Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 16
16 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Er heilbrigðiskerfið ekki dýrt? Launa- kostnaður of mikill? Þarf ekki að skera niður útgjöld? Allt of lengi hefur umræða innan þings og utan um heilbrigðiskerfið og heilbrigðis- stéttir verið bjöguð í meira lagi. Allt of lengi hefur verið einblínt á hvað kerfið kostar, hversu mannfrekt það er og skelfilegar launakröfur þeirra sem telja sig of góða til að framfleyta fjölskyldunni á hugsjón og ánægju einni saman. Auðvitað skiptir máli hvernig fjármunir eru nýttir sem lagðir eru inn í heilbrigðiskerfið. En þegar einblínt er á kostnað inn en blinda auganu snúið að fram- legðinni, er nema von að heildar- sýnin verði bjöguð? Röng? Oft gleymist að heilbrigðis- þjónusta er ekki bara þjónusta, heldur iðnaður. Hún framleiðir hagnað og virðisauka – manns- lífa. Hún mælist kannski illa sem hluti af vergri landsfram- leiðslu en var það ekki Robert Kennedy sem kvað verga landsframleiðslu mæla allt nema það sem gerði lífið þess virði að lifa því? Hugleiðum hvernig líf okkar og sam- félag væri nyti heilbrigðisþjónustu ekki við. Hvers við færum á mis. Því þegar barn heldur heyrninni og málinu eftir endurteknar eyrnabólgur – þakkaðu heil- brigðisstarfsmanni. Þegar fjölskyldu- föður batnar af þunglyndi eða áfengis- sýki – þakkaðu heilbrigðisstarfsmanni. Þegar amma og afi halda sjóninni eða fá hana aftur – þakkaðu heilbrigðisstarfs- manni. Við hjálpum fólki og hjálpum því að hjálpa sér. Við styðjum, við styrkjum, við læknum. Við framleiðum heilsu. Vegna okkar skila einstaklingar þjóðarinnar meiru til fjölskyldu og samfélags; efnahagslega, félagslega og menningar lega. Slæmt er að blinda augað sér ekki gæðin sem koma úr heil- brigðiskerfinu. Verra er að blinda augað sér ekki óveðursskýin hrannast upp, rétt eins og fyrir bankahrun. Blinda augað sér ekki að fjöldi almennra lækna á LSH er hættulega lágur eftir um 20% niðurskurð á einu ári. Blinda augað sér ekki að læknar sækja ekki um lausar stöður. Blinda augað sér ekki að læknar fara nú fyrr út til sérnáms og snúa ekki heim að því loknu. Blinda augað sér ekki að læknum fækkar og fækkar og fækkar … Er blinda augað blint eða bara lokað? Hvort heldur, þá virðist erfitt að lækna það. En kannski þarf ekki lækna til þess að lækna blinda augað – heldur einmitt það að enginn læknir verði eftir. Blinda augað Heilbrigðis- mál Eyjólfur Þorkelsson formaður Félags almennra lækna SPOTTIÐ Ráðherrar geta ekki beitt handafli gegn ákvörð- unum sem teknar eru af stjórnendum háskóla. F yrir fáeinum vikum flutti Michael Porter, prófessor við Harvard-háskóla, merkilegan fyrirlestur í Háskólabíói, þar sem hann dró upp mynd af þeim gríðarlegu tæki- færum sem gætu falizt í jarðvarmaauðlindum Íslands og þeirri þekkingu á nýtingu þeirra, sem hefur byggzt upp hér á landi, til að skapa arðvænlega, alþjóðlega atvinnustarfsemi. Porter sagði við sama tækifæri að Íslendingar einblíndu í baksýnis- spegilinn og hugsuðu og töluðu um hrunið og hverjum það væri að kenna, í stað þess að horfa fram á við, leita að tækifærum landsins og grípa þau. Vissulega er mikilvægt að ljúka uppgjörinu við bankahrunið. Þeir sem brutu af sér í aðdraganda þess eiga að sæta ábyrgð. Fyrir framtíð Íslands er hins vegar miklu mikilvægara að læra af mistökunum sem voru gerð fyrir hrun og gera breytingar sem koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. Þannig skiptir hin víðtæka umbótaáætlun, sem þingmannanefnd um viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis lagði