Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Þriðjudagur skoðun 14 28. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Arndísi Snorradóttur gekk illa að fóta sig í Noregi þar til hún fór að stunda líkamsrækt og fjallgöngur.Fann gleðina í spinning A rndís Snorradóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi, flutti ásamt fjölskyldunni til Måløy á vestur-strönd Noregs fyrir um áratug. Íslendingnum gekk ekki eins vel að fóta sig ytra og hann hafði vonast til og afleið-ingarnar urðu þær að yfir Arndísi helltist smám saman vanlíðan og þunglyndi. Að lokum leitaði hún sér aðstoðar hjá lækni sem mælti með nokkuð óvenjulegri með-ferð sem reyndist þó vel. 3 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Opnunartími:mánud. - föstud. kl.11.00 - 1800. Lokað á gamlársdagKíktu – það er þess virði ÚTSALANER Á FULLU Landsins mesta úrval af sófasettumHægindastólar og sófar í úrvali Patti Húsgögn 179.900 kr Relax 82 01 2ja sæta sófi 349.900 kr Relax M -87 leður bo gasófi 229.900 kr Relax 82 01 3ja sæta sófi Relax kir stóla r Sunni kallast áramót múslima og eru þau haldin hátíðleg 1. muharram. Dagatal múslima byggir á tólf tunglmánuðum, um það bil 354 dögum og því er dagsetning þess í gregoríska tímatalinu aðeins fyrr á hverju ári. flugeldar Skotglaður Nágrannar Vignis Hreinssonar eru löngu hættir að skjóta upp sjálfir. BLS. 2 ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Flugeldar veðrið í dag 28. desember 2010 304. tölublað 10. árgangur Úrval bestu ljóðanna Skólaljóð hafa verið endurútgefin á 30 ára afmæli Námsgagnastofnunar. tímamót 16 Til Abu Dhabi Sigurvegarar Vodafone Cup munu keppa á alþjóðlegu móti í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. allt 4 Stórt ár fram undan Árni Hjörvar í bresku hljómsveitinni The Vaccines býr sig undir mikla vinnu. fólk 34 Fréttablaðið er nú með 187% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst til október 2009 og 2010. MORGUNBLAÐIÐ 20 09 29 ,3% 74,7% 26% 20 10 20 09 71 ,4% 20 10 Allt sem þú þarft... FRÉTTABLAÐIÐ meiri lestur en Morgunblaðið. STJÓRNMÁL „Ef það er almennt skoð- un stjórnarliða að við séum steinar í götu þeirra sé ég ekki annað en að við þurfum að bjóðast til að yfir- gefa stjórnarliðið svo það geti hald- ið störfum sínum áfram.“ Þetta eru viðbrögð Lilju Móses- dóttur, þingmanns VG, við nokkr- um orðum í jólakveðju Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, til flokksmanna. Í henni skrifaði Stein- grímur: „Steinum sem velt er í göt- una fylgir mikil ábyrgð.“ Í Fréttablaðinu í dag bregst Lilja líka við greinargerð Árna Þórs Sig- urðssonar, starfandi formanns þing- flokks VG, frá því fyrir jól. „Það þarf tvo til að deila og það var von okkar að það væri hægt að setjast niður og ræða málin … Eftir hjásetuna er það svo bara harkan sex og ég velti því fyrir mér hverj- ir það eru sem virkilega þrá að sprengja þessa vinstri stjórn.“ Segir hún málflutning Árna Þórs ganga út á að þau þrjú eigi að biðjast afsök- unar á hjásetunni. Slíkur málflutn- ingur auki ekki líkurnar á að sætt- ir takist. Lilja segir að eftir hjásetuna hafi það alls ekki verið ætlun hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Ein- ars Daðasonar, að yfirgefa flokkinn. Í framhaldi af yfirlýsingum forystu- manna í flokknum sé sá möguleiki nú fyrir hendi. - bþs / sjá síðu 6 Lilja íhugar að segja sig úr þingflokki VG Viðbrögð forystu VG við hjásetu Lilju Mósesdóttur og tveggja annarra við af- greiðslu fjárlaga eru þess eðlis að hún veltir því fyrir sér að kveðja þingflokkinn. Ég velti fyrir mér hverjir það eru sem virkilega þrá að sprengja þessa vinstri stjórn. LILJA MÓSESDÓTTIR ÞINGMAÐUR VG BRETLAND IKEA blýantar eru betur til þess fallnir að merkja fyrir