Fréttablaðið - 31.12.2010, Síða 24

Fréttablaðið - 31.12.2010, Síða 24
22 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR H var erum við sem þjóð á vegi stödd rúmum tveimur árum bak hruninu sem hér varð í október 2008? Óumdeilt er að við höfum glímt við mikla erfiðleika og hefur orðið heilmikið ágengt í að vinna okkur út úr þeim. Áfallið sem hér varð var af því- líkri stærðargráðu að óraunsætt og barnalegt væri að ætla að allt væri komið í samt lag tveimur árum síðar enda er það auðvitað ekki svo. Fjórir fimmtu hlutar fjármálakerfisins fóru á hliðina, ofvaxinn bygginga- og mannvirkjageiri hrundi saman, þúsundir misstu vinnuna á örfáum mánuðum, skuldir hlóðust á ríkið, tekjur féllu og útgjöld jukust. Samanburður við það sem var á árunum um og fyrir 2007 er líka óraunhæf- ur því þá lifðum við sannarlega um efni fram, í bólu skuldsetningar og sýndarverðmæta. En, raunhag- kerfið íslenska sem ekki hrundi hefur sannað styrk sinn og aðlögunarhæfni. Við áramót 2010 er staðan þessi: Ísland er löngu horfið af listum yfir þær þjóðir sem í mestri hættu eru taldar. Áhættuálagið á Ísland, sem fór yfir 1.000 punkta þegar verst lét eftir hrun, er nú komið niður í um 270 og fer lækkandi, er sem sagt orðið lægra en það var mánuðina fyrir hrunið 2008. Gengi krónunnar hefur styrkst umtalsvert á árinu og nú upp á síðkastið hefur Seðlabankinn hafið kaup gjaldeyris á markaði. Endurfjármögnun bankakerfis og sparisjóða er að mestu lokið og klárast það sem út af stendur væntanlega á allra næstu vikum. Vextir hafa lækkað skarpt eða úr 18% niður í 4,5%, til mikilla hagsbóta fyrir skuldsett heimili og atvinnu- líf sem og þá sem hyggja á fjárfestingar. Vextir hér á landi eru nú á svipuðum slóðum og þeir voru á evru- svæðinu 2008. Verðbólga lækkaði jafnt og þétt og er nú í desember komin inn fyrir viðmiðunarmörk Seðla- bankans (2,5%) í fyrsta sinn í 7 ár. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða til að aðstoða heimili og fyrirtæki í skuldavanda. Munu yfir 60 þúsund heimili njóta góðs af aðgerðum ríkisstjórnar innar. Munar þar ekki síst um hærri vaxtabætur og sérstaka vaxtaniðurgreiðslu sem munu nema í heild um 18 mia. kr. Árlegur heildarkostnaður heimila í landinu vegna vaxta og afborgana af hús- næðislánum er um 60 mia. kr. Til viðbótar þessu hafa fyrri úrræði verið verulega bætt, embætti umboðs- manns skuldara komið á fót og sú starfsemi verið stór- efld. Samkomulag hefur tekist um að vinna hratt úr skuldavanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Fjárlögin 2011 marka mikil tímamót í ríkisfjármál- um. Án aðgerða áranna 2009-2011 hefði ríkis sjóður stefnt í þrot vegna þess tekjufalls sem hann varð fyrir eftir hrun sem og þeirrar útgjaldaaukningar sem varð í formi stóraukins vaxtakostnaðar, aukins atvinnuleysis og margvíslegs herkostnaðar af völdum hrunsins. Þrátt fyrir mikinn niðurskurð hefur vel- ferðarkerfið verið varið. Samdrátturinn í velferðarút- gjöldunum á tveimur og hálfu ári er sennilega á bilinu 6-8% á meðan yfirstjórn og almennur rekstur er kom- inn í nálægt 20%. Samkvæmt fjárlögum næsta árs verður rétt tæp- lega 1% afgangur af frumjöfnuði í rekstri ríkisins (15,5 mia kr.). Gangi það eftir verður Ísland eitt af aðeins 8-10 OECD ríkjum