Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 4
4 30. desember 2010 FIMMTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Guðbjartur Hannes- son heilbrigðisráðherra hefur fall- ist á tillögur vinnuhóps um stórhert eftirlit með ávísun ofvirknilyfja til að sporna við misnotkun þeirra. Lyf eins og rítalín og concerta, sem flokkast sem ávana- og fíkni- efni, eru fyrst og fremst ætluð börnum en 50 prósenta aukning á notkun þeirra á síðustu fjórum árum skýrist af ávísunum til fullorðinna. Frá áramótum verður frum- g r e i n i n g á ofv i rk n i og athyglisbresti (ADHD) hjá full- orðnum undir yfir umsjón geð- sviðs Landspít- ala, og því aðeins í höndum sér- fræðinga í geðlækningum. Hert verður á tilkynningarskyldu heil- brigðisstarfsmanna vegna gruns um misnotkun lyfjanna til land- læknis. Þá verða teknar upp breytt- ar reglur um lyfjaskírteini sem hafa það að markmiði að aðeins einn sérfræðingur, auk heimilis- læknis, beri ábyrgð á ávísun lyfj- anna fyrir hvern einstakling. Með þessu er reynt að fyrirbyggja að einstaklingur geti fengið ávísað lyfjum frá mörgum læknum. Geir Gunnlaugsson landlæknir segir takmarkið vera að stöðva þá miklu aukningu á notkun lyfjanna sem raun ber vitni. Hvort hægt verði að draga úr henni verði að koma í ljós en ekki var skilgreint í vinnu nefndarinnar hvað sé eðlileg notkun í íslensku samfélagi. Dagskammtar á hverja þúsund íbúa voru 7,53 árið 2004 en 12,70 í fyrra. Samsvarandi tölur frá Dan- mörku árið 2008 eru 3,55 á hverja þúsund íbúa og 2,51 í Svíþjóð. Spurður hvort svo harðar tak- markanir á ávísun lyfjanna bendi ekki til þess að kerfið hafi verið meingallað hingað til segir Geir að þróunin hafi verið mjög hröð og erfitt að sjá hana fyrir. „Já, eigum við ekki að segja að við séum að reyna að gera betur í dag en í gær. Misnotkunin er stórt áhyggjuefni og við erum að reyna að stemma stigu við henni með þessum aðgerðum.“ Rítalín og skyld lyf voru þau kostnaðarsömustu hjá Sjúkra- tryggingum Íslands árið 2009 eða 463 milljónir króna. Kostnaður sjúkratrygginga vegna fullorðinna var um 43 prósent eða um 200 milljónir. svavar@frettabladid.is Stórhert eftirlit verður með ávísun ofvirknilyfja Heilbrigðisráðherra hefur fallist á ítarlegar breytingar á ávísun ofvirknilyfja. Á fjórum árum hefur notkun lyfjanna aukist um 50 prósent. Stórum hluta er ávísað til fullorðinna þrátt fyrir að lyfin séu ætluð börnum. METÝLFENÍDAT LYF Lyfin aðstoða fjölmarga fullorðna til að lifa góðu lífi en á sama tíma er rítalín eftirsótt á götunni þar sem taflan kostar um 700 krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GEIR GUNNLAUGSSON Misnotkun ofvirknilyfja komst í hámæli í sumar þegar Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir hjá SÁÁ, greindi frá því að sjúklingum sem sprautuðu rítalíni í æð hefði fjölgað mikið og margir þeirra leitað á Vog. Sjúklingarnir hafi sagt fíkn sína í efnið sterkari en í flest önnur vímuefni. Af þeim sex hundruð sem komu á Vog fyrri hluta þessa árs voru 429 sem notuðu örvandi vímuefni og 109 sprautuðu efnunum í æð. Sextíu prósent þeirra sögðu rítalín það efni sem þeir notuðu mest eða næstmest. Þeir sögðust sprauta sig tíu til tuttugu sinnum á dag og nota tugi taflna daglega. Rítalín á götunni í stórum stíl STJÓRNMÁL Fylgi Besta flokksins í Reykjavík hefur dalað nokkuð frá sveitarstjórnarkosningunum í maí og er nú 27,3 prósent samkvæmt nýrri fylgiskönnun sem Capacent gerði fyrir borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins í desember. Samkvæmt