Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 64
36 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is „Við sáum myndina og ákváðum í kjölfarið að það væri við hæfi að banna Klovn: The Movie innan fjórtán ára,“ segir Þorvaldur Árnason hjá Sambíóunum sem dreifa dönsku gamanmyndinni. Hún verður frumsýnd 1. janúar næstkomandi og gerir Þorvaldur sér hóflegar vonir um að þeir Casper Christensen og Frank Hvam geti heimsótt Ísland af því tilefni. „Þeir eru til, þetta er bara spurning um að finna tíma fyrir þá,“ segir Þorvaldur. Miklar umræður hafa sprottið í kringum myndina í Danmörku að undanförnu en danskur barna- sálfræðingur og rithöfundur sagði í samtali við dönsku blöð- in B.T. og Ekstrabladet að Klovn væri klám. Danska kvikmynda- eftirlitið hefði að hennar mati brugðist en þar var myndin bönn- uð innan ellefu ára. Þorvaldur segir að samkvæmt þeirra kerfi hefðu þeir getað haft myndina bannaða innan tólf ára aldurs. „En okkur fannst fjórtán ára ald- urinn passlegur.“ Klovn heldur áfram að gera það gott í Danmörku og er því nú spáð að hún verði jafnvel mest sótta danska kvikmyndin frá upphafi. Rúmlega 320 þús- und manns hafa séð myndina í Danmörku en yfir 600 þúsund manns sáu Flammen og Citronen á sínum tíma. - fgg Klovn bönn- uð innan fjórtán ára BANNAÐIR Klovn-vinirnir Casper og Frank verða bannaðir innan fjórtán ára á Íslandi. Í Danmörku var myndin bönnuð innan ellefu ára, sem sumum þótti of lágur aldur. Grínistinn Jerry Seinfeld fær um 180 milljónir króna fyrir eina uppistandssýningu í O2-höllinni í Lundúnum á næsta ári. Dýrustu miðarnir kosta um tuttugu þúsund krónur. Seinfeld, sem er þekktast- ur fyrir samnefnda gamanþætti, fær upphæðina í vasann fyrir að segja brandara í níutíu mínútur. Þetta verður fyrsta uppistand hans í Lundúnum í tólf ár. „O2 er frekar stór staður. Ég hef heyrt góða hluti um hann frá góðvinum mínum Chris Rock og Ricky Gerv- ais og hinum náunganum, þessum hávaxna og horaða, já, Russell Brand. Ég hef samt meira gaman af gömlum leik- húsum því áhorfend- urnir eru meira eins og fastir í gildru,“ sagði Seinfeld. 180 milljóna uppistand The Fame Monster með söng- konunni Lady Gaga er sölu- hæsta plata ársins 2010. Platan, sem er stækkuð útgáfa af frum- burði hennar The Fame, seldist í tæpum sex milljónum eintaka víðs vegar um heiminn. Rappar- inn Eminem átti næstsöluhæstu plötuna, Recovery, sem seldist í 5,7 milljónum eintaka. Lady Gaga var ánægð með árangurinn á Twitter-síðu sinni. „Ég er mjög spennt fyrir framtíðinni. Ef þú trúir á sjálfan þig og leggur hart að þér munu draumar þínir ræt- ast,“ skrifaði hún. Næsta plata Gaga, Born This Way, er væntan- leg á næsta ári. Lady Gaga söluhæst LADY GAGA Söngkonan á söluhæstu plötu ársins, The Fame Monster. SEINFELD Grínist- inn fær um 180 millj- ónir fyrir að segja brandara í níutíu mínútur. 