fram, langtum meira máli fyrir framtíðina en réttarhöldin fyrir Landsdómi, sem kalla má afleiðingu starfs sömu nefndar. Þó er hætt við að athyglin beinist fremur að réttarhöldunum á nýja árinu en hvernig gengur að hrinda í framkvæmd breytingum í pólitík, stjórnsýslu og löggjöf sem eiga að hindra að sagan endurtaki sig. Vonandi gleyma alþingis- menn ekki fyrirheitunum sem þeir gáfu allir sem einn. Á nýju ári skulum við endilega ekki láta bölmóðinn bera bjart- sýnina ofurliði. Bankahrunið á Íslandi er ekki versta efnahagshrun sem ríki hefur gengið í gegnum. Mörg hafa fengið stærri skell og engu að síður náð sér á strik á ný. Mikill meirihluti Íslendinga býr við lífskjör sem flestir jarðarbúar telja öfundsverð. Tækifærin eru óteljandi til að auka á ný verðmætasköpun og hagvöxt, bæta lífs- kjörin og búa til störf handa þeim sem hafa misst vinnuna eftir hrun. Við eigum að forðast minnimáttarkennd í samskiptum við umheiminn og þvert á móti einsetja okkur að sýna að við höfum lært af mistökunum og séum þjóð meðal þjóða. Við eigum að taka alvarlega ábendingar manna eins og Michaels Porter um að horfa fram á veg í stað þess að stara í baksýnis- spegilinn. Þannig komum við auga á tækifærin og getum fært okkur þau í nyt. Við eigum að sjálfsögðu að skoða þau með gagnrýnum huga, en forðast að láta tortryggni og öfund í garð frumkvöðla og athafnamanna ýta undir kyrrstöðu og aðgerðaleysi. Án þeirra mun efnahagslífið nefnilega aldrei ná sæmilegum kröftum. Við getum vel samfagnað þeim sem koma ár sinni vel fyrir borð þótt við látum ekki blindast af sömu peningaglýjunni og villti mörgum sýn á upp- gangsárum áratugarins. Á áratugnum sem nú er senn liðinn hefur íslenzkt þjóðfélag sveiflazt öfganna á milli. Á nýjum áratug tekst okkur vonandi að finna skynsamlegri meðalveg. Gleðilegt ár! Árið 2011 getur orðið ár tækifæranna. Bjartsýni í stað bölmóðs Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN kg 27 SEK 3 5 7,5 Það er magnaður stígandi í þessari. Rauðar kúlur með hala sem springa út í þéttar silfraðar stjörnur, stígandi ljósagangur sem endar síðan með miklum hávaða og látum. Ein af þeim betri. 2 Rugl ársins Um áramót er til siðs að velja hitt og þetta ársins. Nokkrir flokkar liggja enn óbættir hjá garði. Einn er rugl- ingur ársins. Þeim heiðri verður hér deilt á milli þingkonunnar Vigdísar Hauksdóttur, sem lagði fram óþingtæka tillögu um þjóðar- atkvæðagreiðslu um Evrópu- sambandið og kenndi síðan starfsfólki þingsins um, og stjórnlagaþingmannsins Péturs Gunnlaugsson- ar, sem jós úr skálum vandlætingar sinnar yfir Kristínu Árna- dóttur á blaða- mannafundinum um skýrslu rannsóknarnefndar en fékk svo að vita að hann væri að tala við Kristínu Ástgeirsdóttur. Hann stóð samt við gagnrýnina. Hreinskilni ársins Hreinskilni ársins kom frá Þór Sigfússyni, fyrrverandi forstjóra Sjóvár. Ólíkt kok- hraustum bræðrum sínum úr viðskiptalífinu viður- kenndi hann í fréttaviðtali að óttast mjög niður- stöður rannsóknar sérstaks saksókn- ara á málefnum tryggingafélags- ins, enda hefði hann kvittað upp á samninga út og suður án þess að lesa þá. Þeir voru nefnilega margir svo hrikalega langir. Orð ársins Orð ársins gæti verið hestapest eða öskuspá, en þau blikna hins vegar í samanburði við hinn ótvíræða sigur- vegara: Tussufínt. Á því orði hófst tölvupóstur aðstoðarmanns mennta- málaráðherra um upplýsingaleka til blaðamanns, sem átti að fara yfir götuna til aðstoðar- manns fjármálaráðherra en endaði óvart í Bandaríkj- unum – hjá blaðamanni með tengsl við Ísland. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.