Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 28. desember 2010 15 Að mörgu leyti var árið sem nú er á enda ár hinna óleystu vanda- mála. Icesave-deilan var í hnút allt árið og í alþjóðlegum viðskiptum er Ísland ennþá í gjörgæslu, líkt og áframhaldandi gjaldeyrishöft eru til marks um. Þetta er nátengt því að ekki er hægt að vænta þess að íslensk fyrirtæki njóti trausts erlendis fyrr en búið er að ganga frá eftirmálunum af gjaldþroti íslensku bankanna. Annar fortíð- ardraugur frá góðærinu, einka- væðing orkufyrirtækja, hefur ásótt stjórnvöld allt árið og sér enn ekki fyrir lausn þess máls. Fá mál eru líklegri til að reka fleyg í stjórnar- samstarfið – nema helst áframhald- andi ágreiningur um ESB-umsókn – en Magma-málið er þó enn hægt að leysa og líklega eru flestir kjós- endur stjórnarflokkanna sammála um þær áherslur að vinda beri ofan af þessari einkavæðingu. Ýmislegt fleira hefur valdið von- brigðum. Lítill áhugi almennings á kosningum til stjórnlagaþings og hin dræma kjörsókn (einungis 35%) bendir til þess að það hafi ekki verið rétt greining á vanda þjóðarinnar að benda sérstaklega á stjórnar- skrána og að stjórnlagaþingið sem kosið var til í nóvember sé ekki það sem almenningur hefur beðið eftir. Þetta þarf ekki að koma á óvart ef við viljum læra af reynslu annarra þjóða. Fyrir um tveimur áratug- um reyndu margir að kenna kosn- ingakerfinu á Ítalíu um landlæga spillingu þar í landi. Kerfinu var breytt en ekkert breyttist og Ítal- ir hafa setið uppi með Berlusconi í tæpa tvo áratugi. Það skiptir þannig máli að greina vandamálin rétt því að röng greining á þeim sóar bæði tíma og peningum auk þess sem að hin raunverulegu vandamál fá ekki næga athygli. Á hinn bóginn hefur margt þróast betur á árinu 2010 en vænta mátti og gefur það góðar vonir um við- snúning á árinu 2011. Í fyrsta lagi er verðbólga nú komin niður fyrir 2,5% og hefur ekki verið lægri í sjö ár. Þetta gefur stjórnvöldum tæki- færi til afnema verðtrygginguna sem yrði byltingarkennd aðgerð í íslensku efnahagslífi. Þá hefur þróun í ríkisfjármálum orðið hag- stæðari en búist var við í upphafi ársins. Í ljósi þess að helmingur íslenskrar fjölmiðlaumræðu snýst um að kvarta yfir skattahækkun- um en afgangurinn eru umkvartan- ir yfir niðurskurði þá hlýtur betri staða ríkisfjármála að vera fagn- aðarefni. Meira máli skiptir þó að reynt hefur verið að dreifa skatt- byrðinni þannig að tekjulægstu hóparnir þurfi að taka minna á sig en hinir tekjuhærri og niður- skurðurinn til velferðarmála er langmestur. Hér er athyglisvert að bera saman frammistöðu ríkis og ýmissa sveitarfélaga, t.d. Reykja- víkurborgar. Þar eru enn ríkjandi kredda frá góðæristímanum um að ekki megi hækka útsvarið en þess í stað er verið að skera niður í leik- skólunum. Nokkrar breytingar til bóta hafa orðið á umgjörð ríkisvaldsins á árinu, einkum á sviði mannréttinda- mála. Breyttar reglur um skipan dómara draga úr valdi eins ráðherra á þessu sviði og er það raunverulegt skref til að draga úr samþættingu framkvæmdavalds og dómsvalds. Þá var hjúskaparlögum breytt á þann hátt að Ísland er skyndilega í fararbroddi ríkja þar sem fólki er ekki mismunað fyrir það eitt að vilja eiga maka af sama kyni. Hér skiptir breyttur þingmeirihluti verulegu máli þó að ofmælt sé að kalla ríkisstjórnina „hreinræktaða vinstristjórn“ eins og sumir stjórn- málafræðingar gera. Eftir stendur að stefna ríkisstjórnarinnar á mál- efnum innflytjenda hefur ekki tekið nógu róttækum breytingum frá því sem áður tíðkaðist. Varla getur nokkur