280.000 Áramótadjammið er mörg- um heilagt og því um að gera að fara yfir það sem í boði er á gamlárs- og nýárs- kvöld. Skemmtistaðir lands- ins slá ekki slöku við frek- ar en fyrri daginn og bjóða skemmtanaglöðum Íslend- ingum, og öllum þeim fjöl- mörgu sem kíkja á Klakann, upp á tónleikaveislu. Frétta- blaðið kannaði hvar heitasta djammið er um áramótin. „Það er mjög góð stemning fyrir tónleikunum. Ég og Dikta vorum í raun og veru vinsælastir á árinu og svo eru Cliff Clavin geðveikt ferskir og skemmtilegir,“ segir Erpur Eyvindarson, betur þekkt- ur sem Blaz Roca, en hann heldur tónleika með Diktu og Cliff Clavin á Nasa á nýárskvöld. Nasa og Techno.is bjóða svo upp á ICEMIX á gamlárskvöld, en þar koma fram margir af fremstu „teknóplötusnúðum“ landsins. Hljómsveitin Dalton og fylgdarlið ætla að trylla lýðinn á Spot í Kópa- vogi á gamlárskvöld en á nýárs- kvöld mæta strákarnir úr Sál- inni hans Jóns míns og gera slíkt hið sama. Í tilkynningu frá Spot kemur fram að þetta verði síðasta „gigg“ Sálarinnar í einhvern tíma og því ættu aðdáendur hljómsveit- arinnar að drífa sig í Kópavoginn og hefja nýja árið á stórtónleikum þessarar vinsælu sveitar. Skemmtistaðurinn Broadway býður upp á stærðarinnar dansleik á gamlárskvöld með stórstjörnunni Micha Moor ásamt plötusnúðunum Sindra BM og Yngva Eysteins og opnar húsið á miðnætti en þar er 18 ára aldurstakmark. Micha Moor verður svo staddur á Bankanum á nýárskvöld, svo allra hörðustu aðdáendur Moor geta barið hann augum tvö kvöld í röð. Á gaml- árskvöld býður skemmtistaður- inn Esja upp á plötusnúða í öllum sölum og glæsilegt danstríó sem leiðir dansinn eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta verður líka eina kvöldið þar sem aldurs- takmarkið á Esju er 20 ára, en ekki 25 ára eins og stefna staðarins er. Veitinga- og skemmtistaðurinn Austur verður með leynigesti bæði kvöldin og verða þeir ekki af verri endanum, en þeir verða tilkynntir þegar nær dregur. Þeir sem eldri eru geta skellt sér á Kringlukrána á nýárskvöld þar sem unglingahljómsveitin POPS stígur á svið og skemmtir fram eftir nóttu, en meðal liðsmanna POPS eru þeir Gunnar Þórðarson og Magnús Kjartansson. Þeir sem dvelja norðan heiða yfir áramótin þurfa ekki að örvænta því popp- stjarna Íslands hefur boðað komu sína í Sjallann á Akureyri. Sjálfur Páll Óskar ætlar að trylla lýðinn í Sjallanum á gamlárskvöld frá kl. 01.30. Allir staðirnir bjóða upp á miða- sölu við dyr og því geta þeir sem ekki hafa keypt miða í forsölu keypt miða við innganginn, svo framarlega sem ekki sé nú þegar orðið uppselt. kristjana@frettabladid.is Tónleikaveislur um áramótin BLAZ ROCA LOFAR FJÖRI Á NASA Erpur er búinn að vera kenndur við Nasa í fjölmörg ár, bæði sem Blaz Roca og sem Rottweiler- hundur, en hann heldur tónleika með Diktu og Cliff Clavin á nýárskvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN POPS FYRIR ÞÁ ELDRI Gunni Þórðar, Maggi Kjartans og fleiri liðsmenn POPS ætla að skemmta á Kringlukránni á nýárskvöld. dali, eða rúmar 32 milljónir króna, fær leikarinn Simon Baker greidda fyrir hvern þátt af The Mentalist. Leikarinn trónir nú á toppnum yfir launahæstu leikara í dramaþáttaröðum í Bandaríkjunum og skákar þar mönnum á borð við Hugh Laurie og Laurence Fishburne, sem leika í House og CSI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.