Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.12.2010, Blaðsíða 36
FIMMTUDAGUR 30. DESEMBER 2010 Ketilbjöllum og TRX-æfing- um er blandað saman með nýstárlegum og áhrifaríkum hætti á nýju námskeiði í Hreyfingu. Aukinn styrkur, snerpa, þol og lið- leiki; allt þetta og fleira til getur fólk öðlast á nýju námskeiði sem Kristinn Guðmundsson heldur utan um á líkamsræktarstöðinni Hreyfingu. „Námskeiðið kallast TRX og ketilbjöllur og eins og heitið gefur til kynna samanstendur það af æfingum úr hvoru tveggja ásamt lyftingum,“ segir Kristinn og lýsir fyrirkomulagi námskeiðs- ins nánar. „Þessi ólíku hjálpar- tæki, það er TRX-böndin, ketil- bjöllurnar og lóðin, eru notuð í ólíkum tilgangi. Menn vinna þannig með eigin líkamsþyngd, æfa djúp- og kjarnavöðva í TRX til að ná góðri stöðu og fyrir- byggja álag og meiðsli. Ketil- bjöllur nota menn hins vegar til að vinna með þol, snerpu og styrk efri hluta líkamans og lóðin til að vinna með stóru vöðvana, grunn- styrkinn.“ Hann tekur fram að lýsa megi námskeiðinu sem „eins konar broti af því besta“. „Já, því þátt- takendur byggja upp jafnvægi, styrk, virkja fleiri vöðva en áður, bæði í efri og neðri hluta líkam- ans, sem stuðlar að meiri árangri á skemmri tíma, og auka grunn- brennslu líkamans. Þá er einn- ig lögð áhersla á rétta tækni sem eykur líkamsvitund þeirra.“ Að sögn Kristins er þess gætt að taka jafnt tillit til allra þátta á námskeiðinu. „Tímarnir eru byggðir upp í samræmi við þá hugsun; þátttakendur eru settir í þrjá hópa sem skiptast á að lyfta lóðum, ketilbjöllum og stunda TRX-æfingar.“ Bæði ketilbjöllur og TRX hafa nú notið vinsælda á Íslandi um nokkurt skeið. Kristinn segist þó ekki vita til þess að hér hafi áður verið gerð tilraun til að blanda þessu tvennu saman. „Nei, en hins vegar hafa slík námskeið verið haldin víða erlendis við góðar undirtektir. Einkum hefur afreksfólk í íþróttum, svo sem fótboltamenn og sundfólk, sýnt þeim áhuga enda er unnið með alla ása líkamans,“ bendir Krist- inn á en bætir við að námskeið- ið sé þó ætlað öllum, byrjendum jafnt sem lengra komnum. „TRX og ketilbjölluþjálfunar- kerfið er frábær viðbót fyrir þá sem vilja bæta líkamsvitund og komast upp á næsta stig í líkams- þjálfuninni,“ segir hann og bætir við að næsta námskeið hefjist 10. janúar. Hvert námskeið er sex vikna og er kennt tvisvar í viku. Það veitir jafnframt aðgang að tækjasal, opnum tímum og glæsilegri úti- aðstöðu, jarðsjávarpotti og gufu- böðum í Hreyfingu. Nánar á wwww.hreyfing.is. Brot af öllu því besta Kristinn segist ekki vita til að hér hafi áður verið gerð tilraun til að blanda saman ketilbjöllum og TRX-tækjum. „Þetta er hin fullkomna blanda af hreyfingu og styrktar- og lið- leikaæfingum,“ segir Helga Lind Björgvinsdóttir, leiðbeinandi hjá Hreyfingu, sem heldur utan um nýjungina Body Control Pilates, æfingarkerfi sem farið hefur sigur för um heiminn. „Á námskeiðinu er mark- visst unnið að því að styrkja alla helstu vöðva líkamans án þess þó að stækka vöðvana. Tilgangur inn er að endurmóta líkamann og öðlast fallega mót- aða vöðva,“ útskýrir Helga Lind en getur þess að auk þess losi æfingarnar um streitu, verki og stífleika og geti fyrirbyggt íþróttameiðsli. „Æfingarnar styrkja líka kjarnavöðvana bak, mitti og kvið og bæta jafnvægi líkamans. Fólk lærir þannig að laga líkams stöðuna og beita lík- amanum rétt.“ Að sögn Helgu Lindar byggir Body Control Pilates á Pilates- æfingakerfi líkamsræktar- frömuðarins Josephs Pilates, sem notið hefur vinsælda um langt skeið beggja megin Atlants- hafsins. „Munurinn er sá að nú er búið að sundurliða Pilates- æfingarnar og gera þær aðgengi- legar fyrir alla, konur og karla á öllum aldri, allt frá kyrrsetufólki til afreksíþróttamanna. Þannig byrjum við á grunninum, það er að segja dýnuæfingum þar sem unnið er með líkamann, og bætum við þær alls konar æfing- um, tækjum og tólum eftir getu einstaklingsins,“ útskýrir hún og bætir við að aðeins sé tekið við tólf manns á hvert námskeið til að tryggja að hver og einn fái sem mest út úr því. Body Control Pilates hefst í Hreyfingu 10. janúar. Nám skeiðið er sex vikna langt og er kennt tvisvar sinnum í hverri viku. Það veitir meðal annars aðgang að tækjasal og opnum tímum. Krefjandi og líkamsvænt „Á námskeiðinu er markvisst unnið að því að styrkja alla helstu vöðva líkamans,“ segir Helga Lind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.