sem ná jákvæðum frum- jöfnuði á næsta ári. Fáir hefðu spáð að það tækist haustið 2008. Þessum árangri tókst að ná við loka- afgreiðslu fjárlaga þó verulega væri dregið úr niður- skurði, einkum til velferðarmála og sums staðar bætt við. Með fjárlögum ársins 2011 er stærstur hluti nauðsyn legrar aðlögunar ríkisfjármálanna að baki. Í ársbyrjun er fjórða endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á dagskrá og mun marka tímamót. Með henni opnast aðgangur að síðasta hluta gjaldeyrislánanna og sér fyrir endann á áætluninni. Hagvöxtur og atvinna Hagvöxtur er talinn hafa verið 1,2% á þriðja ársfjórð- ungi þessa árs og allar hagspár gera nú ráð fyrir við- snúningi hagkerfisins, þ.e. landið er að komast út úr kreppunni. Öll skilyrði eru til að fjárfestingar fari vaxandi á næsta ári. Lækkun vaxta og úrvinnsla á skuldum heimila og ekki síður lítilla og meðalstórra fyrirtækja munu hafa örvandi áhrif. Búast má við að á nýju ári fari ýmis atvinnuverkefni í gang sem sum hver hafa beðið í óvissu frá hruni en önnur eru nýrri af nálinni. Um leið og stöðugleika hefur verið náð og staða landsins og orðspor fer batnandi bíða tækifærin í röðum. Flest bendir til þess að metár sé í vændum í ferðaþjónustu, tækni- og þekkingargreinar og hinn skapandi geiri sækja fram. Glíman við að ná niður atvinnuleysi og áframhaldandi aðgerðir til að gera fjármál hins opinbera sjálfbær verða í forgangi næstu mánuði og misseri. Við erum á réttri leið, en glímunni er hvergi nærri lokið. Auðnist okkur að vinna áfram í sæmilegum friði að hinu gríðarlega mikilvæga verkefni, endurreisn landsins, þá eru okkur allir vegir færir Íslendingum. Góður vinnufriður og stöðugleiki, í efnahagsmálum, á vinnumarkaði og í stjórnmálum, er okkur áfram lífsnauðsynlegur. Það er í okkar höndum að gera árið 2011 að góðu ári, ári mikils umsnúnings til hins betra. Ég þakka Fréttablaðinu og lesendum þess samfylgd- ina á árinu og óska landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs. Höfundur er fjármálaráðherra og formaður VG. 2011, ár endurreisnar! STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Þ etta verður ekki hefðbundin áramóta- grein um þau miklu tækifæri sem bíða þjóðarinnar á nýju ári. Um það hef ég fjallað við hvert tækifæri stóran hluta ársins 2010. Það er enda fullt tilefni til því framtíðarmöguleikar Íslands eru meiri en flestra ríkja heims. Þær ábend- ingar og staðreyndirnar sem liggja þar að baki hafa hins vegar vakið litla athygli í fjölmiðlum og átt almennt erfitt uppdráttar í umræðunni. Ástæðan er sú að umræða um þjóðfélagsmál á Íslandi er föst í ,,niðurrifsspíral“. Afleiðingin er sú að sam- félagið hefur ekki nýtt þau uppbyggingartækifæri sem hafa verið til staðar. Ástandið er þegar orðið mjög skað- legt og það er alveg sérstaklega varhugavert til lengri tíma litið. Við þessu verðum við að bregðast á nýju ári. Á árinu 2011 kemur í ljós hvort við festumst í niður- rifsspíralnum eða snúum dæminu við og hefjum upp- bygginguna. Hvað þarf til? Til að átta sig á því er gagnlegt að líta aðeins til baka og læra af reynslunni. Það þarf ekki að fara langt aftur til að sjá hversu miklu máli það skiptir fyrir farsæld sam- félagsins að ræða kosti og galla pólitískra lausna fremur