Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 2
2 28. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR SJÁVARÚTVEGUR Norðmenn verða af verulegum verðmætum fyrir sjávarafurðir sínar og gætu lært af Íslendingum hvernig á að hlusta eftir þörfum markaðarins. Þetta segir Yannick Forget-Dugaret, forstjóri stærsta framleiðanda og dreifingaraðila ferskra sjávaraf- urða í Frakklandi. Fyrirtæki hans Pomona, sem er með höfuðstöðv- ar í Boulogne, rekur 18 dreifing- arstöðvar þar í landi. Haft er eftir Forget-Dugaret á heimasíðu LÍÚ að Norðmenn verði af verulegum verðmætum þar sem þeir veiða nánast allan sinn þorsk á fyrri hluta ársins. „Við borgum sex evrur á kíló fyrri hluta ársins en verðið fer allt upp í tólf evrur á kíló frá september og fram til árs- loka,“ segir hann í viðtali við vef- miðilinn IntraFish. Lykilatriði er að Norðmenn miða við almanaksárið í fiskveiðistjórn en á Íslandi hefst fiskveiðiárið 1. september. Síðustu mánuði ársins eru Íslendingar og Færeyingar því í góðri stöðu á markaði. Í ofanálag segir Forget-Dugaret Íslendinga sveigjanlegri þegar kemur að því að uppfylla kröfur kaupenda. Það komi vel í ljós í viðskiptum með saltfiskafurðir, þar sem Norðmenn haldi fast í eigin hefðir og hlusti ekki nægilega eftir þörfum mark- aðarins. - shá Sitjum að verðmætum mörkuðum með fiskafurðir á kostnað Norðmanna: Fiskveiðiárið gefur forskot SALTFISKVERKUN Íslendingar eru sveigj- anlegri við að uppfylla kröfur kaupenda. SKATTAMÁL Fleiri en tólf þúsund fyrirtæki, eða um þriðjungur allra lögaðila, skila ekki skatt- framtali á réttum tíma. Þá höfðu 40 prósent lög- aðila ekki skil- að ársreikning- um hálfu ári eftir lok síðasta reikningsárs. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Tíund- ar, fréttablaðs Ríkisskattstjóra. Ríkisskatt- stjóri birti auglýsingu í fjölmiðl- um og skoraði á stjórnir félaga að skila ársreikningum fyrir árið 2009 til ársreikningaskrár. Ríkis- skattstjóri segir embættið ætla að taka stöðuna á næstu dögum og beita sektum eða öðrum slíkum úrræðum. Hann sagði einnig í við- tali við Ríkisútvarpið að fyrirtæki sem ekki skili inn reikningum óttist líklega mörg að fjölmiðlar komist í upplýsingar sem í þeim leynist. - þeb Ríkisskattstjóri í herferð: 40 prósent skila ekki ársreikningi SVÍÞJÓÐ Kirkjuræknir íbúar borg- arinnar Luleå í Norður-Svíþjóð fengu að heyra jólaguðspjall- ið með heldur öðru sniði en þeir áttu von á þegar þeir flykktust til kirkju klukkan sex að morgni jóladags. Í kirkjuna vantaði lykil- manninn þar sem presturinn hafði sofið yfir sig. Prestleysið olli ekki messufalli því meðhjálparinn las jólaguð- spjallið af innlifun og orgelleik- arinn hélt kirkjugestum við efnið. Presturinn syfjaði mætti í kaffi eftir messuna og bað söfnuðinn afsökunar. Kirkjugestir fyrirgáfu honum þessa yfirsjón, enda bara mannlegt að sofa yfir sig. - bj Prestur svaf af sér messuna: Meðhjálparinn las guðspjallið Baldvin, ertu rándýr? Nei, alls ekki. Ég fer hægt um og er því sennilega frekar lamadýr. Kvikmyndagerðamaðurinn Baldvin Z er að framleiða sjónvarpsþætti um fjármálalæsi. Í þáttunum „verðmetur“ hann nokkra Íslendinga, en reynist sjálfur „dýrastur“ þegar upp er staðið. Annað tilfelli svínaflensu Svínaflensan var greind sjúklingi hér á landi í gær og er það annað tilfelli flensunnar sem kemur upp á skömmum tíma. Fyrra tilfellið kom upp skömmu fyrir jólin. