Fréttablaðið - 31.12.2010, Side 10

Fréttablaðið - 31.12.2010, Side 10
10 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR FÓLK Í FRÉTTUM ÁRIÐ 2010 Anna Björk Ólafsdóttir er bóndi á bænum Raufarfelli undir Eyjafjöllum. Skömmu eftir að eldgosið í Eyjafjallajökli hófst flutti hún með fjölskylduna sína á Hvolsvöll. „Við tókum þá ákvörðun á laugardag að fara. Þá var allt í svartamyrkri og við ósofin vegna hávaða sem fylgdi gosinu aðfaranótt laugardags þegar þrumur og eldingar voru,“ sagði hún í samtali við Fréttablaðið 19. apríl. „Við snerum að mestu leyti aftur að Raufarfelli í sumar,“ upplýsir Anna Björk þegar slegið er á þráðinn til hennar. „Þá hafði gróður tekið alveg ótrúlega vel við sér, miklu betur en við höfðum þorað að vona.“ Kýrnar á bænum voru fluttar austar í sveitir og eru þar enn, en á Raufarfelli er þó megináhersla á nautgriparækt. Meðan fjölskyldan dvaldi á Hvolsvelli var því ekin 40 kílómetra leið til að sinna skepnunum. „Við höfum samt ekki þurft að nýta okkur afleysingaþjónustuna sem bændum stóð til boða, góðir grannar hafa stundum hjálpað okkur,“ segir Anna Björk. Anna Björk kveður það hafa verið ótrúlegt að fylgjast með hversu vel gróðurinn dafnaði í sumar. „Við áttum ekki von á því, en þrátt fyrir það þá verður maður mikið var við öskuna enn hér. Það var til dæmis öskubylur hér í viku um daginn. Það gerist ef ekki hefur rignt um skeið þá þornar askan strax og fýkur um ef vind hreyfir. Og hún smýgur alls staðar inn. Á svona dögum er heldur ekki verandi úti nema með grímur,“ segir Anna og bætir við að haustið hafi samt verið nokkuð gott vegna góðrar tíðar. „Það sem við kvíðum hér núna er hvernig vorleysingarnar verða og hvað mun fylgja þeim. Það er svo mikil aska uppi í fjöllunum, þetta er svo gríðarlegt magn af efni og maður áttar sig ekki á hvernig það mun berast með vorflóðum. Svo vitum við að sjálfsögðu ekki núna hvort við munum geta heyjað af túnum næsta sumar, það gátum við ekki síðasta sumar,“ segir Anna Björk en bætir við að þrátt fyrir þessa óvissu ætli fjölskyldan sér ekki annað en að búa áfram að Raufarfelli. Hún segir ólýsanlega lífsreynslu að hafa upplifað nálægðina við gosið. „Það er í fyrsta lagi sérkennileg reynsla að þurfa að yfirgefa húsið sitt að næturþeli vegna eldgoss, eins og við þurftum fyrst að gera vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi. Við vorum mátulega búin að jafna okkur á því þegar við vorum aftur ræst út vegna gossins í Eyjafjallajökli.“ - sbt FLUTT AFTUR AÐ RAUFARFELLI Halldór Elías Guðmundsson djákni var staddur á Haítí þegar stærðar jarðskjálfti reið yfir eyjuna 12. janúar síðastliðinn með þeim afleiðingum að 200 þúsund manns létust og mörg hundruð þúsund urðu heimilislaus. Halldór Elías var í námsferðalagi á Haítí og hafði einungis dvalist á eynni í 36 tíma þegar skjálftinn reið yfir. Hann segist oft hugsa til fólksins sem hann hitti þar úti, en hann komst til Dómíníska lýðveldisins nokkrum dögum eftir skjálftann: „Ég hugsa ekki endilega svo mikið um skjálftann sjálfan og sef alveg á nóttnni. Ég passaði mig líka mjög á því að taka ekki allt inn sem ég sá og setja mig ekki í aðstæður sem ég réði ekki við. Tengslin sem ég myndaði við fólk þennan tíma eru mér hins vegar mjög hugleikin. Þá er ég að tala um íbúa landsins sem fylgdu hópnum sem ég var í eftir skjálftann, þar með talið starfsfólk Sameinuðu þjóð- anna, fólk sem var að vinna við gríðarlega erfiðar aðstæður en tóku okkur engu að síður að sér.