Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 16
 28. desember 2010 ÞRIÐJUDAGUR Ástkær móðursystir okkar, Gyða Jónsdóttir, Kleppsvegi 2, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 29. desember klukkan 13.00. Skúli Már Sigurðsson Gísli Jón Sigurðsson Örn Sigurðsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ástríður Oddbergsdóttir frá Ási í Nesjum, lést á Hjúkrunarheimili HSSA þann 22. desember. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju þann 29. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjúkrunarheimili HSSA. Þökkum auðsýnda samúð. Ásdís Marteinsdóttir Gísli Eymundur Hermannsson Hrollaugur Marteinsson Sigríður Elísa Jónsdóttir Anna Elín Marteinsdóttir Árni Sverrisson barnabörn og þeirra fjölskyldur. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eigimanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Þórhalls Magnússonar, fv. flugstjóra, Asparási 6, Garðabæ, Hafdís Guðbergsdóttir Guðberg Þórhallsson Sigrún Stefánsdóttir Hulda Þórhallsdóttir Jóhann Kristinsson barnabörn og barnabarnabarn. Elsku systir okkar, Guðríður Sigurðardóttir Florida, Bandaríkjunum, lést þann 29. nóvember sl. Bálför hefur farið fram. Kveðjustund verður í Keflavíkurkirkju fimmtu- daginn 30. desember kl. 15.00 og síðan jarðsett í Hólabergskirkjugarði. F.h. aðstandenda, Sigurður Úlfar Sigurðsson Ólöf Sigurðardóttir Ásta Rán Sigurðardóttir Elskulegi maðurinn minn, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, Erling Sigurlaugsson bifvélavirkjameistari, Nesbala 3, Seltjarnarnesi, lést þriðjudaginn 21. desember. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju, fimmtudaginn 30. desember nk. kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin á Íslandi. Halldóra Sigurgeirsdóttir Reynir, Rúnar, Ingilaug Erlingsbörn, Jóhann Kjartansson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Elín Jónsdóttir Dungal, Grensásvegi 58, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 15. desember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 29. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Þorvaldsson Vallý Helga Ragnarsdóttir Steinunn Kr. Þorvaldsdóttir Finnur Geirsson Hilmar Á. Hilmarsson Guðfinna M. Sævarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Þóra Sigurgrímsdóttir, Grænumörk 5, Selfossi, áður Heiðarbrún, Stokkseyri, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands að morgni 24. desember. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 13.00. Sveinbjörn Guðmundsson Jóhann Sveinbjörnsson Ólöf Bergsdóttir Einar Sveinbjörnsson Kristín Friðriksdóttir Bjarki Sveinbjörnsson Sigrún Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðni Ágústsson, Keilufelli 20, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 16. desember á Landspítalanum Fossvogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ólafía Þorsteinsdóttir Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is 56 DENZEL WASHINGTON leikari er 56 ára.„Heppni er þegar tækifæri kemur upp í hendurnar á fólki og það er tilbúið að grípa það.“ Merkisatburðir 1887 Bríet Bjarnhéðinsdótt- ir flytur fyrst kvenna hér- lendis opinberan fyrir- lestur í Góðtemplarahús- inu í Reykjavík, um „Kjör og réttindi kvenna“. 1894 Ofsaveður gerir af vestri með allmiklum skaða, miklu sjávarflóði og haf- róti í Reykjavík. 