Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 8
8 28. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Embættið réðst í umfangsmikl- ar aðgerðir í lok janúar, þegar gerð var húsleit á tólf stöðum á Íslandi og í Bretlandi samtímis, meðal annars hjá Existu, Bakka- vör, Lýsingu, lögmannsstofunni Logos, endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte og í híbýlum Bakkavar- arbræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssonar. Í málinu er grunur um ýmis brot á hlutafélagalögum og auðgunarbrot, meðal annars skilasvik. Rannsóknin beinist að sölu á 40 prósenta hlut í Bakkavör frá Existu til Bakkavararbræðra haustið 2008, 50 milljarða hlutafjáraukningu í Bakkavör í desember 2008, niðurfellingu ábyrgða á lánum til starfsmanna fyrir hlutabréfakaupum í Existu og meintum und- anskotum Sigurðar Valtýssonar, forstjóra Existu, á 160 milljónum til Tortóla. Bakkavararbræður voru yfirheyrðir í heilan dag daginn eftir húsleitir. Þeir, auk forstjóranna Sigurðar og Erlends Hjaltasonar, eru meðal sakborninga í málinu. Bræðurnir stýra enn Bakkavör. Málið hefur ekki þokast mjög mikið á árinu, að sögn Ólafs Hauks- sonar, enda bíður embættið eftir gögnum frá Lúxemborg. BAKKAVARARBRÆÐUR DAGLANGT Í YFIRHEYRSLU Snemma í maí dró til tíðinda í rannsóknum sérstaks saksóknara. Þá voru þrír fyrrverandi stjórnendur Kaup- þings, Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri, Magnús Guð- mundsson, forstjóri í Lúxemborg, og Ingólfur Helgason, forstjóri á Íslandi, allir hnepptir í gæsluvarðhald vegna gríðarlega umfangsmikillar rannsóknar á málefnum bankans, allsherjarmarkaðsmisnotkun, skjalafalsi og fleiru. Aldrei fyrr hafði sakborningur í rannsókn emb- ættisins verið úrskurðaður í varðhald. Þar að auki var Steingrímur P. Kárason, fyrrverandi yfirmaður eignastýr- ingar bankans, úrskurðaður í farbann. Því úrræði hafði saksóknari einungis einu sinni beitt áður. Þeim var sleppt frjálsum nokkrum dögum síðar. Mál vönduðust þegar fyrrverandi æðstráðandi bankans, stjórnarformaðurinn Sigurður Einarsson, neitaði að verða við kalli saksóknara um að koma til landsins í yfirheyrslu. Við því var brugðist með því að gefa út alþjóðlega handtökuskipun, sem birtist meðal annars á vef alþjóðalögreglunnar Interpol. Eftir nokkurra mánaða þref féllst Sigurður loks á að koma til landsins í yfirheyrslu síðla í ágúst. Hann var hvorki handtekinn né úrskurðaður í farbann eða gæsluvarðhald. KAUPÞINGSMENN Í VARÐHALD Í október sendi Fjármálaeftirlitið til sérstaks saksóknara kæru vegna ætl- aðrar allsherjarmarkaðsmisnotkunar Landsbankans fyrir hrun. Rannsóknin beinist einkum að bankastjórunum fyrrverandi, Sigurjóni Þ. Árnasyni og Halldóri J. Kristjánssyni. Grunur er um tug- milljarða ólögmæt viðskipti sem hafi fyrst og fremst haft þann tilgang að halda uppi gengi bréfa í bankanum. Rannsókn málsins er stutt á veg komin. LANDSBANKINN NÆSTUR Í SIGTINU Ólafur Þór Hauksson og samstarfs- fólk hans hjá embætti sérstaks sak- sóknara hefur haft í nógu að snú- ast á árinu. Flestir aðalleikararnir í viðskiptalífinu fyrir bankahrun hafa verið kallaðir til yfirheyrslu vegna meintra misgjörða og fyrstu málin eru komin fyrir dóm. Sérstakur saksóknari rannsakar nú tæp- lega áttatíu mál, að sögn Ólafs. Því til við- bótar hefur embættið fallið frá rannsókn á um þrjátíu málum. Málin hafa streymt inn á þessu ári. Um tveir þriðju hlutar þeirra hefjast með kæru frá Fjármálaeftirlitinu, en jafnframt er nokkuð um að mál berist frá skiptastjórum þrotabúa, segir Ólafur. „Síðan er slatti af kærum sem við vitum af á leiðinni frá Fjármálaeftirlitinu og víðar,“ segir hann. Málin tengjast að einhverju leyti innbyrðis og því er ekki útilokað að þeim fækki við sameiningar áður en yfir lýkur. Þrjú yfirheyrsluherbergi ekki nóg Embættið flutti sig um set í ágúst af Lauga- vegi niður á Skúlagötu. Ekki veitti af stærra húsnæði, enda hefur starfsmönnum fjölgað úr 24 í sextíu á árinu og til stendur að fjölga þeim í áttatíu á fyrstu mánuðum nýs árs. Í nýja húsnæðinu eru þrjú yfirheyrslu- herbergi þar sem unnt er að taka upp yfir- heyrslurnar með hljóði og mynd, en það hefur ekki alltaf verið nóg. „Þegar mest lét höfum við verið að nota öll þrjú yfirheyrsluherbergin samtímis og auk þess herbergi víðar í bænum, hjá Rík- islögreglustjóra og lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu,“ segir Ólafur. Það bar einnig til tíðinda á árinu að Eva Joly, sem verið hafði ráðgjafi