshættu. Sá sem slasaðist mest fékk opið beinbrot. Smávægilegar umferð- artafir urðu við Bröttubrekku eftir að slysið varð. - sv Harður árekstur í gærdag: Fernt slasaðist töluvert í slysi VIGFÚS ÞÓR ÁRNASON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.