Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 6
6 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR 1,2 1,0 0,8 0,6 0,4 0,2 0 Veikindadagar 16 . m aí 16 . d es . 16 . j ún í 16 . j úl í 16 . á g. 16 . s ep . 16 . o kt . 16 . n óv . H M í fó tb ol ta H au st ar o g pe st ir by rja a ð ga ng a Heldur fleiri virðast hafa það gott Gæði lífs 60 50 40 30 20 10 0 ■ Dafna ■ Í basli ■ Í þrengingum G en gi sl án ad óm ur M ót m æ lt vi ð Al þi ng i M in nk an di ó vi ss a og jó lin í ná nd ? Fleiri veikir heima á meðan fótboltinn rúllaði í sumar Veikindi landsmanna virðast ekki bara sveiflast eftir árstíðum, því umtalsvert fleiri voru frá vinnu eða skóla vegna veikinda eftir að Heimsmeistaramótið í fótbolta hófst í júní en yfir sumarmánuðina almennt. Þetta kemur fram í könnunum Capacent Gallup. Að meðaltali voru landsmenn heima veikir hálfan dag í mánuði yfir sumartímann almennt. Skömmu eftir að heimsmeistaramótið hófst fór fjöldi veikindadaga nálægt því að verða einn í mánuði. Ekki er hægt að fullyrða um tengsl fótboltamótsins og veikindadaga. Haraldur Briem sóttvarnalæknir segist ekki vita til þess að einhver skæður smitsjúkdómur hafi lagt landann í rúmið. Yfir það tímabil sem Capacent hefur kannað, frá miðjum maí fram til loka desember, segjast þátttakendur í könnunum að meðaltali hafa verið veikir í 0,65 daga í mánuðinum áður en hver könnun var gerð. Sé það meðaltal svipað þá mánuði sem könnunin nær til má reikna með að meðalmaðurinn sé frá vinnu eða skóla sökum veikinda í átta daga á ári. Sveiflur í fjölda veik- indadaga fylgja árstíðunum, fleiri eru veikir þegar fer að hausta, og færri á sumrin þegar færri pestir eru í gangi. Í könnunum Capacent Gallup er nú líka spurt um líkamlega heilsu fólks. Þar kemur í ljós að um 12,9 prósent að meðaltali höfðu einhver einkenni veikinda; hausverk, flensu eða kvef; daginn áður en könnunin var gerð. Heilsufar landsmanna sveiflast eftir árstíðum, eins og lesendur gætu þekkt á eigin skinni. Þannig voru að meðaltali 11,3 prósent með einhver af ofangreindum einkennum veikinda yfir sumartímann, en 14,2 yfir vetrartímann. FRÉTTASKÝRING Hvað má lesa úr könnunum þar sem reynt er að meta líðan og heilsu landsmanna? Heldur meiri bjartsýni virðist gæta meðal landsmanna um aðstæðurn- ar í eigin lífi eftir því sem líður á árið, samkvæmt nýjum mæling- um Capacent Gallup. Sveiflurnar í líðan landsmanna eru þó tölu- verðar, og virðast gjarnan standa í samhengi við stóra viðburði í sam- félaginu. Capacent Gallup hefur frá því í maí síðastliðnum spurt þátttak- endur í vikulegum netkönnun- um nánar út í eigin líðan en áður hefur þekkst. Hingað til hafa efna- hagslegir þættir verið í forgrunni þegar staðan hjá fólkinu í landinu er könnuð, en nú bætist í flóruna. Meðal þess sem nú er farið að kanna eru gæði lífs landsmanna. Þar er fólk annars vegar beðið um að meta líf sitt á skalanum 0 til 10. Það er einnig beðið um að meta hvernig líf þess gæti þróast á næstu fimm árum. Meirihluti landsmanna dafnar ágætlega, samkvæmt könnunum Capacent. Það þýðir að fólk telur líf sitt nú gott, og telur að það verði jafnvel betra eftir fimm ár. Þegar staðan var fyrst könnuð um miðjan maí féllu ríflega 45 prósent í þann hóp, en nú er þar ríflega helming- ur, um 53 prósent. Heldur færri telja sig eiga í þrengingum nú en þegar mælingar hófust. Með þrengingum er átt við að fólk telur líf sitt frekar slæmt, og það komi ekki til með að verða betra eftir fimm ár. Alls eru 2,2 prósent í þeirri stöðu nú, en voru 3,1 prósent um miðjan maí. Færri í basli en and- legri heilsu hrakar Nýjar mælingar Capacent Gallup sýna að landsmenn verða heldur bjartsýnni um eigið líf eftir því sem líður á árið. Stórir viðburðir á borð við gengislánadóm Hæstaréttar og mótmæli við Alþingi virðast hafa bein áhrif á líðan almennings. Þeir sem falla í hvorugan hóp- inn eru þeir sem sagðir eru í basli. Heldur hefur fækkað í þeirra hópi á sama tíma og þeim sem dafna vel fjölgar. Um 45 prósent teljast vera í basli nú, en voru um 52 prósent í maí. Talsverðar sveiflur eru á því hvernig fólk metur stöðu sína. Til dæmis jókst bjartsýni þegar gengis lána dómur Hæstaréttar