Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 6
6 24. desember 2010 FÖSTUDAGUR STJÓRNMÁL Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir að útgjöld ríkis- ins verði 510 milljarðar króna. Á árinu sem er að líða námu ríkisút- gjöld 560 milljörðum. Tekjur ríkis- ins verða 472 milljarðar á næsta ári en voru 478 milljarðar í ár. Þetta kemur fram í Hagfréttum Alþingis sem upplýsingaþjónusta þingsins gefur út. Í þeim segir að samkvæmt fjár- lögum verði halli ríkissjóðs á næsta ári rúmir 37 milljarðar sem sé lítils háttar hækkun frá frumvarpinu. „Venjulega hafa fjárlög hækkað tölu- vert í meðförum þingsins og sá góði ásetningur að ná jöfnuði, eða jafn- vel tekjuafgangi, farið fyrir lítið. Nú er annað uppi á teningnum enda hefur ríkisstjórnin í samvinnu við AGS lagt ríka áherslu á að koma á rammafjárlögum og þrátt fyrir töluverðar breytingar á fjárlögun- um breyttist ramminn ekki að neinu ráði,“ segir í Hagfréttum. Þá er á það bent að venjan hafi verið sú að fjáraukalög hafi falið í sér töluverðan útgjaldaauka. „Nú brá svo við að útgjaldaramminn dróst saman um rúmar 900 millj- ónir króna. Tekjuliðurinn hækkaði hins vegar um tæpa sextán millj- arða. Jöfnuður ársins 2010 á sam- kvæmt lögum að vera neikvæður um rúma 82 milljarða en var nei- kvæður um tæpa 99 milljarða.“ Í Hagfréttunum segir enn fremur að þess séu fá, ef nokkur dæmi, að tekj- ur aukist milli samþykktar fjárlaga og fjáraukalaga. bjorn@frettabladid.is VIÐ SVISSNESKA SENDIRÁÐIÐ Ítalska lögreglan mætir á vettvang. NORDICPHOTOS/AFP ÍTALÍA, AP Bögglasprengjur sprungu í sendiráðum Sviss og Síle í Róm í gær, með þeim afleið- ingum að tveir menn særðust. Einnig bárust fregnir af grun- samlegri póstsendingu í sendi- ráði Úkraínu þar í borg. Ákveðið var að kanna þegar í stað allan póst sem erlendum sendiráðum í borginni hafði borist. Gianni Alemanno, borgarstjóri í Róm, sagði lögregluna telja að árásirnar væru alþjóðlegar í eðli sínu, ekki innlendar. Sprengingin í svissneska sendi- ráðinu varð um hádegisbil, en þremur stundum síðar sprakk sprengjan í sendiráði Síle. - gb Sprengjurárásir í Róm: Árásum beint að sendiráðum Við óskum viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir viðskiptin á því sem er að líða. Árlegur styrkur MP banka til góðgerðarfélags, sem viðskiptavinir tóku þátt í að velja, fer til Einstakra barna, stuðningsfélags barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða skerðingar. Starfsfólk MP banka Hátíðarkveðja frá MP banka Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is Útgjöldin lækka um 50 milljarða milli ára Ríkisútgjöld næsta árs verða 510 milljarðar króna samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum. Það er 50 milljörðum króna lægri fjárhæð en á árinu sem er að líða. Helstu tekjustofnar 2008 2009 2010 2011 Skattar einstaklinga 133,0 103,5 119,2 114,0 Skattar lögaðila 32,9 22,7 30,9 33,8 Tryggingagjald 40,8 38,9 62,3 62,1 Virðisaukaskattur 134,2 119,6 126,9 132,0 Aðrir skattar 72,7 81,7 81,7 92,5 Aðrar tekjur 58,6 50,9 56,7 38,1 Samtals 472,2 417,3 477,7 472,5 Útgjöld Ráðuneyti 2008 2009 2010 2011 Æðsta stjórn 3,6 3,8 3,8 3,5 Forsætisrn. 