Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 46
34 28. desember 2010 ÞRIÐJUDAGURBESTI BITINN Í BÆNUM „Við ætlum að fá hann til að koma – við erum að spá í næstu fiskidaga. Þá eru flestir hérna. Ég trúi ekki öðru en að margir hafi áhuga á að hlusta á hann,“ segir Björn Snorrason, fram- kvæmdastjóri Dalpay og varamaður í bæjar- stjórn Dalvíkurbyggðar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá hefur nafni Dalvíkur verið dreift í 60 milljón- ir farsíma um allan heim. Þó ekki með snjöllu markaðsbragði, heldur sem nafn á svokallaðri Java-sýndarvél sem er innbyggð í Android-far- símastýrikerfinu frá Google. Hugbúnaðarverk- fræðingurinn Dan Bornstein skrifaði Dalvik Java-sýndarvélina, en hann hefur mikinn áhuga á bænum og hefur komið þangað einu sinni. Björn hefur áhuga á að fá hann aftur til Dalvík- ur til að halda fyrirlestur. „Hann hefur verið með fyrirlestra um Android og við ætluðum að fá hann til að vera með strípaða útgáfu á mannamáli,“ segir Björn, sem á einnig sæti í atvinnumálanefnd sveitar- félagsins. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Bornstein mikinn áhuga á að heimsækja Dal- vík á ný. Hann er einnig liðtækur plötusnúður þannig að Björn veltir fyrir sér hvort hann slái upp balli í leiðinni. Fyrsta skrefið væri þó að fá hann til bæjarins á ný. „Ég hætti ekki fyrr en hann kemur,“ segir Björn að lokum. - afb Hætti ekki fyrr en Dan kemur til Dalvíkur DAN TIL DALVÍKUR Björn Snorrason hefur mikinn áhuga á að fá Dan Bornstein til Dalvíkur að flytja fyrirlestur um Android-símastýrikerfið. Bornstein ber ábyrgð á Dalvik Java-sýndarvélinni sem er innbyggð í kerfið. „Næsta ár lofar mjög góðu. Ég hlakka mikið til að komast út aftur og byrja,“ segir Árni Hjörv- ar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. Árni flutti til Bretlands fyrir þremur árum, en The Vaccines var stofnuð í ár. Hljómsveitin hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi þrátt fyrir að hafa aðeins sent frá sér eina smáskífu, Wreckin’ Bar (Ra Ra Ra)/Blow it Up, sem náði 157. sæti breska smáskífulistans. Fyrirhuguð er útgáfa á laginu Post Break-Up Sex í janúar og fyrsta breiðskífan er væntanleg í mars. Árni segir gríðarlega vinnu fram undan. „Öll þessi athygli kemur gíf- urlega snemma og setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Við erum ekki lengur að stjórna því sem er að gerast og þurfum að setja í fimmta gír til að viðhalda athygl- inni,“ segir Árni og bætir við að þrátt fyrir að fjölmiðlaathyglin sé jákvæð fylgi henni falskar vænt- ingar. „Allt í einu þurfum við að standast væntingar annarra í stað- inn fyrir að standast aðeins okkar eigin. Þetta er tvíeggjað sverð.“ Árni var liðtækur í tónlistar- bransanum á Íslandi áður en hann flutti til Bretlands og lék meðal annars á bassa með hljómsveit- unum Kimono og Future Future. Hann játar að gríðarlegur munur sé á bransanum hér heima og því sem hann er að upplifa erlendis, en The Vaccines er á mála hjá Col- umbia-útgáfurisanum. „Þetta er merkilegt. Breskur tónlistariðnaður er kallaður iðn- aður af ástæðu – það eru hundr- uð manna sem vinna að einstök- um verkefnum. Við gætum aldrei náð þessari athygli sem við höfum fengið ef það væri ekki fyrir hjálp frá ótrúlegasta fólki,“ segir hann. „Manni finnst að þetta eigi að ger- ast svo náttúrulega, en svo lítur maður bak við tjöldin og sér að það hefur aldrei gerst.“ Árið 2011 fer vel af stað hjá Árna og félögum í The Vaccines. Hljóm- sveitin er bókuð á tónleika þang- að til í október, hún verður ein af hljómsveitunum á sérstakri NME- verðlaunatónleikaferð í febrúar og er tilnefnd sem besta nýja hljóm- sveitin af sjónvarpsstöðinni MTV. Þrátt fyrir mikla athygli úr ýmsum áttum segir Árni þá félaga einbeita sér að því að halda sér á jörðinni og standast eigin væntingar. „Það er bara svolítið erfitt vegna þess að fólk kemur ekki endilega að sjá okkur vegna þess að það hefur heyrt góða hluti og langar að sjá hvort við séum góð hljóm- sveit – fólk er að spá í hvort við séum í besta hljómsveit í heimi eða ekki,“ segir Árni. „Það er erf- itt fyrir unga hljómsveit að stand- ast þær væntingar. En ef við ætlum að vera fastir í því þyrftum við sífellt að bregðast sjálfum okkur og það er ekki hægt að vinna þannig. Við verðum bara að gera okkar besta.