könnuninni er Sjálf- stæðisflokkur nú stærstur þar sem hann bætir við sig rúmum þremur prósentum, en Vinstri græn bæta við sig rúmum fjór- um prósentum. Virðist það á kostnað Besta flokksins þar sem fylgi Samfylkingar, sem myndar meirihluta með Besta flokknum, stendur í stað í 19 prósentum. Þannig væri meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar ein- ungis með rúmlega 46 prósenta fylgi og því að öllum líkindum fallinn. Fylgistap Besta flokksins, sem er stærsti flokkurinn í borgar- stjórn með sex fulltrúa, má væntan lega rekja til umdeildra aðgerða eins og niðurskurðar og hækkunar á álögum á borgarbúa. Þau 7,4 prósent sem munar á kjörfylgi og könnuninni virðast færast alfarið yfir á Sjálfstæðis- flokk og Vinstri græn. Besti flokkurinn er ennþá sterk- astur meðal ungs fólks, en í eldri aldursflokkum færist fylgi yfir á Sjálfstæðisflokk, Vinstri græn og Samfylkingu. Sjálfstæðisflokkur er sterkari meðal karla en kvenna, en missir fylgi samhliða aukinni menntun svarenda. Um var að ræða netkönnun sem fór fram frá 1. til 22. desember. Úrtak var 1.208 borgarbúar úr viðhorfahópi Capacent Gallup og var svarhlutfall 64 prósent. - þj Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna sækir í sig veðrið samkvæmt nýrri könnun Capacent: Fylgi Besta flokksins í Reykjavík dalar 40 30 20 10 0 *Heimild: Capacent Fylgi flokka í Reykjavík Aðrir Aðrir Kosningar í maí Könnun í desember* VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 6° -9° 3° -4° 5° 1° 1° 21° 6° 15° 5° 4° -4° 2° 11° -5° Á MORGUN GAMLÁRSDAG 5-10 m/s Hægast austan til. GAMLÁRSKVÖLD Víða hæg breytileg átt og léttskýjað. -4 -4 -2 0 -2 -2 -7 -7 -4 -1 7 12 13 10 7 10 7 6 8 3 7 2 1 3 3 4 6 6 0 3 7 6 VIÐRAR VEL UM ÁRAMÓTIN! Spá morgundagsins fer batnandi en nú er útlit fyrir hæga breytilega átt og stjörnubjart veður er nýtt ár gengur í garð. Hins vegar eru áfram líkur á lítils háttar úrkomu á suðvesturhorn- inu. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður ÚKRAÍNA, AP Júlía Tímosjenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, var yfirheyrð í gær í tengslum við ásakanir um spill- ingu. Hún var fyrr í mánuðinum ákærð fyrir að hafa notað fé, sem fékkst við sölu á kolefniskvóta samkvæmt Kyoto-bókuninni, til þess að standa straum af lífeyris- greiðslum þegar hún var forsæt- isráðherra. Hún neitar þeim ásök- unum. Júrí Lútsenko, fyrrverandi innanríkisráðherra í ríkisstjórn hennar, var um síðustu helgi handtekinn fyrir að hafa misnotað völd sín og farið illa með fé. Þau voru bæði í forystu appels- ínugulu byltingarinnar svonefndu árið 2005 gegn Viktor Janúkovitsj, þáverandi forseta, sem nú er kom- inn til valda á ný. - gb Forseti Úkraínu í uppgjöri: Byltingarleið- togar ákærðir JÚLÍA TIMOSJENKÓ Mætti til yfirheyrslu í gær. NORDICPHOTOS/AFP Hundrað manns fá sekt Um hundrað ökumenn, sem keyrðu of hratt á Hafnarfjarðarvegi í fyrradag, voru myndaðir og eiga von á sekt frá lögreglunni. Sá sem hraðast ók var á 107 kílómetra hraða en 9 prósent ökumanna sem óku leiðina á einni klukkustund keyrðu of hratt. LÖGREGLUFRÉTTIR GENGIÐ 29.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,9869 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,45 117,01 179,09 179,97 152,7 153,56 20,485 20,605 19,523 19,637 17,00 17,10 1,4175 1,4257 178,40 179,46 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is -10kr. VIÐ FYRSTU NOTKUN ÓB-LYKILSINS Sæktu um ÓB-lykilinn á www.ob.is eða í síma 515 1141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.