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. HEILBRIGÐISMÁL VÍSINDI Mataræði Neanderdals- manna virðist hafa verið fjöl- breyttara en hingað til hefur verið talið. Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa fundið steingerðar leifar af soðnu grænmeti í tönnum Neand- erdalsmanna en þetta er í fyrsta sinn sem staðfest er að þeir hafi neytt annars en kjöts. Þykir það kollvarpa kenningum um að skortur á veiðidýrum hafi valdið því að þeir dóu út og bend- ir til þess að þeir hafi verið líkari nútímafólki en áður var talið. - þj Mataræði Neanderdalsmanna: Ekki svo ólíkir nútímafólki SPURNING DAGSINS Læknastö›in, Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is Ókeypis heyrnarmæling úrvals heyrnartæki og afbragðs þjónusta! UMHVERFISMÁL Mengun frá sorp- brennslustöðinni Funa á Ísafirði varð til þess að mjólk frá lögbýli í nágrenni stöðvarinnar var innköll- uð og framleiðsla stöðvuð að kröfu Matvælastofnunar (MAST). Bæj- aryfirvöld á Ísafirði hafa ákveð- ið að sorpbrennslu í stöðinni verði hætt en mengaðan reyk hefur lagt frá sorpbrennslunni árum saman. Fyrir rúmri viku greindust þrá- virk aðskotaefni yfir leyfilegum mörkum í mjólkursýni frá bæ í Engidal í Skutulsfirði, sem er í næsta nágrenni við sorpbrennslu- stöðina Funa. Af öryggisástæð- um var vinnsla mjólkur á bænum og dreifing afurða sem rekja mátti þangað stöðvuð. Mjólkin frá bænum nemur þremur prósentum hjá MS á Ísafirði og því talið nær útilokað að efnin hafi verið yfir leyfilegum mörkum í framleiðslu- vörum stöðvarinnar sem allar eru seldar vestra. Aðskotaefni í mjólk eru talin einskorðast við þennan eina bæ. Sigurður Örn Hansson, for- stöðumaður matvælaöryggis- og neytendamála hjá MAST, segir að framleiðsla mjólkur á bænum geti ekki hafist að nýju fyrr en líða tekur á janúar, eða þegar nið- urstöður sýnatöku berast að utan. Efnin sem mældust í mjólkinni voru meðal annars díoxín sem myndast við bruna. „Það er þekkt að ef bruni við sorpbrennslu er ekki við nægilega hátt hitastig myndast þessi efni. Væntanlega er þetta loftborin mengun. Hún gæti hafa farið í drykkjarvatn en lík- legra er að hún hafi borist í fóður,“ segir Sigurður. Sorpbrennslustöðin hefur lengi verið til óþurftar og í bréfi Vern- harðs Jósefssonar, stöðvarstjóra Funa, til bæjaryfirvalda sumarið 2009 kemur fram að þá hafi mæli- tæki verið úr sér gengin, engu nauðsynlegu viðhaldi hafi verið sinnt og vinnuaðstæður orðnar starfsmönnum hættulegar. Í sumar sendi Umhverfisstofn- un Ísafjarðarbæ áminningu vegna starfsemi sorpbrennslustöðvarinn- ar. Þá sýndu mælingar að í reykn- um voru efni hátt yfir viðmiðun- armörkum. Sínk mældist rúmlega 24 sinnum meira en starfsleyfi stöðvarinnar heimilaði, díoxín sex- tán sinnum meira og þungmálmar fimmfalt meiri. Bæjaryfirvöld á Ísafirði hafa haft sorpmál til skoðunar á árinu. Flutningur sorps og förgun var boðinn út í haust og viðræður við lægstbjóðanda standa yfir. svavar@frettabladid.is Eitur mælist í mjólk vegna sorpbrennslu Matvælastofnun hefur stöðvað sölu búfjárafurða frá býli í Skutulsfirði vegna mengunar frá sorpbrennslustöðinni Funa. Magn eiturefna í reyk hefur mælst margfalt yfir leyfilegum mörkum. Ísafjarðarbær mun loka stöðinni hið fyrsta. Díoxín, fúran og díoxínlík PCB-efni eru þrjú af tólf þrávirkum lífrænum mengunarefnum sem eru sérstakt