Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 8
 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Verðtryggð skuldabréf Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. LSS 08 1 Lánasjóður sveitarfélaga ohf. (LSS), kt. 580407-1100, hefur birt lýsingu vegna töku skuldabréfa til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. Lýsingin samanstendur af tveimur skjölum, verð- bréfalýsingu dagsettri 29. desember og útgefandalýsingu dag- settri 6. júlí 2010. Lýsinguna og gögn sem vitnað er til í henni er hægt að nálgast hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á heimasíðu Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. www.lanasjodur.is. Nafnverð útgáfu: Heildarnafnverð skuldabréfanna sem óskað hefur verið að tekin verði til viðskipta 30. desember 2010 er 980.000.000 kr., heildarnafnverð flokksins eftir þá stækkun er þá 5.980.000.000 kr. Nafnverð hverrar einingar er 10.000.000 kr. Skilmálar bréfanna: Skuldabréfin eru verðtryggð og er verðtryggingin bundin vísitölu neysluverðs (VNV). Greitt er af bréfunum með jöfnum afborgunum hálfsárslega, 26. mars og 26. september ár hvert. Bréfin bera fasta 5,3% ársvexti sem greiddir eru hálfsárslega, 26. mars og 26. september ár hvert. Fyrsti vaxtagjalddagi var 26. september 2008 en vextir reiknast frá og með útgáfudegi skuldabréfanna þann 26. mars 2008. Lokagjalddagi skuldab- réfanna er 26. mars 2034. Auðkenni flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er LSS 08 1 og ISIN númer IS0000017622. Reykjavík, 29. desember 2010. Lánasjóður sveitarfélaga ohf. kg 25 SEK 2 4 6 Bláar fallegar kúlur sem skjótast upp og springa. Niður fellur rautt regn með brestum og silfurlituðum stjörnum. Mögnuð kaka. 2 Notaðir bílar · Kletthálsi og Laugavegi 174 · Umboðsmenn um land allt · www.hekla.is · Sími: 590-5040 · Opið virka daga 10–18. TILBOÐIÐ GILDIR AÐEINS Í DAG OG Á MORGUN! LOKAÐ Á GAMLÁRSDAG AÐ VERÐMÆ TI 27.900 KR. Öflug bardagaterta frá björgunarsveitinni Ársæli fylgir öllum notuðum bílum hjá okkur til áramóta. Flugeldasýning fylgir! FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir. FÍLABEINSSTRÖNDIN, AP Sendinefnd Vestur-Afríkuríkja hefur skorað á Laurent Gbagbo, forseta Fíla- beinsstrandar- innar, að hlíta kosningaúrslit- um og víkja úr sæti nú þegar. Mikil óvissa hefur ríkt í landinu síðustu vikur eftir að Gbagbo neit- aði að viður- kenna tap fyrir Alassane Ouattara. Sá hefur stuðning allra nágrannaríkja og alþjóðasamféagsins, en 173 hafa látist í átökum öryggissveita Gbagbos og stuðningsmanna Ouattarra. Afríkuríkin hóta hernaðar- íhlutun, en Nígería er sterkasta herveldi svæðisins. - þj Deilur á Fílabeinsströndinni: Skora á Gbagbo að víkja strax LAURENT GBAGBO FÉLAGSMÁL Rekstur Sólheima í Grímsnesi verður með óbreyttu sniði út janúar hið minnsta sam- kvæmt bráðabirgðasamkomu- lagi sem stjórnendur Sólheima og bæjaryfirvöld í Árborg náðu í gær. Nota á jan- úarmánuð til að reyna til þraut- ar að semja um framhaldið. „Það er hægt að leysa þetta mál, og það er hægt að gera það þannig að allir geti borið höf- uðið hátt eftir það. Við munum fara í þetta mál til að leysa það hratt og vel og af ábyrgð,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmda- stjóri Sólheima í Grímsnesi. Árborg mun greiða um 23 millj- ónir króna til reksturs Sólheima í janúar samkvæmt því samkomu- lagi sem náðist í gær. Guðmundur segist vongóður um að samkomulag takist eftir fund með framkvæmdastjóra Árborgar