Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 31
 30. DESEMBER 2010 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● heilsa Áramótaheit eru strengd af fólki sem vill bæta sig eða ná persónulegum árangri á nýju ári. Helsta vandamálið við slík heit er að margir missa móðinn. Hér eru nytsamleg ráð fyrir þá sem hyggjast stíga á stokk og strengja heit. VERTU RAUNSÆR Áreiðanlegasta leiðin til mistaka er að setja sér of hátt markmið. Að einsetja sér að borða aldrei aftur uppáhaldsmatinn sinn er ekki raunhæft. Leitist við að setja raunhæf markmið sem auðvelt er að standa við. SKIPULEGGÐU ÞIG Ekki strengja heit á gamlárs- dag heldur nokkrum dögum eða vikum fyrr. Ef beðið er fram á síðustu stundu mun heitið litast af hugarfari líð- andi stundar. ÚTBÚÐU ÁÆTLUN Ákveddu hvernig þú munir standast freistingarnar eins og að sleppa æfingum eða grípa í sígarettu. Þarna gæti góður vinur hjálpað, einnig er gott að æfa já- kvæða hugsun. GERÐU LISTA MEÐ OG Á MÓTI Það getur hjálpað að sjá lista yfir það sem mælir með eða á móti vissri hegðun. STÍGÐU Á STOKK Ekki halda áramótaheitinu fyrir sjálfan þig. Segðu vinum og vanda- mönnum frá ætlun þinni. Þannig má fá bæði stuðning en einn- ig myndast ákveðin pressa á að standa sig. Besta leiðin er að fá vin til að strengja sams konar ára- mótaheit. Alltaf er betra að vera saman í átaki en einn. VERÐLAUNAÐU SJÁLFAN ÞIG Það þýðir ekki að þú getir gúffað í þig heilum kon- fektkassa ef ætlunin er að missa nokk- ur kíló. Finndu verðlaun sem þér líka án þess að svíkja áramótaheit- ið. Það gæti til dæmis verið að fara í bíó með góðum vini. FYLGSTU MEÐ ÁRANGRINUM Settu þér mörg skammtímamark- mið. Auðveldara er að standa við þau en eitt stórt langtímamark- mið. Í stað þess að einblína á fimm- tán kíló er betra að stefna fyrst á fimm kíló. Matardagbók getur einnig hjálp- að við að halda þér á réttu spori. EKKI DRAGA ÞIG NIÐUR Ekki láta það heltaka þig þótt þér verði á í messunni. Gerðu þitt besta og láttu hverjum degi nægja sína þjáningu. Þá kemstu fljótt aftur á sporið. EKKI HVIKA Sérfræðingar telja að það taki um 21 dag fyrir nýja athöfn, líkt og líkams rækt, að verða að vana, og sex mánuði þar til það er orðið hluti af persónuleika. Ef þú kemst yfir þennan þröskuld ætti árangur- inn að fylgja fljótlega í kjölfarið. HALTU ÁFRAM AÐ REYNA Ef þú hefur misst móðinn í febrúar skaltu ekki örvænta. Byrjaðu aftur, það er ekkert sem segir að þú megir ekki strengja áramóta- heit hvenær sem er á árinu. Heitin strengd á mótum hins nýja og gamla Ekki tekst öllum að standa við áramótaheitin en með nokkur ráð á bak við eyrað má auka líkurnar. 63% fólks sem strengir áramótaheit standa enn við það eftir tvo mánuði 67 % fólks strengja þrjú eða fleiri áramótaheit. Fjögur algengustu heitin eru: • Að auka hreyfingu • Sinna betur skóla eða vinnu • Þróa betra mataræði • Hætta að reykja, drekka eða nota eiturlyf. Við trúum á heilbrigða sál í hraustum líkama. Vel ígrunduð og góð hreyfing skiptir miklu fyrir hvorutveggja. Við lítum á líkamsrækt sem lang hlaup fremur en sprett hlaup. Þess vegna sköpum við henni umgjörð sem ætlað er að auka í senn líkur á úthaldi í mætingum og um leið árangur til langs tíma. Við bjóðum konum að njóta sín með okkur í þrautreyndri alhliða leikfimi, dansi, jóga og fit-pilates þar sem liðleiki, styrkur og jafnvægi er sett í öndvegi. Aðstæður í Mecca Spa tryggja þægindin, leiðbein endur fagmennskuna og þátttakendur árangurinn og ánægjuna. Saman leggjum við grunn að heilbrigðum og gefandi lífsstíl sem getur orðið förunautur þinn alla ævi. Vertu með – og njóttu þess vel og lengi! Ásamt FIT-Pilates fjölbreytni. Námskeiðið hefst 5. janúar. Skráning er hafin á e.berglind@simnet.is eða í 891 6901. … OG NJÓTTU ÞESS VEL OG LENGI! MECCA-SPAMECCA-SPA HEILSURÆKT | NÝBÝLAVEGI 24 | KÓPAVOGI | SÍMI 511 2111 | www.meccaspa.is Námskeiðið hefst 11. janúar. Skráning er hafin á www.ibirgitt@mi.is eða í 899 8669. Námskeiðið hefst 11. janúar. Skráning er hafin á www.dansogjoga.is eða í 898 4942. Námskeiðin hefjast 11. janúar Skráning er hafin á lovisa@heima.is eða 892 1598. Kennsla hefst 10. janúar Skráning er hafin á www.studiosoleyjar.is eða 822 7772. JÓGA MEÐ THEU SUÐRÆN SVEIFLA MEÐ BIRGITTU BREYTT OG BÆTT LÍÐAN MEÐ BERGLINDI FIT-PILATES MEÐ LOVÍSU Í GOTT FORM MEÐ SÓLEYJU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.