féll um miðjan júní, en minnkaði hratt aftur. Mögulega gæti það tengst viðbrögðum stjórnvalda og annarra við dóminum. Svartsýnin jókst svo talsvert þegar mótmælt var við setningu Alþingis í byrjun október. Andleg líðan fer versnandi Þrátt fyrir þá auknu bjartsýni á eigin stöðu í dag og í framtíðinni sem mælist í könnun Capacent virðist andlegri líðan landsmanna heldur hraka. Í könnunum fyrirtækisins er nú spurt ýtarlega um andlega líðan fólks. Svör fólks skipa því í tvo hópa. Þá sem upplifðu mikla ham- ingju eða gleði og litlar áhyggj- ur eða streitu daginn fyrir könn- unina. og þá sem upplifðu mikla streitu og áhyggjur en ekki mikla hamingju eða gleði. Þar virðist heldur halla undan fæti hjá landsmönnum, þrátt fyrir að gleðin virðist aukast lítillega um jólin. Nú upplifa um 33 pró- sent frekar gleði en áhyggjur, en hlutfallið var um 38 prósent um miðjan maí. Áberandi fleiri upplifðu gleði frekar en áhyggjur um miðjan júní, þegar gengislánadómur Hæstaréttar féll. Það sama átti við nokkrum mánuðum síðar, á sama tíma og mótmælt var við setningu Alþingis í byrjun október. brjann@frettabladid.is 16 . m aí 16 . d es . 16 . j ún í 16 . j úl í 16 . á g. 16 . s ep . 16 . o kt . 16 . n óv . Heimild: Capacent Gallup Heimild: Capacent Gallup ÖRYGGISMÁL Persónuvernd segir að Hagar og Norvík megi ekki dreifa myndum af meintum þjófum í verslunum félaganna til dótturfélaga sinna. Bæði Hagar og Norvík eru með miðlægan gagnagrunn með myndum af meintum þjófum í verslunum í eigu dótturfyrirtækja félaganna. Persónuvernd fékk athugasemdir frá við- skiptavinum vegna notkunar slíkra mynda í versluninni Zöru í Kringlunni og Nóatúns- verslunum á Háaleitisbraut og í Nóatúni. „Í vettvangsheimsókn í Nóatúnsverslun að Hringbraut 121 reyndust allmargar myndir vera hengdar upp á veggi og í Nóatúni 18 var fjöldi mynda í harðspjaldamöppum. Myndirn- ar voru sagðar hafa komið frá Norvík,“ segir í úrskurði Persónuverndar um Norvík. Svipaða sögu hefur Persónuvernd að segja úr verslun- inni Zöru sem er í eigu Noron ehf., dóttur félags Haga. „Í ljós kom að í tölvu í verslun Zöru í Kringlunni var margar myndir að finna. Þá var einnig stórt safn mynda að finna hjá öryggis- deild Haga,“ segir í úrskurðinum um Haga. Persónuvernd segir fyrirtæki mega verja sig með almennu eftirliti í þágu öryggis og eigna- vörslu, svo sem með notkun eftirlitsmynda- véla. Þau geti eftir því sem þörf krefji miðlað til lögreglu upplýsingum um refsivert athæfi. „Að baki þessu ákvæði býr meðal annars sú grunnregla íslensks réttar að uppljóstran saka- mála og refsivarsla er á hendi lögreglu,“ segir Persónuvernd. - gar Persónuvernd segir stórfyrirtæki ekki mega dreifa myndum af meintum þjófum til verslana dótturfyrirtækja: Bannað að skiptast á búðarþjófamyndum HANDTÖKUR Á LAUGAVEGI Lögreglan hafði hendur í hári þjófagengis sem lét greipar sópa á Laugavegi í mars síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Námskeið Kvíðameðferðar - stöðvarinnar á næstunni Kvíðameðferðarstöðin mun bjóða upp á nokkur námskeið á komandi mánuðum. Unnið er út frá aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar þar sem kenndar eru aðferðir til að ná tökum á vanda af ýmsum toga. Einnig eru námskeið við hundafælni og víðáttufælni framundan. Nánari upplýsingar um námskeið Kvíðameð- ferðar stöðvarinnar má finna á www.kms.is. Skráning fer fram í símum 534-0110 eða með tölvupósti á kms@kms.is. Námskeið: Námskeið hefst: Námskeið við félagsfælni 10. janúar Námskeið við ræðukvíða 10. janúar Almenn kvíðastjórnun 1. febrúar Námskeið við ofsakvíða 3. febrúar Námskeið við svefnvanda 2. febrúar Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS F í t o n / S Í A Verður haldinn á Hilton Reykjavik Nordica hotel þann 11. janúar nk. kl. 19.30. Dagskrá : Lagabreytingar. Samkvæmt 28. grein laga VR skal skila tillögum um lagabreytingar til félagsstjórnar eigi síðar en 7 dögum fyrir fund. Önnur mál. Félagsmenn hvattir til að mæta. Framhaldsaðalfundur VR Á að skera niður í mennta- málum? Já 33,8% Nei 66,2% SPURNING DAGSINS Í DAG Stóðst þú við áramótaheitið sem þú strengdir síðast? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.