saksóknara, lét af störfum fyrir embættið til að einbeita sér að forsetaframboði sínu í Frakklandi. Hún kvaddi með þeim orðum að við mættum vera stolt af áræðninni í rannsóknum hrunsmála. Embætti sérstaks saksóknara væri nú jafn- fjölmennt og franska efnahagsbrotalögregl- an í París. stigur@frettabladid.is Sérstakur á hælum útrásarvíkinganna Yfirheyrsla yfir Steingrími Wernerssyni, öðrum bræðranna úr Milestone-samsteypunni, lak í fjölmiðla í janúar. Sérstakur saksóknari hafði farið af stað með rannsókn á málefnum Milestone og Sjóvár sumarið áður. Hún snýr einkum að meintri stórfelldri misnotkun á bótasjóði trygginga- félagsins. Í yfirheyrslunni yfir Steingrími vandar hann Karli Wernerssyni bróður sínum ekki kveðjurnar, kallar hann siðblindan einræðisherra sem hafi stýrt Milestone með harðri hendi og kúgað sig. Lögmaður Steingríms og einn hans nánasti vinur sendi sérstökum saksóknara í kjölfarið bréf þar sem hann efaðist um andlegt heilbrigði Stein- gríms og sagði það rýra trúverðugleika vitnisburðarins. Í yfirheyrslunni lýsti Steingrímur Þór Sigfússyni, sem þá var forstjóri Sjóvár, sem nytsömum sakleysingja í ráða- bruggi Karls og Guðmundar Ólasonar, forstjóra Mil- e stone. Sú lýsing fær nokkra stoð í orðum Þórs sjálfs, sem í viðtali við Stöð 2 sagðist hafa treyst fólkinu í kringum sig, hann hefði ekki getað lesið alla samninga sem hann skrifaði undir sökum lengdar og kviði niðurstöðu sakamálarannsóknarinnar. Að sögn Ólafs Haukssonar hefur rannsókn málsins miðað áfram jafnt og þétt allt árið. MILESTONE-BRÆÐUR BERJAST FRÉTTASKÝRING: Sérstakur saksóknari rannsakar tæp 80 mál í tengslum við bankahrunið GLITNIR UNDIR SMÁSJÁNNI Um miðjan nóvember réðst embætti sérstaks saksóknara í einar allra viða- mestu aðgerðir sínar frá upphafi vegna rannsókna á málum tengdum Glitni. Á fyrsta degi aðgerðanna var leitað á tæplega tuttugu stöðum, meðal annars á aðsetrum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Lárusar Welding og Pálma Har- aldssonar og skrifstofum Saga fjárfestingabanka. Tíu manns voru yfirheyrðir strax og yfirheyrslurnar héldu áfram næstu daga, meðal annars yfir Jóni Ásgeiri, Lárusi og Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, forstjóra Saga. Til grundvallar húsleitunum lágu rann- sóknir á fimm málum. Þeirra viðamest er svokallað Stím-mál, sem snýst um kaup félagsins Stíms, sem var að þriðjungi í eigu Glitnis, á hluta- bréfum í Glitni og FL Group, gegn láni frá Glitni og FL Group. Einnig eru til rannsóknar lán Glitnis til Landic Properties, Baugs og 101 Capital til kaupa á danska fasteignafélaginu Keops og kaup Glitnis á bréfum í Tryggingamiðstöðinni. Í desember sögðu fjölmiðlar fréttir upp úr skýrslum um Glitni og Landsbankann, sem sérstakur saksóknari lét tvö erlend sérfræðingateymi vinna fyrir sig. Skýrslurnar sýndu fram á miklar brotalamir í eftirliti með starfsemi bankanna og voru ekki síst áfellis- dómar yfir endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers, sem annaðist endurskoðun beggja bankanna. Sérstakur saksóknari hefur haft málefni endurskoðenda til rannsóknar um nokkurt skeið. Von er á sambærilegri skýrslu um starfsemi Kaupþings og endurskoðunarfyrirtækið KPMG. ENDURSKOÐENDUR TEKNIR TIL BÆNA Sérstakur saksóknari gaf út sínar fyrstu ákærur á þessu ári. Fyrstir í röðinni voru þremenningarnir kenndir við félagið Exeter, þeir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrver- andi stjórnarformaður Byrs, Ragn- ar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Byrs, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka. Þeim var í júlí birt ákæra fyrir umboðssvik og Styrmi að auki fyrir pen- ingaþvætti. Þeim er gefið að sök að hafa bjargað sjálfum sér og öðrum völdum hluthöfum í Byr frá tjóni með því að veita félaginu Exeter Holding eins milljarðs lán án heimildar til að kaupa af þeim stofnfjárbréf í Byr. Málið verður tekið til meðferðar á nýju ári. Hin ákæran sem litið hefur dagsins ljós er á hendur Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðu- neytinu. Hann er ákærður fyrir nýta sér innherjaupplýsingar til að forða fjármunum sínum, sem voru bundnir í hlutabréfum í Landsbankanum, frá því að brenna upp í hruninu. Hann seldi bréfin hálfum mánuði fyrir hrun. Baldur hefur krafist þess að málinu verði vísað frá og úrskurður um það liggur ekki fyrir. BALDUR OG EXETER-MENN ÁKÆRÐIR Ár slaufunnar 2011

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.