Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 4
4 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR VIÐSKIPTI Velta hlutabréfa dróst saman um helming milli áranna 2009 og 2010 samkvæmt nýbirtum tölum Kauphallar Íslands (Nas- daq OMX Iceland). Dagleg velta á skuldabréfamarkaði jókst hins vegar um rúm 3,6 prósent. Dagsvelta á hlutabréfamarkaði fór úr 203 milljónum króna í 102 milljónir, um leið og dagleg velta á skuldabréfamarkaði fór úr 11 millj- örðum króna í 11,4 milljarða. Í tilkynningu Kauphallarinnar er veltuaukning ársins sögð nema þremur prósentum frá fyrra ári, en hún er rakin til skuldabréfa- veltunnar, sem nú er 99 prósent af heildarveltu Kauphallarinnar. Heildarviðskipti með skuldabréf námu 2.840 milljörðum á árinu og 25 milljörðum með hlutabréf. Haft er eftir Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallarinnar, að þar geti fólk vel unað við uppskeru þessa árs, þrátt fyrir erfið skil- yrði og að áætlanir hafi ekki allar gengið eftir. „Nýskráningar fyrir- tækja á hlutabréfamarkað létu á sér standa, en Úrvalsvísitalan stóð sig samt á árinu með 15 prósenta hækk- un, sem er í takt við þá þróun sem á sér stað á mörkuðum á Norður- löndunum. Viðskipti á skuldabréfa- markaði héldu vel í við síðasta ár og árið var skuldabréfafjárfest- um gjöfult,“ segir Þórður og telur stórlega vannýtt tækifæri á bæði skuldabréfa- og hlutabréfamarkaði fyrir traust fyrirtæki og fjárfesta. Hann bendir á að á nýju ári hafi um tíu fyrirtæki boðað komu sína á hlutabréfamarkað. - óká Viðskipti með skuldabréf voru um 99 prósent allra viðskipta í Kauphöllinni á árinu 2010: Hlutabréfavelta dróst saman um helming Helstu stærðir kauphallarviðskipta 2009 og 2010 2009 2010 Skuldabréfamarkaður, dagl.velta 11,0 milljarðar 11,4 milljarðar Hlutabréfamarkaður, dagl. velta 203 milljónir 102 milljónir Úrvalsvísitala breyting -18,5% +14,6% Vísitala 5 ára óverðtr. skbr. 21,8% 21,6% Vísitala 10 ára verðtr. skbr. 18,5% 12,5% Mesta hlutdeild á hlutabr.markaði Arion banki (28%) Landsbankinn (28%) Mesta hlutdeild á skuldabr.markaði MP banki (32%) MP banki (28%) Heimild: Nasdaq OMX Iceland EVRÓPUSAMBANDIÐ Í bígerð er að samninganefnd Íslands í aðildar- viðræðum við Evrópusambandið, ESB, og ráðherranefnd um Evr- ópumál sæki um styrki vegna umsóknarferlis að bandalaginu og til að búa landið undir aðild að ESB. Hugmyndin var kynnt á fundi ríkisstjórnar fyrir jól og var ákveðið að setja málið í hendur ráðherranefndar um Evrópumál. Katrín Jakobsdóttir menntamála- ráðherra, sem sæti á í nefndinni, segir ekki búið að afgreiða málið og vildi ekki tjá sig frekar um það. Auk hennar sitja í nefndinni Jóhanna Sigurðardóttir forsætis- ráðherra, Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra og Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Össur vildi ekki tjá sig um málið í gær þegar eftir því var leitað. Um tvenns konar styrki er að ræða, annars vegar svokallaða IPA-styrki, sem ESB veitir hugsan- legum aðildarríkjum til að búa sig undir aðild að bandalaginu, og hins vegar TAIEX-styrki, sem fela í sér sérfræðiaðstoð. Fyrri styrkjaflokkurinn felur í sér beinan óaftur kræfan fjárhagsleg- an stuðning við hugsanleg aðildar- ríki. Í hinum felst að ESB