Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 28
 28. DESEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● fl ugeldar ● KEPPT UM BESTU SÝNINGUNA Keppni í flug- eldasýningum er haldin í þó- nokkrum löndum. Virtasta flug- eldakeppnin er Montréal-flugel- dahátíðin sem er haldin árlega í Montréal í Kanada. Önnur stórkostleg keppni kallast Le Festival d’Art Pyrot- echnique og er haldin hvert sumar í Côte d’Azur í Frakklandi. „The World Pyro Olympics“ er einnig árviss keppni framleið- enda flugelda í heiminum. Hún er haldin í Manila á Filippseyj- um og er ein stærsta og lengsta flugeldakeppni heims. HORFI Á BRENNUNA ÚR BÍLNUM Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, fer alltaf á brennu á gamlárskvöld, nema hvað hún stígur aldrei út úr bílnum. „Öll fjölskyldan mín er að spila í lúðrasveitinni Brak og brestir sem spilar hver áramót við brennuna í Mosfellsdal,“ segir Diddú. „Ég hins vegar horfi bara á úr bílnum og hef það notalegt á meðan aðrir blása.“ Á gamlárskvöld syngur Diddú meðal annars nýárslög fyrir látna ástvini í kirkjugarðinum og endar svo heima með vinum og vandamönnum. Kvöldið kórónar svo Örn Árnason sem þekktur er fyrir allt annað en hófsemi er kemur að rakettum. TÍU TIL FIMMTÁN KAMPAVÍNSFLÖSKUR „Einu brennurnar sem ég fer á eru þjóðhátíðarbrennur, svo svarið er nei,“ segir Egill „Gillz“ Einarsson rithöfundur og einkaþjálfari. Áramótunum nú eyðir Gillz í faðmi fjölskyldunnar, eins og síðastliðin ár. „Það er engin ástæða til þess að breyta sigurformúlu. Ég verð heima hjá mági mínum Gunnleifi Gunnleifssyni með familíunni. Þar verð ég að drita upp tertunum og þamba svona tíu til fimmtán kampavínsflöskur. Ég er mjög hrifinn af þessari rútínu.“ DÓTTIRIN HEFUR GAMAN AF BRENNUNNI Landsliðsþjálfari kvenna, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, eyðir áramótun- um með fjölskyldunni og einn af föstum liðum gamlárskvölds er að fara á brennu. „Við höfum verið að fara út á Geirsnef eða á brennu hér í Salahverfi í Kópavogi því litlu dóttir minni finnst voða gaman að fara. Annars er þetta frekar hefðbundið, góður matur, áramótaskaupið og flugeldar. Ég er reyndar ekki mjög stórtækur í þeim en hef gaman af því að horfa á hina. Svo er oft gripið í spil. Fyrir mér er þetta fjölskyldu- kvöld og nýt ég þess að eyða tíma með fjölskyldunni,“ segir Sigurður. ALDREI NEIN HÓFSEMI Á GAMLÁRSKVÖLD „Við í Ásatrúarfélaginu reynum að halda upp á allt sem hægt er að hald upp á og áramótin eru partur af því,“ segir Hilmar Örn Hilmarsson allherjargoði sem fer, og hefur farið, á áramótabrennu á Álftanesinu á gamlárskvöld síðan hann fluttist þangað. „Jólin hjá ásatrúarfólki eru lengri en hjá öðrum, við byrjum á sólstöðunum og endum svo í jan- úar og áramótin eru hluti af þeim.“ „Ég held upp á áramótin eins og aðrir landsmenn, á yfirgenglegan hátt,“ segir Hilmar Örn og hlær. „Það hefur aldrei verið sýnd nein hófsemi á gamlárskvöld enda engin ástæða til þess.“ ÆTLAR ÞÚ Á BRENNU UM ÁRAMÓTIN? Eingön gu tertur ! Kóngurinnverður á staðnum! Opnunartímar: Þriðjudagur 28.des 10-22 Miðvikudagur 29.des 10-22 Fimmtudagur 30.des 10-22 Gamlársdagur 31.des 10-16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.