Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 28. desember 2010 3 „Hann ráðlagði mér að fara að æfa líkamsrækt en það má kannski segja að ég hafi fyrst endurheimt fyrri lífsorku og gleði þegar ég fór að æfa spinning,“ segir Arndís, sem hafði litla sem enga reynslu af líkamsrækt og íþróttum en fann samstundis á sér mun eftir að hún lagði út á þá braut. „Enda var ég brátt farin að verja miklum hluta frítíma míns, kannski einum of, í líkamsrækt og fjallgöngur,“ segir hún og hlær dátt og bætir við að henni hafi svo tekist að smita fjölskylduna, bónda og þrjú börn, af dellunni. Svo góða takta sýndi Arndís að eftir því var tekið á líkams- ræktarstöðinni þar sem hún æfði og ekki leið á löngu þar til henni bauðst starf. „Rekstrarstjórinn bað mig um að taka að mér spinn- ing-kennslu. Ég sagði þvert nei í fyrstu, treysti mér bara ekki að standa frammi fyrir hópi af fólki og gefa skipanir,“ rifjar hún upp. Arndís lét þó að lokum tilleiðast og gekk svo ljómandi vel að innan skamms var hún farin að starfa sem fullgiltur spinning-kennari og kennir nú í Lillestrøm Arena í Lillestrøm tvisvar til þrisvar í viku. „Og ég dýrka alveg starfið mitt og líður dásamlega úti!“ Fjölskyldan er nú stödd hér- lendis þar sem hún ætlar að slaka á í faðmi vina og vandamanna fram yfir áramót. Slökun er þó kannski ekki rétta orðið þar sem Arndís ætlar að kenna spinning í World Class meðan hún er á land- inu. „Ég hafði samband og bauð fram krafta mína og þeim leist svo vel á að ég verð með opna spinning-tíma í dag og á fimmtu- dag klukkan 18 og í fyrramálið klukkan 6.30. Þetta verður svo- lítið öðruvísi en Íslendingar eiga að venjast en mjög skemmtilegt,“ segir Arndís og minnir fólk á að mæta í góðum skóbúnaði. roald@frettabladid.is Sum heilsufarsvandamál eru algengari en önnur yfir vetrar- tímann. Þau sem liggja í augum uppi eru kvef og flensa. Fleiri vágestir geta þó bankað upp á. Þekkt heilsufarsvandamál er tengjast vetri hér á norðlægum slóðum eru skammdegisþung- lyndi og kvefpestir. Kuldi getur einnig reynst hjartveikum skað- legur og aukið hættuna á hjarta- áfalli, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar er birt var í British Medical Journal fyrir nokkrum mánuðum. Rannsóknin, sem var bresk, leiddi í ljós að þegar hitastig fellur aukast líkurnar á hjarta- áfalli. Þannig aukast líkurnar á hjartaáfalli um tvö prósent fyrir hverja gráðu sem hitastigið fell- ur niður. Hins vegar geta allar öfgar í hitastigi og breytingar, hvort sem er upp eða niður, hækkað blóð- þrýstinginn og þrengt að eðlilegu blóðflæði í æðum. - jma Heilsufar á veturna Bresk rannsókn hefur leitt í ljós að líkur á hjartafalli aukast þegar hitastig fellur. Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Viltu ná kjörþyngd og komast í form? TT námskeiðin okkar sívinsælu, frá toppi til táar, miðast við að veita konum leiðsögn um lífshætti sem skila árangri. Þau byggjast á áralangri reynslu og fela í sér leiðbeiningar um mataræði, líkamsbeitingu, fundi, vigtun og mælingar. TT námskeiðin standa yfir í sex vikur. Þrjá tíma í viku er stunduð markviss líkamsrækt sem eflir þol og styrk og tekur mið af einstaklingsbundinni getu. Vigtað er í hverjum tíma og mælingar gerðar þrisvar á tímabilinu. Fundur er haldinn einu sinni í viku. Við veitum persónulega þjónustu í notalegu umhverfi þar sem algjör trúnaður ríkir. Velkomin í okkar hóp!EFLIR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Innritun hafin á TT-námskeið í síma 581 3730 telpurS onuK r Staðurinn - Ræktin TT tímar í boði: 6:15 A mánu-, miðviku- og föstudagar 7:20 C mánu-, miðviku- og föstudagar 10:15 D mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 12:05 F mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 14:20 G mánu-, miðviku- og föstudagar 16:40 H mánu-, miðviku- og föstudagar Barnapössun 17:40 I mánu- og þriðjud, fimmtud 18:25 Barnapössun 18:40 J mánud, - miðvikud 19:25 og lau 8:30 18:25 TT3 Mánu- og miðvikud - (16-25 ára) NÁMSKEIÐUM FYLGIR FRJÁLS MÆTING Í TÆKJASAL Fundur fyrir alla flokka sunnudaginn 9. janúar kl. 17:00 Námskeið hefjast 9. janúar Framhald af forsíðu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.