“ atlifannar@frettabladid.is ÁRNI HJÖRVAR: VIÐ VERÐUM BARA AÐ GERA OKKAR BESTA Býr sig undir spennandi ár í breska tónlistarbransanum Kvikmyndin Brim fær góða dóma í bandaríska kvikmynda- tímaritinu Film Quarterly sem er með bækistöðvar sínar í Kaliforníu. Gagnrýnandi tímaritsins fór á Alþjóð- lega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í haust og þótti honum Brim í leik- stjórn Árna Ásgeirsson- ar besta íslenska mynd hátíðarinnar. „Brim er heillandi drama sem ger- ist um borð í fiskibáti. Erf- iðleika áhafnarmeðlimanna tengir maður óumflýjanlega við efnahagsástandið í land- inu. Þetta er vel leikin mynd og þrátt fyrir að vera byggð á leikriti tryggir örugg leikstjórn Ásgeirsson að verkið gengur upp á hvíta tjaldinu.“ Árshátíð Hamborg- arafabrikkunnar var haldin á annan í jólum. Simmi og Jói buðu starfsfólki sínu upp á nauta- steikur úr eldhúsi staðarins og stóð gleðin lengi fram eftir. Einn af hápunktum árshátíðar- innar var þegar Erpur Eyvind- arson og Friðrik Dór mættu á svæðið og tóku lagið. Enn og aftur þurftu Eyjamenn að gjalda fyrir óhagstæð skilyrði í Land- eyjahöfn á sunnudag. Ingó og Veðurguðirnir áttu að koma fram á dansleik í Vestmanna- eyjum, en komust hvorki lönd né strönd þar sem ferð Herjólfs var felld niður og ekki var flogið þennan dag. Var þetta í annað skipti á árinu sem veður- guðirnir koma í veg fyrir að Veðurguðirnir leiki fyrir dansi í Eyjum. Eyjamenn dóu þó ekki ráðalausir, því hljómsveitin Tríkot hljóp í skarðið og bjargaði þannig dansþyrstum eyjarskeggjum. - fb, hdm, afb FRÉTTIR AF FÓLKI „Það myndi vera beygla með sólosti og kaffi á Kaffitári. Ég fer þangað nánast á hverjum degi.“ Eygló Hilmarsdóttir, leikkona í Gaura- gangi. „Við erum að skoða þetta á fullu. Ef allt heppnast viljum við fara þarna inn,“ segir Grímur Atlason, skipu- leggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Svo gæti farið að hátíðin verði að hluta til hald- in í nýja tónlistarhúsinu Hörpu á næsta ári. Þar með myndi Harpa bætast í hóp tónleikastaða á borð við Nasa, Listasafn Reykjavíkur, Iðnó og Sódómu Reykjavík sem hafa hingað til hýst Airwaves. Að sögn Gríms verður ákveð- ið á nýju ári hvort Harpan verði næsti viðkomustaður hátíðarinn- ar. „Við fórum þangað og skoðuð- um. Salirnir komu dálítið á óvart. Þeir eru dálítið flottir, sérstaklega hliðarsalirnir. Þeir eru mjög stór- ir og góðir og gætu gert lukku,“ segir hann. Salirnir taka annars vegar 1.500 manns standandi og hins vegar rúmlega 1.000 manns og því um stór rými að ræða sem gætu nýst Grími og aðstoð- arfólki hans vel. „Við verð- um kannski ekki þarna klukkan þrjú um nótt- ina en með þessu væri hægt að fjölga aðeins áhorfendum, sem er mikilvægt fyrir okkur rekstrarlega séð.“ Forsvarsmenn Hörpunnar vilja að sem flestar tónlistar- stefnur fái að njóta sín í húsinu, þar á meðal popp- og rokktónlist, og yrði koma Airwaves-hátíðarinn- ar þangað því til að undir- strika þann vilja. Spurður hvers konar flytjendur myndu fá að spreyta sig í Hörpunni segir Grímur ekk- ert ákveðið um það. Sænska söngkonan Robyn, sem söng í Listasafni Reykja- víkur í haust, hefði þó vel getað sómt sér þar að hans mati. „Það hefði verið gaman að hafa hana í aðeins stærri húsi.“ - fb Vilja Airwaves-hátíð í Hörpu GRÍMUR ATLASON Grímur vonast til að Airwaves-hátíð- in verði haldin í Hörpunni á næsta ári. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Má bjóða ykkur meiri Vísi? ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI Meiri Vísir. m.visir.is Fáðu Vísi í símann og iPad! Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. Í HEIMSÓKN Árni Hjörvar er í stuttri heimsókn á Íslandi, en heldur til Bretlands 5. janúar og fer á fullt með hljómsveit sinni The Vaccines. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.