greiðir fyrir komu sérfræðinga um ein- staka málaflokka á vegum aðildar- ríkja sambandsins hingað. Upphaflega átti hvert ráðu- neyti fyrir sig að sækja um styrki til ESB. Andstaða var mikil gegn þeim í röðum þeirra sem mótfalln- ir eru aðildarviðræðum og styrkj- unum líkt við mútur. Ögmundur Jónasson dóms- og samgöngumála- Hjáleið undirbúin fyrir ESB-styrkina Ríkisstjórnin hefur rætt um breytt fyrirkomulag á umsóknum um styrki frá ESB vegna aðildarumsóknar stjórnvalda. Tvær nefndir sækja um styrkina fyrir hönd ríkisins. Ráðherrar VG þurfa ekki að sækjast sjálfir eftir peningum frá ESB. ■ IPA er skammstöfun fyrir Instrument for Pre-accession Assistance. Styrkur- inn er hluti af stækkunarstefnu ESB. ■ Íslendingum býðst að þiggja styrkina ásamt öðrum hugsanlegum aðildar- ríkjum: Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Kósóvó, Króatíu, Makedóníu, Svartfjallalandi og Tyrklandi. Mörg þessara ríkja hafa raunar þegið styrkina árum saman. ■ Styrkjunum er ætla að aðstoða ríki við umbætur í stjórnmálalífi, efna- hagslífi og á öðrum sviðum. ■ Styrkirnir eru óafturkræfir, hvort sem af ESB-aðild viðkomandi ríkis verður eða ekki. ■ TAIEX er skammstöfun á Technical Assistance and Information Exchange. Þetta er sjóður sem heyrir undir stjórn stækkunarstjóra ESB og hefur það hlutverk að veita þeim ríkjum sem sækja um aðild að bandalaginu aðstoð sérfræðinga við að innleiða eða undirbúa innleiðingu regluverks ESB í lög. Styrkirnir í hnotskurn KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Ríkisstjórnin kynnti fyrir jól hjáleið fyrir styrkumsóknir frá Evrópusambandinu sem sætta á andstæð- inga aðildarumsóknar. Menntamálaráðherra segir ekki búið að afgreiða málið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ráðherra setti umsóknir forvera sinna um ESB-styrki á ís auk þess sem Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra og Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, lýstu því yfir að þeir ætl- uðu ekki að sækja um styrki fyrir ráðuneyti sín. Katrín Jakobsdóttir segist reikna með að sótt verði um lágan styrk, aðallega í tengslum við þýðingar. Eftir því sem næst verður komist var gerð sátt í málinu við þá ráðherra sem harðastir stóðu gegn styrkjum ESB. Í sáttinni felst að þeir sækja ekki sjálfir um styrki heldur er farin fyrrnefnd hjáleið. Hugmyndin hafi því verið kynnt með vitund og vilja ráðherra Vinstri grænna. Ekki náðist í Stefán Hauk Jóhannesson, formann samninga- nefndar Íslands, vegna málsins. jonab@frettabladid.is VIÐSKIPTI Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, hlaut Viðskiptaverðlaun Viðskipta- blaðsins í ár. Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í hádeginu í gær. Um leið afhenti ráðherrann, fyrir hönd blaðsins, hugbúnaðar- fyrirtækinu Betware Frum- kvöðlaverðlaun Viðskiptablaðs- ins 2010. Björgvin Guðmundsson, rit- stjóri Viðskiptablaðsins, hrós- aði við athöfnina Rannveigu fyrir réttar ákvarðanir í rekstri álversins sem tryggt hefðu rekstur þess til lengri tíma. Rannveig Rist er fyrsta konan til að fá viðskiptaverðlaun Við- skiptablaðsins frá því þau voru fyrst afhent árið 1996. - óká Viðurkenning Viðskiptablaðsins: Rannveig Rist og Betware hlutu verðlaun VERÐLAUN Björgvin Guðmundsson ritstjóri, Rannveig Rist forstjóri og Árni Páll Árnason ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÉLAGSMÁL Nýtt hjúkrunarheim- ili á að rísa á Seltjarnarnesi árið 2013. Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, og Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar- stjóri Seltjarnarnesbæjar, undir- rituðu samning þess efnis í gær. Samkvæmt samningnum mun sveitarfélagið leggja til lóð og ann- ast hönnun og byggingu hjúkrunar- heimilisins. Ráðuneytið mun á 40 árum greiða sveitarfélaginu hlut- deild í húsaleigu, sem ígildi stofn- kostnaðar. Hönnunarvinna á að hefjast þegar í stað og áætlað er að þrjá- tíu rýma hjúkrunarheimili verði til- búið seinni hluta ársins 2013. - þeb 30 rými á Seltjarnarnesi: Hjúkrunar- heimili rís 2013 VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 14° 7° 1° 3° 0° 5° 2° 2° 21° 6° 15° 8° 24° 2° 2° 10° 1°Á MORGUN 5-10 m/s SV-til, annars hægari. SUNNUDAGUR 3-8 m/s, hlýnandi. 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 -2 -2 0 0 -3 -6 -4 1 4 -8 -7 -1 3 2 -3 -6 5 5 6 4 1 GLEÐILEGT ÁR! Flott áramóta veður um nánast allt land en það dregur úr vindi og léttir víðast til síðdegis. Hins vegar verður skýjað og örlítið stífari suðaustanátt á suðvesturhorninu en fínt veður engu að síður. Það kóln- ar heldur með deginum og verður frost í nótt víða á bilinu 0-7 stig. VEÐRIÐ UM MIÐNÆTTI Í KVÖLD Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður RÚSSLAND, AP Rússneski auðjöfurinn Mikhaíl Khodorkovskí fékk fjórtán ára fangelsisdóm í gær fyrir að hafa stolið olíu frá eigin olíufélagi, Yukos. Khodorkovskí hefur setið í fangelsi frá árinu 2003 fyrir aðrar sakir og dregst sá tími frá dómnum. Platon Lebedev, viðskiptafélagi Khodorkovskís, hlaut einnig fjór- tán ára fangelsisdóm. Vladimír Pútín forseti hefur verið sakaður um að hafa beitt þrýstingi sínum og réttarhöldin séu því hefndaraðgerð fyrir það hve Khodorkovskí hefur verið óhræddur við að gagnrýna og standa uppi í hárinu á Pútín. - gb Khodorkovskí dæmdur: Fékk enn lengri fangelsisdóm MIKHAÍL KHODORKOVSKÍ OG PLATON LEBEDEV Sakborningarnir tveir bak við gler í réttarsal. NORDICPHOTOS/AFP Greitt í dag Tryggingastofnun hefur ákveðið að greiðslur vegna janúarmánaðar verði greiddar út í dag en nokkurrar óánægju gætti meðal skjólstæð- inga stofnunarinnar þar sem til stóð að greiða bæturnar út hinn 1. janúar. TRYGGINGASTOFNUN GENGIÐ 30.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 208,0272 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,46 116,02 178,48 179,34 153,09 153,95 20,536 20,656 19,589 19,705 17,005 17,105 1,4174 1,4256 177,87 178,93 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is Þjálfað er í rólegu, þægilegu umhverfi og undir stöðugu eftirliti fagfólks, sjúkraþjálfara og hjúkrunarfræðings með áralanga reynslu og mikla þekkingu. Kynntu þér málið. Nánari upplýsingar undir hópþjálfun á heimasíðunni www.gigt.is Upplýsingar og skráning á skrifstofu G.Í. Ármúla 5, sími 5303600 Leikfiminámskeið hefjast miðvikudaginn 5. janúar Fjölbreytt úrval tíma - skráðu þig á skrifstofu GÍ STOTT-PILATES jóga karlahópur vatnsleikfimi Almenn leikfimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.