Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 4
4 28. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR JARÐVÁ Orð sem sprottið er upp úr gosinu í Eyjafjallajökli í vor hefur verið valið nýyrði ársins í Noregi. Orðið er „askefast“ eða „öskufastur“ og haft yfir þá sem komast hvorki lönd né strönd vegna loftmengunar af völdum eldfjallaösku. Í umfjöllun norsku fréttaveit- unnar NTB eru áhrifin á tungu- málið sögð til marks um hversu gríðarlega víðtæk áhrif eldgos- ið hafi haft. Haft er eftir Sig- frid Tvitekkja, formanni norsku málnefndarinnar, að öskuorðið nýja hafi fjölda jákvæðra eigin- leika. „Orðið er samsett úr tveim- ur velþekktum norskum orðum. Það er stutt, en segir jafnframt mikið,“ segir Tvitekkja. Orðs- ins hafi fyrst orðið vart á prenti, mögulega í fleiri en einu blaði samtímis. Þannig hafi 15. apríl staðið í Nordlys að fjöldi þátttak- enda frá Norður-Noregi á Evrópu- þingi í Brussel væru „öskufastir“ í höfuðstað Evrópusambandsins. Eftir fjóra daga af öskufréttum í fréttamiðlum heims mátti finna orðið á 22.600 stöðum með leitar- vél Google. NTB bendir á að eldgosið hafi víðar haft sambærileg áhrif. Þannig hafi bandaríska hljóm- sveitin Bear in Heaven verið öskuföst í Madríd á Spáni og til að drepa tímann tekið fram mynd- bandsupptökuvél og lagt á farang- ursbelti flughafnarinnar. Þar hafi orðið til dáleiðandi myndband við lag sveitarinnar sem nefnist „Dust Cloud“. Eyjafjallajökuls er annars getið í fjölda blaða og fréttamiðla um heim allan í yfirferð þeirra á stór- fréttum ársins sem er að líða. Í fréttagetraun spyr breska rík- isútvarpið BBC hvað nafn Eyja- fjallajökuls þýði. Auk rétt svars er boðið upp á valmöguleikana „Turn kaldra elda“ og „Reið norn“. Breska dagblaðið Telegr- aph hefur valið Eyjafjallajökul sem einn af helstu skúrkum árs- ins 2010, en í þeirri umfjöllun er líka að finna leikarann Mel Gibs- on, Julian Assange hjá Wikileaks og vuvuzela-lúðurinn. Í Independent er að finna pistl- ana „Augnablik sem skóku heim- inn árið 2010“. Þar skrifar rithöf- undurinn Fay Weldon um gosið og kveðst eftir það heimsækja jarð- skjálftavef Veðurstofu Íslands á hverjum degi í leit að merkjum um frekari jarðhræringar. Hún hefur skrifað fjölda bóka, en hér þekkja margir bók hennar „Ævi og ástir kvendjöfuls“. Fréttavefur DNA á Indlandi telur gosið í Eyjafjallajökli upp með öðrum stórviðburðum árs- ins og myndir frá gosinu er að finna í yfirliti allra helstu miðla um fréttaljósmyndir ársins. olikr@frettabladid.is Verðlaunanýyrði varð til í eldgosinu Eyjafjallajökull og eldgosið sem í vor truflaði flug dögum saman er áberandi í upprifjun frétta á helstu fréttamiðlum nú þegar nálgast áramót. BBC notar nafn fjallsins í fréttagetraun og í Noregi er gosinu eignað nýyrði ársins 2010. GOSIÐ Eyjafjallajökull er talinn upp með Mel Gibson, Julian Assange og vuvuzela-lúðrin- um í upptalningu Telegraph í Bretlandi á helstu skúrkum líðandi árs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LANDEYJAHÖFN Tafir verða á að dýpkunarskipið Scandia getið tekið til við dýpkun Landeyja- hafnar. Verkið átti að hefjast í byrjun janúar næstkomandi en það tefst fram í miðjan janúar. Í tilkynningu frá Íslenska gámafélaginu, eiganda Scandia, segir að töfum á viðgerð og skoð- un skipsins í Danmörku sé um að kenna. Scandia henti hins vegar vel til dýpkunar við aðstæður eins og í Landeyjahöfn. Nýjustu viðgerðir og endurbætur auki enn frekar afkastagetu og nota- gildi skipsins til þess að halda Landeyjahöfn opinni. - pg Dýpkun Landeyjahafnar: Tafir á komu dýpkunarskips PÓSTUR Íslandspóstur mun læsa póstkössum fram yfir áramót til að koma í veg fyrir að kassarnir verði skemmdir með flugeldum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ítrekað hafi verið unnin skemmdarverk á póstkössum sem staðsettir eru utanhúss á þessum árstíma. Þess vegna verði köss- unum læst; hægt verði að koma einu bréfi ofan í kassana í einu. þeir sem vilja póstleggja þykkari bréf þurfa því að fara á pósthús eða finna póstkassa sem eru inn- andyra. - pg Skemmdarverk hindruð: Póstkössunum verður læst PÓSTKASSAR Verða læstir fram yfir áramót. IÐNAÐUR Fyrirhuguð metanólverk- smiðja við Kröflu gæti slegið álver við Bakka endanlega út af borð- inu, þar sem verksmiðjan, sem er á vegum íslenska fyrirtækisins Carbon Recycling, myndi þurfa alla orku sem Kröfluvirkjun hefur að bjóða. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Landsvirkjun og Carbon Recycl- ing hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf en síðarnefnda fyrir- tækið er nú að reisa í Svartsengi á Reykjanesi fyrstu verksmiðjuna af þessari tegund. Þar verður met- anól til eldsneytis unnið úr koltví- sýringi frá borholum HS-Orku, en verksmiðjan við Kröfluvirkj- un á að verða 20 sinnum stærri og krefst 50 MW. Lengi hefur verið beðið eftir orkufrekum iðnaði til að lífga við atvinnulíf í Þingeyjarsýslum og er talið að ef af verði, muni verk- smiðjan fullbúin veita 25 manns atvinnu. Forstjóri LV tók þó fram að yfirlýsingin væri ekki skuld- bindandi og viðræður stæðu enn yfir við þá fjóra til fimm aðila sem hafa sýnt orkunni áhuga. Þar á meðal eru álrisinn Alcoa og kín- verska stórfyrirtækið Bosai. - þj Viljayfirlýsing Landsvirkjunar um metanólverksmiðju við Kröfluvirkjun: Setur Bakkaálverið í uppnám FRÁ KRÖFLUVIRKJUN Fyrirhuguð metan- ólverksmiðja við Kröflu gæti skapað 25 störf, en um leið setur hún áætlanir um álver við Bakka í uppnám. LÖGREGLUMÁL Karlmaður ruddist inn á heimili í Hrunamannahreppi í óþökk húsráðanda í fyrrakvöld. Lögreglu- og sjúkralið var sent á vettvang. Sá sem réðst inn í húsið hringdi í lögreglu eftir atvikið og sagð- ist hafa farið inn í húsið og sagð- ist bíða eftir lögreglu. Hann var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður. Húsráðand- inn gaf einnig skýrslu en honum var mjög brugðið en var óslasað- ur. Lögreglan segir að rannsókn málsins sé svo til lokið. Ástæða húsbrotsins mun hafa verið ein- hver pirringur árásarmannsins í garð hins en þeir þekkjast. - jhh Brot í Hrunamannahreppi: Ruddist reiður inn á heimili LÖGREGLUMÁL Maður um tvítugt skallaði mann í fyrrinótt. Atvik- ið átti sér stað á bílastæði við Eyrarveg á Selfossi en lögregla fékk tilkynningu um að tveir hópar ættu í útistöðum. Þegar lögreglan mætti á vettvang, til að róa mannskapinn, skallaði einn mannanna annan með þeim afleiðingum að framtönn losnaði. Árásarmaðurinn var hand- tekinn og á honum fannst falsað greiðslukort. Hann gisti fanga- geymslur og var yfirheyrður í gær. Tveir hópar deildu á Selfossi: Skallaði mann svo tönn losnaði VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 2° -9° -3° -2° 2° -4° -4° 22° 7° 15° 2° 14° -10° 3° 12° -5°Á MORGUN 3-8 m/s víðast hvar. FIMMTUDAGUR Strekkingur NV-til, annars hægari. 3 3 1 0 -2 0 -2 4 3 5 -6 5 10 9 7 3 4 2 7 3 2 4 4 1 -2 -5 -2 7 4 2 0 3 RÓLEGT Í dag og næstu daga má búast við rólegu veðri. Vindur verður hægur víðast hvar og hitastigið rétt neðan frostmarks norðan og norð- austan til en ann- ars 1-5°C yfi r há- daginn. Horfur fyrir gamlársdag eru ágætar, hægviðri og víða þurrt en það skýrist betur er líður á vikuna. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður SVEITARSTJÓRNARMÁL Stofnfundur Byggðasamlags um málefni fatl- aðs fólks var haldinn í fundar sal Þróunarsetursins á Ísafirði á Þor- láksmessu. Á fundinum var sam- þykktur samningur um stofnun samlagsins sem hafa mun yfir- umsjón með málaflokknum þegar hann færist frá ríki til sveitarfé- laga um áramót. Aðilar að Byggðasamlaginu eru; Bolungarvíkurkaupstaður, Ísa- fjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Strandabyggð, Kaldrananeshrepp- ur, Árneshreppur, Reykhólahrepp- ur, Vesturbyggð og Tálknafjarðar- hreppur. - shá Byggðasamlag stofnað: Samvinna um málefni fatlaðra LANDEYJAHÖFN Verður lokuð fram í miðjan janúar. Dýpkunarskipið kemst ekki frá Danmörku. GENGIÐ 27.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,5969 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,07 116,63 179,11 179,99 152,69 153,55 20,486 20,606 19,475 19,589 17,024 17,124 1,4002 1,4084 177,83 178,89 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.