Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2010 HÓPÞJÁLFUN Þegar þú vilt fá það besta út úr lífinu! Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Heilsuborg, Faxafeni 14, www.heilsuborg.is HEILSULAUSNIR Hópþjálfun er sambærileg við einkaþjálfun - bara ódýrari leið! Veldu hvaða tími hentar þér! Einstaklingsmiðuð þjálfun, 4-8 saman í hóp. Mikið aðhald og þjálfarar sem vilja sjá árangur! Heilsulausn 1 Hentar ungu fólki, 16-25 ára, sem glímir við ofþyngd, offitu og/eða einkenni frá stoðkerfi. Heilsulausn 2 Hentar þeim sem glíma við einkenni frá stoðkerfi svo sem bakverki, eftirstöðvar slysa eða gigt. Heilsulausn 3 Hentar þeim sem glíma við offitu, hjartasjúkdóma og/eða sykursýki. Stafaganga - ZUMBA - Bakleikfimi - 60 ára og eldri - Hugræn atferlismeðferð. Sjúkraþjálfun - Næringarsetrið - Nudd - Fótaaðgerðastofa - Heilsumat hjúkrunarfræðings. FRÍ RÁÐGJÖF til 7. jan 2011 – PANTAÐU TÍMA STRAX Námskeið Heilsutengd þjónusta Heilsuborg í Faxafeni er rúmlega eins árs heilsuræktarstöð. Þar er boðið upp á aðstoð fagfólks við að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Í Heilsuborg æfir fólk á öllum aldri og eru sumir í mjög góðu formi en aðrir eru að koma í heilsurækt í fyrsta skipti. Vönduð tæki af gerðinni Technogym gefa mikla mögu- leika og breidd í þjálfun. Auk hefðbundinna styrktar- og þol- þjálfunartækja er boðið upp á stöðvahring í Easy Line-tækjum og svokallaðan kinesis-vegg þar sem áhersla er lögð á stöðugleika- og jafnvægisþjálfun. Tækjunum tilheyrir einnig lyklakerfi, þar sem einstaklingsmiðuð þjálfunar- áætlun leiðir viðkomandi áfram og leiðbeinir um æfingar. Gildi Heilsuborgar eru lífsgleði og árangur og er markmiðið að vera skrefi á undan sjúkdómum og innleiða heilbrigt líf hjá einstakl- ingum sem fyrst. Það er aldrei of seint að grípa inn í og breyta lífs- stílnum! Heilsuræktarstöð fyrir alla Vönduð tæki af gerðinni Technogym gefa mikla möguleika og breidd í þjálfun. MYND/HEILSUBORG Hópþjálfun er ein nýjungin í Heilsuborg í Faxafeni 14 nú í upphafi árs. Tíminn líður hratt í góðum félagsskap og uppsker- an verður aukið þol, úthald og gleði. Anna Borg er einka- og sjúkraþjálfari í Heilsuborg. „Fólk sækir meira í hópþjálfun nú en áður og því leggjum við aukna áherslu á hana. Hún hentar þeim vel sem vilja gera reglubundna hreyfingu að lífsstíl,“ segir Anna Borg og tekur fram að um fjög- urra til átta manna hópa sé að ræða. „Það skapast viss sam- heldni innan hópsins og þar með ákveðið aðhald því félags- skapurinn verður hluti af því að fara í ræktina,“ segir hún og bætir við: „Allt verður líka mun skemmtilegra í hópi og það er mjög mikilvægt atriði í þjálfun- inni að hún sé skemmtileg, upp á að hún verði varanleg.“ Anna segir fólk fá hjálp í Heilsuborg við að setja sér raun- hæf, heilsutengd markmið og að- stoð og hvatningu til að ná þeim. Þau markmið geti vissulega verið ólík. „Þó svo að margir vilji fylgj- ast með fituprósentunni og vigt- inni hefur hreyfingin áhrif á svo marga aðra þætti, þar má nefna aukið þol og úthald, betri svefn og minni verki. Við leggjum nefni- lega ríka áherslu á að markmiðin séu sett til að efla heilsuna. Bætt útlit er svo bara bónus!“ segir Anna, sem telur góðan árangur nást í hópþjálfuninni til lengri tíma litið. „Hér notum við helst ekki orðið „átak“. Við viljum miklu frek- ar innleiða þann hugsunarhátt að um góðar venjur til framtíðar sé að ræða. Átak merkir alltaf ein- hvern afmarkaðan tíma og það segir sig sjálft að honum lýkur. Við viljum frekar sjá hægari ár- angur sem verður varanlegur. Við brýnum fyrir fólki að nota skyn- semina og fara ekki út í skyndi- lausnir, kjósum að forðast boð og bönn en innleiða góðar venjur og þar með ýta út ósiðum.“ Íslendingar eru meðal þyngstu þjóða Evrópu samkvæmt nýlegri könnun og Anna segir marga þurfa að létta sig af heilsufars ástæðum. „Það er árangur fyrir marga að stoppa þyngdaraukningu og oft fyrsta skrefið í lífsstílsbreyting- um,“ segir hún og er bjartsýn á að þjóðin taki sig á. „Ég tel að fólk sé þegar farið að leggja meiri áherslu á heilsuna, setja hana ofar á for- gangslistann,“ segir hún. „Enda er það svo að ef við höfum ekki heils- una er erfitt að njóta annars.“ Lífsgleði og góð heilsa „Við brýnum fyrir fólki að nota skynsemina og fara ekki út í skyndilausnir, kjósum að forðast boð og bönn en innleiða góðar venjur og þar með ýta út ósiðum,“ segir Anna Borg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.