Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 50
MARKAÐURINN 29. DESEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR12 Í kjölfar bankahrunsins haustið 2008 og þeirra efnahagserfiðleika sem Íslending-ar hafa gengið í gegnum síðan hafa marg-ir beint sjónum sínum að nýsköpunar- fyrirtækjum sem framtíð íslensks atvinnu- lífs. Stór íslensk fyrirtæki eins og Össur, Marel og CCP hafa varðað veginn en langur tími getur liðið frá því að fyrirtæki er stofn- að þar til það hefur náð fótfestu með traustu tekjustreymi. Fréttablaðið fór á stúfana og kannaði hvað er á seyði í heimi íslenskra sprotafyrirtækja. Hverju skilar þessi geiri til íslensks samfélags og hvað þarf að ger- ast til að klasi stöndugra nýsköpunarfyrir- tækja geti orðið ein af meginstoðum íslensks atvinnulífs? HVERJU SKILA SPROTA FYRIR TÆKI? Hugverkaiðnaðurinn nýtur sérstöðu í at- vinnulífinu að því leyti að honum eru fáar skorður settar. Meðan fiskveiðar takmark- ast af fiskinum í sjónum og álframleiðsla af nothæfum virkjunarkostum takmarkast hug- verkaiðnaðurinn eingöngu af hugmyndaflug- inu. Þess vegna telja margir að nú þurfi að leggja áherslu á nýsköpun og frumkvöðla- starfsemi. Kostir slíkrar starfsemi eru þó nokkrir. Til að mynda benda rannsóknir til þess að ný lítil og meðalstór fyrirtæki séu ábyrg fyrir mjög stórum hluta nýrra starfa til dæmis í Evrópusambandinu. Flest sprotafyrirtæki búa til vörur eða þjónustu sem ætlaðar eru til sölu á alþjóða- markaði. Því er eftir miklu að slægjast í út- flutningstekjum ef vel tekst til. „Meira og minna öll fyrirtæki sem eru í uppbyggingu um þessar mundir eru að ráðast á alþjóða- markað og selja íslenska vöru, oft á tíðum í formi hugbúnaðar, sem eru hreinar útflutn- ingstekjur,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Medizza. Í sama streng tekur Helga Valfells, framkvæmdastjóri Ný- sköpunarsjóðs, sem segir sprotafyrirtæki skapa störf, gjaldeyristekjur og þekkingu auk þess að valda fjölbreytni í atvinnulífinu. Þá bendir hún á að flest þessi fyrirtæki séu að þróa nýja tækni og þar með skila af sér vísindalegri arfleið, þó fyrirtækin komi að lokum út á núlli þá stendur eitthvað eftir. Að lokum hrífast margir af þeirri bjart- sýni og orku sem oft fylgir nýsköpunar- fyrirtækjum. Frumkvöðlar þurfa að vera tilbúnir að taka áhættu og fylgja hugmynd- um og hugsjónum sínum eftir af krafti og til þess þarf ákveðna manngerð. Spurður hverju nýsköpunar fyrirtæki skili til samfélagsins segir Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks: „Fyrst og fremst finnst mér þau skila ákveðinni bjartsýni sem ég held að við þurfum sárlega á að halda í þjóðfélaginu í dag.“ UMHVERFIÐ Á ÍSLANDI Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að mikil gróska sé í heimi sprota fyrirtækja hérlendis. Íslendingar þykja almennt fram- sæknir og duglegir við að stofna fyrirtæki en margir telja enn ýmislegt vanta upp á þegar kemur að stuðningi hins opinbera við þenn- an hluta atvinnulífsins. Aðgengi að fjármagni virðist vera nægi- legt hér innanlands fyrir fyrirtæki með mikla vaxtarmöguleika en erfiðara er fyrir sprotafyrirtæki að fá almenn rekstrarlán og jafnframt fyrir lítil fyrirtæki að fá milli- göngu frá bönkunum. Lágt gengi krónunn- ar hefur hjálpað til á undanförnum misser- um auk þess sem þau nýsköpunarfyrirtæki sem byggð hafa verið upp á undanförnum árum njóta þess flest að vera lítið skuld- sett. Það sem helst þykir standa í vegi fyrir stofnun og framgangi sprotafyrirtækja er skortur á ákveðinni þekkingu í þessum geir- um og þau almennu vandamál sem íslensk fyrirtæki glíma við nú um stundir. „Vanda- mál allra fyrir tækja hér er að við erum með bankakerfi sem veitir ekki eðlilega þjónustu. Ímynd landsins hefur skaðast og við eigum því erfitt með að eiga viðskipti við útlönd. Auk þess erum við með gjaldeyrishöft sem koma í veg fyrir erlenda fjárfestingu,“ segir Eggert. „Teikn voru á lofti um að það öflugt þekkingarfólk úr bönkunum væri að koma í sprotaumhverfið en það hefur hægst á því streymi á þessu ári. Ein meginhættan fram undan er að það verði mannekla í greininni,“ bætir Guðjón Már við. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á skattkerfinu undanfarin misseri standa fyrirtækjum einnig fyrir þrif- um. Þá er skortur á fólki með tæknimenntun svo sem forriturum. „Það er gífurleg þörf á tæknimenntuðu fólki eins og rafmagns- og tölvuverkfræðingum. Þess vegna er mjög slæmt að dregið sé úr fjárstuðningi við skóla- starf í landinu þegar þörfin á vel menntuðu fólki er eins æpandi og nú er,“ segir Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris. Þrátt fyrir ákveðnar hindranir telja menn þó að hugverkageirinn hafi alla burði til að blómstra á næstu árum. Fyrirtæki á borð við Össur, Marel og CCP eru nú þegar leiðandi í viðskiptalífinu en erfitt er að segja hvaða fyrirtæki munu fylgja í þeirra fótspor. Meðal fyrirtækja sem þykja hvað mest spennandi á Íslandi í dag má nefna Remake Electric, Meniga, Clara og Videntifier en þau eiga það sameiginlegt að vera fremur ung. Marorka, Hafmynd, Stjörnuoddi og Gogogic eru aðeins lengra komin fyrirtæki sem hafa náð fótfestu og munu eflaust vaxa töluvert næstu ár. UPPLÝSINGATÆKNI- OG NÝSKÖPUNARKLASI Fréttablaðið spurði viðmælendur sína að lokum hvað þyrfti að gerast til að hér geti myndast öflugur klasi upplýsingatækni- og nýsköpunarfyrirtækja. Mikil áhersla var af þeirra hálfu lögð á að hér þyrfti að eiga sér stað hugarfarsbreyting. Langtímahugs- un þurfi að tileinka í atvinnumálum og sýna því þolinmæði að í flestum tilvikum tekur langan tíma að byggja upp stöndugt fyrir- tæki. Vöxturinn á næstu árum og áratugum muni ekki koma úr þeim atvinnuvegum sem nú séu mest áberandi. „Ef horft er á stofnan- ir samfélagsins eru þær mjög gíraðar á at- vinnuvegina sem eru fyrir í landinu. Nú þarf að setja fókusinn á aðra hluti og það er í raun ótrúlegt hve sáralitlu fjármagni er veitt í þá farvegi sem til eru og hafa skilað sér í þess- um málum,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP. Hann nefnir að stjórnvöld hafi nú tækifæri til að sýna að þau séu tilbúin til að tileinka sér þessa hugsun með því að veita brautargengi frumvarpi sem liggur fyrir Al- þingi um endurgreiðslu á rannsóknar- og þró- unarkostnaði í gegnum skattkerfið. Nái þetta fram að ganga sé það mikið fagnaðarefni því það hafi margsýnt sig að hver króna sem fer í slíkt starf skilar sér margfalt til baka. Sprotarnir spennandi Ísland þykir hafa tækifæri til að verða leiðandi í nýsköpun. Magnús Þorlákur Lúðvíksson komst að því að mikil tækifæri leynast í hugverkageiranum. HUGMYNDAHÚS HÁSKÓLANNA Hugmyndahúsið er meðal nýrra stofnana sem opnaðar hafa verið á síðustu árum til stuðnings við sprotafyrirtæki. Fjölmörg fyrirtæki hafa stigið sín fyrstu skref í Hugmyndahúsinu frá 2008 þegar það var opnað. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Á L I TN Ý S K Ö P U N O G S P R O TA F Y R I R TÆ K I 2 0 1 0 2010 Mikið af nýjum fyrirtækjum Frumtak fjárfesti í f imm f yrir tækjum á þessu ári og við höfum séð mikið af nýjum fyrirtækjum koma upp, fyrirtæki sem eru rekin af ungu og duglegu fólki með skemmtilegar hugmyndir. Þarna er orka sem er að skila sér inn í samfélag- ið og skapar bæði störf og arð. Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks Sprotafyrirtæki skapa atvinnu Eit t það mikilvæg- asta við sprotafyr- ir tækin er að þau skapa atvinnu. Við höf um séð það í f jölda rannsókna hve mikilvæg ört vaxandi fyrirtæki eru fyrir atvinnusköpun. Í niðursveiflu eru það yfirleitt einungis slík fyrirtæki sem skapa störf svo þau hljóta að vera gífur- lega mikilvæg á þessum tímapunkti fyrir Ísland. Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins Mikil hagkvæmni Mörg þessara fyrir- tækja eru að reyna að byggja upp vöru eða þjónustu á þann veg að hún getur skalast. Ef við ætlum að fá milljón ferðamenn til landsins þarf að eiga sér stað gífurleg breyting á að- stöðu í landinu. Ef sprotafyrirtæki ætlar hins vegar að selja milljón eintök af ein- hverri vöru þá þarf engin slík breyting að eiga sér stað. Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmda- stjóri Medizza og stofnandi OZ Starfsumhverfið að mörgu leyti gott Að mörgu ley ti er starfsumhverfi sprotafyrirtækja hér gott. Krónan er veik og flest sprota- fyrirtæki eru að skapa vörur til útflutn- ings. Þau eru líka flest lítið skuldsett því sprotafyrir tæki fengu engin lán hjá bönkunum á sínum tíma. Það sem er hins vegar erfitt er að bankarnir eru alveg frosnir núna, mörg sprotafyrir- tæki þyrftu lítil rekstrarlán en fá þau bara ekki. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins Hugarfars- breyting nauð- synleg Ég held að hugar- farsbreytingu þurfi um þessi mál . E f hor f t er á s tofn- anir samfélagsins eru þær mjög gíraðar á atvinnuvegina sem eru fyrir í landinu. Nú þarf að setja fókusinn á aðra hluti og það er í raun ótrúlegt hve sáralitlu fjármagni er veitt í þá farvegi sem til eru og hafa skilað sér í þessum málum, svo sem í Tækni- þróunarsjóð. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP Margt að gerast í grasrótinni Það er ljóst að mjög margt er að gerast í grasrótinni. Frum- stuðningur og -um- gjörð er líka orðin býsna góð með Inn- ovit og Klaki og fleiru. Það er verið að hjálpa fyrirtækjunum í gegnum þessi fyrstu skref og slík leiðsögn skiptir í raun meira máli en fjármagn. Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyris Invest „Það er bullandi gangur í heimi íslenskra sprotafyrirtækja.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.