2,5 1,1 0,9 0,9 Mennta- & menn.rn. 55,8 59,6 60,0 57,1 Utanríkisrn. 9,8 11,5 13,1 10,8 Sjávar- & landb.rn. 18,6 19,2 19,5 18,6 Innanríkisrn. 76,8 75,3 66,7 59,1 Velferðarrn. 195,3 230,9 225,0 209,4 Fjármálarn. 274,6 61,3 83,7 61,6 Iðnaðarn. 5,9 6,3 6,4 5,0 Efnah.- & viðsk.rn. 2,6 2,8 3,2 3,3 Umhverfisrn. 6,9 7,5 7,2 6,8 Vaxtagjöld 35,5 89,4 70,3 73,7 Samtals 687,9 568,7 559,8 509,8 Helstu tekjustofnar og útgjöld ráðuneyta 2008-2011 Tölur eru í milljörðum króna Heimild: Hagfréttir FÓLK Sveinn Bjarki Brynjarsson, sextán ára ljósmynd- ari úr Árbæ, tók við verðlaunum fyrir bestu ljósmynd- ina af tunglmyrkvanum fyrr í vikunni í gær. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, afhenti Sveini verðlaunin, myndavél, í húsakynnum Fréttablaðsins. „Mér fannst þetta frekar flott mynd og átti von á því að vera ofarlega en ekki vinna,“ segir Sveinn Bjarki. Hann stundar nám við MS og æfir fótbolta auk þess að hafa áhuga á ljósmyndun. „Pabbi minn er ljósmyndari og gaf mér gömlu vélina sína fyrir einu og hálfu eða tveimur árum og ég er búinn að vera að leika mér með hana.“ Sveinn Bjarki heyrði auglýs- ingu um keppnina í útvarpinu morguninn sem tungl- myrkvinn varð. „Ég ákvað að drífa mig bara út. Pabbi vaknaði svo seinna og kom með hugmyndina um að hafa fólk inni á myndinni,“ segir Sveinn Bjarki. - þeb Sveinn Bjarki Brynjarsson bar sigur úr býtum í ljósmyndakeppni Fréttablaðsins: Fékk myndavél í verðlaun TEKIÐ VIÐ MYNDAVÉLINNI Ólafur Stephensen, ritstjóri Frétta- blaðsins, afhenti Sveini myndavélina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HEIÐRAÐIR Nikulás A. Halldórsson, skip- stjóri á Goðafossi (til vinstri), tekur við viðurkenningu úr hendi Gylfa Sigfússon- ar, forstjóra Eimskips. SAMGÖNGUR Áhöfnin á Goða- fossi, skipi Eimskipafélagsins, var í gær heiðruð fyrir hetjulega framgöngu við slökkvistörf þegar eldur kom upp í skipinu 30. októb- er síðastliðinn. Í tilkynningu frá Eimskipi segir að öguð vinnubrögð og snarræði áhafnarinnar hafi skipt sköpum um að hvorki urðu slys á mönnum né alvarlegt tjón á skip- inu vegna brunans. Þar er haft eftir Gylfa Sigfús- syni, forstjóra Eimskips, að áhöfnin hafi unnið hetjulegt björgunarstarf við einar verstu aðstæður sem hægt sé að hugsa sér. Áhöfnin á Goðafossi heiðruð: Hetjudáð við slökkvistarf ORKUMÁL Landsvirkjun hefur keypt fjögurra prósenta hlut Þing- eyjarsveitar í einkahlutafélaginu Þeistareykjum ehf. Kaupverðið er um tvær milljónir Bandaríkjadala. Landsvirkjun á eftir kaupin 96,7 prósent í félaginu. Orkuveita Húsavíkur á 3,2 prósent og Þing- eyjarsveit 0,087 prósent. Þeist- areykir ehf. ætla að halda áfram rannsóknum á jarðhitasvæðinu að Þeista reykjum á næsta ári. Félag- ið gerir ráð fyrir því að fjárfesta í rannsóknum og undirbúnings- framkvæmdum fyrir um 720 millj- ónir á næsta ári. - þeb Landsvirkjun á nú 96,7%: Kaupir hlut í Þeistareykjum Þekkir þú einhvern sem þurfti að leita til hjálparsamtaka í desember? JÁ 26,3% NEI 73,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Borðaðir þú skötu á Þorláks- messu? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.