skurðum á beinum en hefð- bundnir tússpennar. Þetta segja tveir skurðlæknar í jólahefti breska læknablaðsins, British Medical Journal. Karen Eley starfar við lækna- deild Oxford-háskóla og Stephen Watt-Smith hjá John Radcliffe- spítalanum í Oxford. Þau segja að þrátt fyrir að þau hafi vitað að blýantarnir væru vinsælir hafi komið þeim á óvart að vera réttur einn slíkur í miðri skurðaðgerð. Blýantarnir reynist þó mun betur en tússið, sem á það til að nudd- ast af. - þeb Uppgötvun breskra lækna: IKEA blýantar í skurðaðgerðum HÆGLÆTISVEÐUR Í dag má bú- ast við 3-8 m/s en heldur hvassara verður á Snæfellsnesi og á Vest- fjörðum. N- og NA-til verður bjart með köflum en horfur á lítilsháttar úrkomu allra vestast. VEÐUR 4 3 1 -2 -2 3 LÖGREGLUMÁL Sérstakur saksókn- ari hefur nú tæp áttatíu mál til rannsóknar og hefur þeim fjölg- að mjög á þessu ári. „Síðan er slatti af kærum sem við vitum af á leiðinni frá Fjármálaeftir- litinu og víðar,“ segir Ólafur Þór Hauksson. Búið er að taka skýrsl- ur af á þriðja hundrað manns frá því að embættið var sett á laggirnar. Í Fréttablaðinu í dag er farið yfir það sem á daga sérstaks sak- sóknara hefur drifið á árinu sem nú er senn á enda. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins má eiga von á að nokkr- um smærri rannsóknum emb- ættisins ljúki með útgáfu ákæra mjög fljótlega eftir áramót. - sh / sjá síðu 8 Tæp 80 mál hjá sérstökum: Von á ákærum eftir áramót VERSLUN Flugeldasölustaðir Landsbjargar verða opn- aðir um allt land í dag, en sala flugelda er mikil- vægasta einstaka fjáröflun björgunarsveitanna ár hvert, að sögn Gunnars Stefánssonar, sviðsstjóra hjá Landsbjörgu. Gunnar vonast til þess að almenningur sýni björg- unarsveitunum stuðning í verki. „Fólk hefur stutt við bakið á okkur í gegnum tíð- ina. Ég trúi því að fólk geri það áfram í ár og láti eftir sér að kaupa flugelda af okkur og styðji gott málefni.“ Gunnar segir árið sem er að líða hafa verið sér- staklega viðburðaríkt fyrir björgunarsveitir. „Það hefur verið mikið álag á okkur í ár. Það var hvellur í janúar og mikið annríki við að koma alþjóðasveitinni út til Haítí og svo voru það auðvit- að eldgosin tvö þannig að þetta er örugglega eitt af okkar allra stærstu árum frá upphafi.“ Gunnar segir að sitthvað nýtt verði á boðstólum en fjölskyldupakkarnir séu alltaf vinsælir. Sölustaðir verða opnir til klukkan fjögur á gaml- ársdag. - þj Sviðsstjóri hjá Landsbjörgu segir flugeldasölu mikilvægustu fjáröflun ársins: Sala á flugeldum hefst í dag HANDAGANGUR Í ÖSKJUNNI Sjálfboðaliðar Landsbjargar voru í óða önn að raða upp vörum á sölustað Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SLYS Alvarlegt bílslys varð þegar tveir flutningabílar rákust saman á þjóðvegi 1 um Langadal, vestan við Húnaver, í gærkvöldi. Öku- maður annars bílsins var fluttur alvarlega slasaður á Landspítal- ann í Fossvogi með þyrlu Land- helgisgæslunnar. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu varð slysið með þeim hætti að annar bíllinn missti stjórn á tengivagni sínum og missti farm- inn. Hinn bíllinn lenti á vagn- inum. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöld var þyrlan í þann mund að lenda með annan ökumanninn í Fossvogi. Með þyrlunni fóru slökkviliðsmenn með klippibúnað. Þær upplýsingar fengust þegar blaðið fór í prentun að maðurinn væri mjög alvarlega slasaður. Veginum var lokað bæði við Blönduós og Varmahlíð og umferð beint um Þverárfjallsleið. - þeb Flutningabílar rákust á: Þyrla sótti slas- aðan ökumann ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON Mikilvægt hjá Arsenal Arsene Wenger var sigurvegari gærkvöldsins eftir 3-1 sigur Arsenal á Chelsea. sport 30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.