“ Halldór Elías var staddur á Haítí til þess að skoða hjálparstarf sem banda- rískur söfnuður hefur staðið fyrir á Haítí og hvernig kirkja og hjálparstarf geta spilað saman. „Ég sá það með eigin augum á Haítí hversu mikilvægt það er fyrir innfædda að hafa sjálfir úrræði til að vinna úr, frekar en að hjálpin berist öll að utan,“ segir Halldór Elías sem hefur fylgst grannt með þróun mála á Haítí síðan hann kom heim. „Mér sýnist það ganga misvel að reisa landið úr rústum, það hefur verið ágætis uppbygging í bænum þar sem við vorum en í Port au Prince er til dæmis svo mikið flæmi að það er miklu erfiðara að ná yfir ástandið þar. Svo eru alls konar óvænt vandamál sem hafa skotið upp kollinum, húsaleiga hefur til dæmis þotið upp út af erlendu hjálparstarfsmönnunum sem þó eru enn nauðsynlegir.“ Halldór Elías segist hafa verið mjög upptekinn af því fyrst eftir að hann fór frá Haítí að hann yrði að koma þangað aftur. „En aðstæður eru bara svo erfiðar þarna enn að ég yrði meiri byrði en góður gestur eins og staðan er,“ segir hann. - sbt FYLGIST VEL MEÐ HAÍTÍ Fréttir snúast um fólk. Fréttablaðið heyrði í nokkrum einstaklingum sem komust í fréttirnar á árinu sem er að líða. Upplifðu hamfarir, áföll og óvissu Júlíus Már Baldursson landnámshænuræktandi missti allar hænur sínar þegar útihúsin við bæinn Tjörn á Vatnsnesi brunnu til kaldakola 28. mars síðastliðinn. „Ég er bara í áfalli og enn að átta mig á þessu,“ sagði Júlíus í samtali við Frétta- blaðið en í húsunum voru 250 landnámshænur, fjórir heimiliskettir og um þús- und egg með lifandi ungum, sem áttu að klekjast út á næstu fjórum dögum. „Ég ákvað strax á mánudeginum eftir brunann að halda áfram,“ sagði Júlíus þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í vikunni. „Ég átti tíu hana sem björguðust og eggjunum sem ég hafði tekið frá daginn fyrir brunann kom ég til góðra vina í útungun. Svo fékk ég líka egg frá bændum sem hafa fengið hænur frá mér þannig að ég er kominn með minn stofn aftur.“ Í júlí var Júlíus kominn með fugla og þeir fyrstu fóru að verpa í nóvember, markmið hans var alltaf að ná sömu stofnstærð í mars og hann hafði verið með, 250 fugla. „Ég ætlaði að hefja sölu á eggjum þá en vandamálið er að það er pattstaða hjá mér út af útihúsum og aðstöðu. Ég gerði bráðbirgðaaðstöðu í fjárhúsinu fyrir hænurnar en hún dugar ekki til frambúðar. Tjörn er ríkisjörð og framkvæmdir eru í höndum landbúnaðarráðuneytisins, og ég veit ekki hvort fjárhúsin verða tekin í gegn eða byggt nýtt. Ég er í raun að verða tilbúin með stofninn en vantar aðstöðuna.“ Stór hluti vandans liggur að sögn Júlíusar í því að hann hefur ekki fengið tjónið bætt. „Tryggingafélagið, TM, hefur ekki haft samband við mig síðan þeir komu hingað daginn eftir brunann, málið er að á meðan ég fæ ekki trygginga- bæturnar get ég ekkert gert, ég er bara blankur.“ Júlíus segir brunann hafa verið mikið áfall. „Það var náttúrlega mikið sjokk og áfall að vakna við svona lagað og líðanin er eins og að vera í rússibana. Fyrstu dagana eftir brunann voru dýrin líka úti um allt og ömurlegt að þurfa að horfa upp á það. En þegar rannsókn var lokið tók hreinsunin skamman tíma.“ Rann- sókn lögreglu leiddi í ljós að kviknað hafði í út frá rafmagni. Júlíus segir þann hlýhug sem hann fann í kjölfar eldsvoðans hafa styrkt sig til dáða. „Ég fékk 900 tölvupósta í kjölfar eldsvoðans bæði frá fólki sem hafði keypt af mér og fólki sem ég þekkti ekki neitt,“ segir Júlíus sem bíður með óþreyju eftir að fá lausn sinna mála, til þess að hann geti byrjað á nýjan leik að selja landnámshænuhegg. „Það hefur verið hefur verið mitt helsta áhugamál í þrjátíu ár að vernda stofninn og ég hyggst halda því áfram.“ - sbt FÉKK 900 TÖLVUPÓSTA Við óskum viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári með þökkum fyrir viðskiptin á því sem er að líða. Árlegur styrkur MP banka til góðgerðarfélags, sem viðskiptavinir tóku þátt í að velja, fer til Einstakra barna, stuðningsfélags barna með sjaldgæfa sjúkdóma eða skerðingar. Starfsfólk MP banka Hátíðarkveðja frá MP banka Ármúla 13a | Borgartúni 26 | 540 3200 | www.mp.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.