Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 6
6 30. desember 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING Hver mun yfirgefa ríkisstjórnina í næstu sameiningu ráðuneyta? Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra mun í dag kynna tvö ný ráðu- neyti í ríkisstjórn sinni. Um áramót verður til annars vegar nýtt innanríkisráðuneyti, með sameiningu dómsmála- og mann- réttindaráðuneytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, og hins vegar nýtt velferðarráðuneyti með sameiningu félags- og tryggingar- málaráðuneytis og heilbrigðisráðu- neytis. Þessi breyting hefur legið lengi í loftinu og þykir ljóst að Ögmund- ur Jónasson mun verða innanríkis- ráðherra og Guðbjartur Hannes- son verður velferðarráðherra. Hins vegar er frekari breytinga að vænta í vor þar sem fyrirhugað er að sam- eina sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneyti og iðnaðarráðuneyti í atvinnuvegaráðuneyti. Á sama tíma verður umhverfisráðuneyti breytt í umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Meirihluti allsherjarnefndar Alþingis ákvað í haust, þegar sam- einingar ráðuneyta voru ræddar, að bíða með tvær síðastnefndu breyt- ingarnar þar sem þörf væri á lengra samráðsferli hvað varðar atvinnu- vegaráðuneytið. Þó að enn sé óvíst hverjir muni stýra þeim ráðuneytum er ljóst að í það minnsta einn af núverandi ráð- herrum mun víkja úr stjórninni. Nema til komi meiriháttar upp- stokkun í stjórnarliðinu verða það þau Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra sem koma til greina. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðins hafa stjórnarflokkarnir gert með sér samkomulag um að Samfylkingin fái umhverfis- og auðlindaráðuneyti en Vinstri græn atvinnuvegaráðuneytið. Verði það raunin er Samfylkingarkonan Katrín viss um að halda ráðherra- stól og valið mun því standa á milli Jóns og Svandísar, sem bæði í eru í Vinstri grænum. Enn eina vídd má þá finna í þess- um efnum og það er kynjahlutfall í hópi ráðherra. Þegar ríkisstjórnin var skipuð í núverandi mynd, með sex körlum og fjórum konum, sagð- ist forsætisráðherra vonast til þess að sú breyting á ráðuneytum sem hér er til umfjöllunar myndi leið- rétta kynjaskekkju. Verði kvenráð- herra tekinn út úr stjórninni mun hins vegar halla enn frekar á konur og er það á skjön við gefin fyrirheit. Samkvæmt þeim rökum er Svandís í betri stöðu en Jón til að halda ráð- herrastól nema til komi frekari upp- stokkun í ráðherraskipan. thorgils@frettabladid.is VIÐSKIPTI Þriggja ára lægð á íbúða- markaði virðist vera að ljúka, segir í skrifum Greiningar Íslandsbanka. Lækki íbúðaverð ekki meira hefur íbúðaverð lækkað um 15 prósent að nafnvirði og tæp 40 prósent að raun- virði í kreppunni sem ríkt hefur á íbúðamarkaði frá ársbyrjun 2008, samkvæmt útreikningum bankans. „Allar vísbendingar benda nú í þá átt að botninum sé náð. Verðhækk- anir hafa tekið við af lækkunum á íbúðamarkaði, veltan er að aukast og áhugi á íbúðakaupum virðist vera að glæðast á ný,“ segir í umfjöllun Greiningar. Fram kemur að velta á íbúðamark- aði hafi aukist á árinu, en samtals hafi rúmlega 4.600 kaupsamningum verið þinglýst á landinu öllu, sem sé fjórðungsaukning frá fyrra ári. Þá bendir Greining Íslandsbanka á að samkvæmt nýbirtri stórkaupa- vísitölu Gallup virðist áhugi á hús- næðiskaupum vera að aukast. Vísi- talan sé þó enn í grennd við sögulegt lágmark. Hún er sögð hafa verið hæst sumarið 2007, 18,2 stig, en í lægstu lægðum í mars í fyrra, 3,8 stig. „Þrátt fyrir að vísitalan sé nú að hækka telur meirihluti aðspurðra enn mjög ólíklegt að þeir muni kaupa hús eða íbúð á næstu sex mánuðum. Þannig töldu 82 prósent aðspurðra það mjög eða frekar ólíklegt en einungis tæplega fimm prósent aðspurðra telja íbúðar kaup á næstu sex mánuðum frekar eða mjög lík- leg.