stuðnings- maður ríkisstjórnarinnar verið almennt sáttur við það hvernig til hefur tekist á árinu. Það vantar félagslega valkosti í bankakerfinu, viðskiptalífinu og húsnæðiskerf- inu, svo nokkur dæmi séu tekin. Efnahagurinn er grundvöllur allra umbóta og til langs tíma er jákvætt að ríkisfjármálin séu að ná jafn- vægi fyrr en ætlað hafði verið, að vextir fari stöðugt lækkandi og að ríkisstjórnin hafi getað rekið sína stefnu í samvinnu við Alþjóðagjald- eyrissjóðinn en án þess að lúta vald- boði hans. Til lengri tíma litið þarf þó meiri og róttækari breytingar ef Ísland á ekki að sigla aftur í sama far og fyrir hrunið. Í byrjun sérhvers dags skyldi hugað að endanum. Með þeim orðum læt ég hér staðar numið. Árið 2010 Sverrir Jakobsson Sagnfræðingur Í DAG Íslendingar hampa oft uppruna sínum frá víkingum. Óvíst er hvort margir landnámsmanna höfðu verið í víking í alvöru. En í lífsmáta víkinga örlar varla á heimspeki né húmanisma. Gott væri að losa sig við það orð sem á okkur liggur, að við séum af vík- ingum komin. Slík var grimmd þeirra og villimennska, og slíkur var skortur á heimspeki og húm- anisma hjá þeim. Árásin á Lind- esfarne árið 793: múnkar klaustursins yfir bókum sínum flytja þakkargjörð skapara sínum, í aðdáun og góðvild. Nú hafa læðst að klaustrinu vopnaðir menn – skyndilega stökkva upp 60 hrottar með öskrum og orgi: Drepum, drepum! Og ráðast á óviðbúna múnkana: Drepum, drepum!! orga þeir. Og brytja þá niður hlífðarlausa. Og svo hrósa þeir sér af þessu víkingarnir. Og afkomendur hampa þessu sem afrekum. Víkingar hafa að líkindum verið huglausir – samskonar flokka- árásir nota hýenur – en ránseðl- ið keyrir þá áfram og græðgin. Ja þvílík afrek! (óviðeigandi er orðið kúltúr yfir þvílíka bleyði- mennsku). Svo spinna þeir upp sögur um drengskap og göfgi. Afkomendur landnámsmanna unnu þó afrek sem maður getur verið stoltur af. Þeir skrifuðu bókmenntir og þeir sigldu til land- könnunar. Gott væri að ítreka þá minningu. Mætti reisa á Lækjar- torgi mynd-skúlptúr sem minnti á ritun sagna og landkönnun. Það vantar einmitt í miðju Reykjavíkur eitthvert auðkenni það sem ferðamenn okkar geti miðað við – auðkenni sem sé það áberandi að allir átti sig á því. Nú er stað- an sú, að búi tveir ferðamenn hvor á sínu hótelinu þá vita þeir ekki hvar þeir geti mælt sér mót – ekkert örnefni er til í mið-Reykjavík nægi- lega þekkt til þess, enginn staður nægi- lega þekktur né áber- andi til þess. Legg til að skúlpt- úr verði reistur á Lækjartorgi, mætti tákna ritandi hönd, eða sýna seglskip, helst hvort tveggja. Skúlptúrinn skagi dáldið hátt upp svo sjáist langt að; efnið í mynd- ina sé ekki massi, en minni held- ur á strik. Beita má nýrri tækni: ljósi, breytileika, hreyfingu. Ritandi hönd. Auðkennistákn Reykjavíkur. Writers and Seafar- ers. (Hefðum auðvitað átt að hafa torg í miðju borgar). Auðkennistákn í Reykjavík Pistill Valgarður Egilsson læknir Legg til að skúlptúr verði reistur á Lækj- artorgi, mætti tákna ritandi hönd, eða sýna seglskip, helst hvort tveggja … Varla getur nokk- ur stuðningsmað- ur ríkisstjórnarinnar verið almennt sáttur við það hvernig til hefur tek- ist á árinu. Þórsmörk parka úlpurnar eru komnar í allar verslanir 66°NORÐUR. NÝR LITUR: Takmarkað magn ÞÓRSMÖRK parka 70/30 gæsadúnfylling. Þolir frost niður í – 25°C. Þvottabjarnaskinn á hettu sem hægt er að smella af. Þrenging um snúrugöng í mitti og faldi. 5.000 mm vatnsheldni. Tveggja sleða rennilás að framan með ytri stormlista.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.