áhyggjuefni vegna áhrifa þeirra á umhverfið og heilsu almennings. Efnin geta borist í matvæli úr umhverfinu. Þau hafa ekki áhrif á heilsu okkar samstundis, en geta valdið vandamál- um ef þau berast í líkamann í talsverðu magni yfir langt tímabil. Þau eru fituleysanleg með langan helmingunartíma sem þýðir að þau brotna hægt niður í náttúrunni og safnast þar af leiðandi upp í fituvefjum manna og dýra. Díoxín og fúran hafa aldrei verið framleidd viljandi. Efnin myndast sem aukaafurð við málmiðnað, ýmsan iðnað sem notar klór, bleikingu í pappírs- iðnaði, framleiðslu varnarefna og brennslu, meðal annars sorpbrennslu. Heimild: Matvælastofnun Þrávirk lífræn mengunarefni REYKMENGUN FRÁ FUNA Á sumrin hefur fjörðurinn ítrekað fyllst af illþefjandi reyk. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON KÓREA, AP Norður-Kórea gæti beitt eldflaugaárásum gegn skot- mörkum í Suður-Kóreu á næsta ári. Sérfræðingar reikna með að stjórnvöld í Norður-Kóreu herði á hernaðarlegum ögrunum í aðdrag- anda valdaskipta í landinu. Augljós merki eru um að Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, ætli að láta son sinn, hinn óreynda Kim Jong Un, taka við völdum á næsta ári. Sérfræðingar í málefn- um Kóreuskagans segja líklegt að hernaðarumsvif norðan landa- mæranna muni aukast enn á nýju ári til að þjappa hernum saman að baki arftaka Kim Jong Il. Stjórnvöld í Suður-Kóreu svör- uðu ógnunum norðanmanna með heræfingu og hótunum um tafar- laus og harkaleg viðbrögð við frek- ari árásum eftir að norður-kóreski herinn gerði stórskotaliðsárás á eyju sunnan landamæranna nýver- ið. Fyrir vikið dró heldur úr ögrun- um stjórnvalda í Norður-Kóreu, en sérfræðingar telja það logn- ið á undan storminum. Búast má við stórskotaliðsárásum, eldflauga- árásum og jafnvel að norðanmenn geri þriðju kjarnorkutilraunina á nýju ári. - bj Sérfræðingar óttast að Norður-Kórea herði á ögrunum í aðdraganda valdaskipta: Gæti beitt eldflaugaárásum Á VERÐI Spennan á Kóreuskaganum mun enn aukast á næsta ári að mati sérfræð- inga. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Niðurskurður í fjárveitingum til Heilbrigð- isstofnunar Suðurlands (HSu) hefur mikil áhrif á rekstur og starfsemi stofnunarinnar. Fram- lög til hennar hafa skerst um 20 prósent á þremur árum og þrátt fyrir að verulega hafi verið dregið úr fyrirhugaðri lækkun útgjalda er um verulegan vanda að ræða á næsta ári. Þetta segir Magnús Skúlason forstjóri í pistli á síðu HSu. Ekki hefur tekist að ljúka gerð rekstraráætlunar vegna óviss- unnar sem ríkti í haust og vetur, að sögn Magnúsar. Hennar er að vænta á nýju ári. - bþs Heilbrigðisstofnun Suðurlands: Niðurskurður hefur rík áhrif DANMÖRK Neyðarástand ríkti á dönsku eyjunni Borgundarhólma í gær sökum gríðarlegs fannfergis sem lamaði þar allar samgöngur. Skortur var á snjóruðnings- tækjum og vörubílum en einnig var vöruskortur farinn að gera vart við sig þar sem lyf, barna- matur og dýrafóður var orðið af skornum skammti. Snjóað hafði í fimm sólarhringa og var snjórinn víða orðinn sex metrar að dýpt. Yfirvöld áætla að þau tæki sem þó eru á eyjunni geti rutt vegi að nokkru leyti, en herlið verður mögulega kallað út til að ryðja frá húsum með hand- afli. - þj Veðurofsi á Borgundarhólmi: Neyðarástand vegna hríðar SKÚLI EGGERT ÞÓRÐARSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.