“ - óká SÉÐ YFIR BREIÐHOLT Þrátt fyrir merki um að botni sé náð á íbúðamarkaði telja bara tæp fimm prósent í könnun Gallup líklegt að þau festi kaup á íbúð á næsta hálfa árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Allt bendir til að botninum sé náð á íbúðamarkaðnum: Lækkun raunverðs frá hruni 40% VIÐSKIPTI Stjórn Icelandair hefur ákveðið að samþykkja áskriftir fyrir 1.059.000.000 nýrra hluta sem boðnir voru út í almennu hlutafjárútboði sem lauk 23. desember. Alls bárust 852 áskrift- ir fyrir samtals 2.855.633.620 bréf, sem er næstum þrefalt það magn sem í boði var. Hlutum verður útdeilt til hlut- hafa í samræmi við lög um hluta- félög. Allar áskriftir starfsmanna voru samþykktar og áskriftir frá almenningi allt að 200.000 hlut- um einnig. Áskriftum umfram 200.000 hluti verður útdeilt hlut- fallslega til viðeigandi aðila. - mþl Hlutafjárútboð hjá Icelandair: Eftirspurn eftir hlutum mikil ICELANDAIR GROUP Stjórn og stjórn- endur fyrirtækisins eru hæstánægð með útboðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn Hveragerðis segir fyrirhugaða vegatolla á Suðurlandsvegi algjör- lega óásættanlega. Í ályktun bæjarstjórnar segir: „Hvergerðingur sem ekur hvern virkan dag til vinnu eða skóla á höfuðborgarsvæðinu þyrfti að greiða 140 þúsund krónur á ári í veggjöld. Áformin snerti einnig með beinum hætti fjölda stórra fyrir tækja sem daglega sjái til þess að nauðsynjar berist inn á höfuðborgarsvæðið. Að reisa múra með þessum hætti umhverf- is stærstu byggðarlög landsins er andstætt því samfélagi sem við viljum byggja upp þar sem ríkja ættu hindrunarlausar og góðar samgöngur milli byggðarlaga.“ - gar Hvergerðingar mótmæla: Veggjald vegur að lífsafkomu KAMBAR Suðurlandsvegur er lífæð Hvergerðinga. Ætlar þú að kaupa flugelda fyrir áramótin? Já 42,0% Nei 58,0% SPURNING DAGSINS Í DAG Á að skera niður í menntamál- um? Segðu skoðun þína á visir.is VIÐSKIPTI Nýstofnuðum fyrir- tækjum í landinu hefur fækkað um meira en helming frá góðæris árinu 2007. Samlags- og sameignar félögum hefur hins vegar fjölgað mikið á árinu vegna breytinga á skattkerfinu. Aðeins 1.532 hlutafélög voru stofnuð í ár, en nánast öll þeirra eru einkahlutafélög. Það er tals- verð fækkun frá síðustu tveim árum, en bæði 2008 og 2009 voru stofnuð fleiri en 2.500 félög. Munurinn er sláandi ef litið er til góðærisársins 2007, en þá voru fleiri en 3.700 fyrirtæki skráð í hlutafélagaskrá. Samdrátturinn nemur því tæplega 60 prósentum á þremur árum. - hh Samdráttur í viðskiptum: Færri fyrirtæki eru stofnuð Kynjahlutfall veikir stöðu Jóns Bjarnasonar Þrír ráðherrar eru um tvo stóla eftir fyrirhugaða sameiningu ráðuneyta í vor. Verði jöfnun kynjahlutfalls í ríkisstjórn sett í forgang mun staða Jóns Bjarna- sonar veikjast nema til komi umfangsmeiri uppstokkun í stjórninni. FÓLK „Það er ekki mikið í gangi á nýársdag. Ef maður vill reyna á sig á fyrsta degi ársins er um að gera að fara í sjósund,“ segir Árni Jónsson, framkvæmdastjóri Ylstrandar innar, sem stendur fyrir árlegu sjósundi í Nauthólsvík á nýársdag. Árni segir sjósund njóta vaxandi vin- sælda. Fyrir fimm árum voru þeir sem þreyttu nýárssund í kringum fimmtíu. Frá bankahruni hefur þeim