1965 Eyja rís úr hafi skammt frá Surtsey og er nefnd Jólnir vegna þess að goshrinan hófst á annan í jólum. 1983 Vogur, sjúkrastöð SÁÁ við Grafarvog, tekur til starfa. „Skólaljóð er dýrgripur sem geym- ir úrval bestu ljóða færustu skálda þjóðarinnar fram yfir miðja síðustu öld. Því er vonandi að sem flestir njóti hennar nú þegar hún er aftur orðin fáanleg,“ segir Ingibjörg Ásgeirs- dóttir, forstjóri Námsgagnastofnunar, sem í tilefni af 30 ára afmæli stofnun- arinnar hefur endurútgefið Skólaljóð á ný, en bókin hefur verið ófáanleg í rúma tvo áratugi. „Í gegnum tíðina hefur oft verið rætt um að gefa út Skólaljóðin aftur en útgáfa þeirra hefur ekki þótt aðkallandi og alltaf annað sem hefur haft forgang í þröngum fjárveiting- um. Útgáfan nú er því hálfpartinn lúxusverkefni og sannkölluð afmælis- gjöf, enda alltaf verið mikil eftirspurn og söknuður eftir Skólaljóðunum, og margir sem tekið hafa ástfóstri við bókina,“ segir Ingibjörg um Skóla- ljóðin sem flestum er ógleymanleg sem þykkur doðrantur í blárri kápu og myndskreytt stórkostlegum teikn- ingum Halldórs Péturssonar. Skólaljóð komu fyrst út 1964 og var mörgum sinnum endurprentuð þar til hætt var að gefa hana út 1976. „Nýja útgáfan er algjörlega óbreytt, með upprunalegri stafsetningu, ljóð- um og framsetningu, en færð voru inn dánarár þeirra skálda sem lát- ist hafa frá síðustu útgáfu bókarinn- ar. Þá voru áður fyrr gefnar út skýr- ingar við Skólaljóð sem nú má finna á vef Námsgagnastofnunar, www.nams. is,“ segir Ingibjörg sem einnig skrifar nýjan formála í Skólaljóð nú. Ingibjörg kannast vel við háværa jafnréttisumræðu á tímabili vegna fárra kvenskálda í Skólaljóðum. „Og víst eru skáld bókarinnar allir karl- ar utan tveggja kvenna, en við því er lítið að gera því þannig var lífið fyrr á tímum þegar karlar ortu ljóð á kostnað tímaskorts kvenna,“ segir Ingibjörg. Hún segir marga tengja dramat- ískar teikningar Halldórs við gömlu Skólaljóðin, enda hafi þær hjálpað börnum að læra þung ljóð utanbókar. „Teikningarnar sitja í þeim sem lærðu á bókina. Þetta var bogið fólk, einhver sem sat einsamall og hnípinn, Skúli á fleygiferð á Sörla, Erla góða Erla í vöggunni sinni, kerlingin með sálina hans Jóns míns í poka og annað sem kveikti tilfinningar sem hjálpuðu minni barna. Bókin er því einstök en vissulega barn síns tíma því í henni er ekkert borgarlandslag heldur íslenskt sveitalíf, blóm, hestar, fjöll og náttúra í öndvegi,“ segir Ingibjörg um Skóla- ljóð sem nú þegar hafa verið pöntuð í marga skóla landsins. „Strax fyrstu dagana fór bókin út í skólana í 1.400 eintökum. Skólastjór- ar vilja enda að hún sé til í skólunum þótt eftir eigi að koma í ljós hvern- ig hún verður notuð. Eftir að útgáfu Skólaljóða var hætt 1976 voru gefnar út þrjár minni ljóðabækur fyrir þrjú mismunandi skólastig grunnskólanna og eflaust henta þær enn betur til kennslu ákveðinna skólastiga. Gömlu skólaljóðin má hins vegar nota með- fram og á bókasöfnum, og svo eru margir sem vilja eignast þessa bók þótt orðnir fullorðnir séu því hún er fagurt uppflettirit ljóða og dýrgripur á hverju heimili.“ thordis@frettabladid.is NÁMSGAGNASTOFNUN: ENDURÚTGEFUR SKÓLALJÓÐ Á 30 ÁRA AFMÆLI SÍNU Bók sem margir hafa saknað DÝRGRIPUR Hér situr Ingibjörg Ásgeirsdóttir forstjóri Námsgagnastofnunnar í góðu yfirlæti við notalegan lestur Skólaljóðanna góðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.