fyrir hádegi í gær. Stjórnendur Sól- heima munu eftir sem áður leggja höfuðáherslu á að íbúar fái þá þjón- ustu sem þeir eigi rétt á, og að sér- stöðu Sólheima verði viðhaldið, segir hann. „Við fórum yfir þá þætti sem þarf sérstaklega að ræða í samninga- viðræðunum, og vorum nokk- uð sammála um hvaða þættir það væru,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélags- ins Árborgar. Hún segir mánuð ekki langan tíma til að ná samkomulagi, en reynt verði að láta þann tíma duga. Aðspurð segir hún ekki hægt að úti- loka að bráðabirgðasamkomulagið verði framlengt ef þurfa þyki. Stjórnendur Sólheima hafa gagn- rýnt ríkið harkalega í tengslum við flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga nú um áramótin. „Það sem gerir þessa stöðu flóknari er að við erum með erfiða drauga í farteskinu sem löggjafinn hefði með réttu átt að leysa áður en þess- ar breytingar væru gerðar,“ segir Guðmundur. Þar segist hann eiga við þjón- ustumat fyrir íbúa sem liggur til grundvallar því hvaða þjónustu íbúar eiga rétt á. Það mat sem nú sé notast við sé átta ára gamalt en ætti að uppfæra árlega. „Við vildum að ríkið leysti þetta mál svo íbúar hér fengju þá þjón- ustu sem þeir eiga rétt á. Það lánað- ist ekki, og nú þurfum við að ganga á Árborg með að leysa vanda sem ríkið hefði átt að leysa,“ segir Guð- mundur. brjann@frettabladid.is Samið um rekstur Sólheima út janúar Reynt verður til þrautar að ná samkomulagi við Sveitarfélagið Árborg um rekst- ur Sólheima í Grímsnesi fyrir lok janúar. Erum með erfiða drauga í farteskinu segir framkvæmdastjóri Sólheima. Hann segist vongóður um að lausn finnist. ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR GUÐMUNDUR ÁRMANN PÉTURSSON SÓLHEIMAR Deilt hefur verið um framtíð Sólheima í Grímsnesi eftir að ákveðið var að færa málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það sem gerir þessa stöðu flóknari er að við erum með erfiða drauga í farteskinu sem löggjafinn hefði með réttu átt að leysa… GUÐMUNDUR ÁRMANN PÉTURSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SÓLHEIMA VIÐSKIPTI Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka á enn í viðræðum við valda fjárfesta vegna sölunnar á kjöl- festuhlut í Högum. Iða Brá Bene- diktsdóttir, forstöðumaður sam- skiptasviðs Arion banka, segir að gera megi ráð fyrir að viðræðurn- ar standi til loka janúar. Formlegt söluferli Haga hófst 18. október síðastliðinn, en í fyrsta hluta þess var boðinn til sölu 15 til 29 prósenta kjölfestuhlutur í fyrir tækinu. Um miðjan nóvem- ber höfðu tíu fjárfestar skilað inn tilboðum og í desember segir Iða að valið hafi verið úr þeim hópi til áframhaldandi viðræðna. Ekki hefur verið gefið upp við hversu marga er rætt. Í fyrsta hluta sölu- ferlisins er fjárfestum jafnframt gefinn kostur á að leggja fram til- boð í allan hlut bankans í högum, sem nemur 99,5 prósentum af úti- standandi hlutum í félaginu. Í sölulýsingu Arion banka frá því í október kemur fram að áformað sé að taka hlutabréf í Högum til viðskipta í Kauphöll Íslands (Nas- daq OMX Iceland), en að fagfjár- festum og almenningi bjóðist að kaupa hluti í félaginu í aðdraganda þeirrar skráningar. - óká HAGKAUP Hagar er verslunarfyrirtæki sem á Hagkaup, Bónus, Útilíf og fleiri verslanir, auk innkaupafyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka á enn í viðræðum við fjárfesta vegna sölu Haga: Niðurstöðu að vænta í janúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.