fjölgað gríðarlega. Í hittifyrra, 1. janúar 2008, skelltu 150 manns sér í sjóinn og höfðu þeir þá aldrei verið fleiri. Metið var slegið rækilega í fyrra en þá skráðu 330 sundkappar sig til leiks. Til samanburðar synda um 500 manns í sjónum í viku hverri. Árni segir straum sundfólks hafa verið stöðugan í og úr sjónum í fyrra og býst allt eins við að þátttakendur verði fleiri í ár. Sjórinn við Nauthólsvík hefur verið kaldasta móti síðustu daga. Um hádegi í gær var hann 0,6 gráður og gæti verið við frostmark um hádegisbil á fyrsta degi komandi árs. Opið verður í sjósund í Nauthólsvík á milli klukkan 11 og 14. Aðgangur og aðstaða er ókeypis og geta þeir sem skella sér í sjóinn farið í heitan pott að því loknu og gætt sér á ýmsu góðgæti, svo sem kakó og smákökum. - jab NÝARSSUND Í FYRRA 330 manns skelltu sér í sjóinn í Naut- hólsvík í fyrra en þá var metþátttaka. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Metþátttaka hefur verið í nýárssundi í Nauthólsvík eftir að bankarnir fóru í þrot: Býst við tæplega fjögur hundruð manns Þrír ráðherrar – tveir stólar Fyrirhuguð sameining sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis við iðnaðarráðuneyti hefur í för með sér fækkun um einn ráðherra í ríkisstjórninni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa stjórnarflokkarnir gert með sér samkomulag um að hið nýja atvinnuvegaráðuneyti muni falla VG í skaut en Samfylking fái auðlinda- og umhverfisráðuneyti. Þá geta fyrirheit forsætisráðherra um jöfnun kynjahlutfalls í ríkisstjórninni flækt málið enn frekar. ? ? Atvinnuvega- ráðuneyti (VG?) Auðlinda- og umhverfisráðuneyti (S?) STJÓRNARRÁÐ ÍSLANDS Óvíst er hver mun víkja úr ríkisstjórninni þegar ráðu- neyti verða sameinuð í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KJÖRKASSINN KAUPTHING MANAGER SELECTION Société d’Investissement à Capital Variable Registered office: 35a, avenue J.F. Kennedy, L-1855 Luxembourg RC Luxembourg B 72.942 NOTICE TO THE SHAREHOLDERS The Board of Directors of Kaupthing Manager Selection has decided to appoint Banque de Luxembourg as Domiciliary Agent of the Company. Effective from 1st January 2011, or as soon as reasonably practicable thereafter, Banque de Luxembourg, Société Anonyme will replace Banque Havilland S.A. as Domiciliary Agent of the Company. On the same date, the address of the Company's registered office will change from presently 35a, avenue J.F. Kennedy, L-1855 Luxembourg to 14, boulevard Royal, L-2449 Luxembourg. The updated prospectuses dated January 2011 shall be available from the registered office of the SICAV and at the following paying agent Arion banki hf., Borgartúni 19,IS- 105 Reykjavík Luxembourg, 30th December 2010. on behalf of the Board of Directors Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing VIÐSKIPTI Fjárfestingarsjóður- inn Frumtak hefur fest kaup á hlut í fyrirtækinu PM Endur- vinnsla ehf. Félagið einbeitir sér að móttöku plastúrgangs til endurvinnslu en framleiðslan er síðan seld innanlands og erlendis. Félagið hefur reist verksmiðju í Gufunesi í Reykjavík en það hefur framleitt endurunnið plast undan- farin ár. Frumtak er samlagssjóður í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífs- ins, sex af stærstu lífeyrissjóðum landsins og þriggja banka. Hann fjárfestir í nýsköpunar- og sprota- fyrirtækjum sem þykja vænleg til vaxtar og útrásar. - mþl Endurvinnur plastúrgang: Frumtak fjár- festir í PM Endurvinnslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.