en að festast í ímyndar- og frasastjórnmálum. Ég þori að fullyrða að nánast allar þær lausnir sem við í Framsókn höfum barist fyrir frá efnahagshruninu hafi sannað gildi sitt. Það er auðvelt að færa rök fyrir því að hefði t.d. tillögum okkar frá því í febrúar 2009 verið fylgt væri staða íslenskra heimila, fyrirtækja og ríkisins allt önnur og betri en hún er nú. Ísland væri komið aftur á fullan skrið. Nokkur dæmi: 1. Það er ljóst að tækifæri var til að endurskipuleggja skuldir heimila og fyrirtækja á meðan þær skuldir voru afar lágt metnar, þar var um hundruð milljarða að ræða. 2. Það var hægt að forða því 108 milljarða tjóni sem ráðherrar töldu hafa lent á ríkinu vegna gengislánadóm- anna og stofna nýja banka með traust eignasöfn sem væru orðnir öflugir bakhjarlar atvinnuuppbyggingar. 3. Það þurfti ekki að bæta á þjóðina mörg hundruð milljarða Icesave-kröfum. 4. Það var hægt að breyta jöklabréfafarginu í efna- hagslegt eldsneyti og koma af stað fjölmörgum atvinnu- verkefnum og svo mætti lengi telja eins og ég hef gert í greinum fyrr á árinu. Þetta sjáum við allt núna en það mátti líka sjá þetta á sínum tíma hefðu menn verið tilbúnir til að ræða rök. Hugmyndir fengust hins vegar ekki ræddar vegna þess að pólitík hefur ekki fengið að snúast um það sem hún á að gera; samanburð ólíkra lausna. Hvað er að? Í því óstöðuga ástandi sem ríkir á Íslandi, þar sem gremjan og tortryggnin ráða för, nær pólitísk rökræða ekki í gegn. Í staðinn snýst umræðan öll um ímynd og þá stimpla sem settir eru á stjórnmálamenn og flokka. Stjórnmálunum er ætlað að leysa vandann en for- senda þess að þau geti það er að fólk geri upp á milli ólíkra flokka á grundvelli þeirra lausna sem þeir tala fyrir. Ef hins vegar allir eru settir undir sama hatt og stjórnmálamenn og flokkar metnir eftir fyrir fram gef- inni ímynd hættir lýðræðið að virka. Mikilvægi fjölmiðla Við þessar aðstæður veltur mikið á fjölmiðlum. Þeir ráða umræðunni og umræðan ræður því hvort ofan á verður pólitísk rökræða eða sleggjudómar. Vandinn er hins vegar sá að tilhneiging fjölmiðla er gjarnan sú að magna upp tíðarandann hverju sinni í stað þess að veita honum aðhald. Þeir viðmælendur sem fella hörð- ustu dómana og tala mest inn í ástandið ráða umræð- unni. Um leið gætir stundum (hér má alls ekki alhæfa) tilhneigingar til þess að umfjöllun snúist um að skapa atburðarás fremur en að segja frá henni. Það er allt til taks Það er allt til taks til að hefja öfluga uppbyggingu íslensks efnahagslífs og samfélags. Forsendan er sú að við veljum bestu leiðirnar. Til þess að svo megi verða þarf samvinnu. Stjórnmálamenn þurfa að leggja fram lausnir, milliliður stjórnmálanna og almennings, fjöl- miðlarnir, að miðla þeim hugmyndum áfram á hlutlæg- an hátt og fólk að gefa sér tíma til að kynna sér hvað stjórnmálaflokkar og -menn standa raunverulega fyrir og gera upp á milli þeirra á grundvelli þess. Þannig vinna allir saman og þannig verða vonandi bestu lausn- irnar fyrir valinu. Réttu lausnirnar eru til og það er ekkert því til fyrir- stöðu að nýta þær á árinu 2011 þannig að það verði ár viðsnúnings og framfara. Ég óska landsmönnum gleðilegs og gæfuríks árs. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Það eru til lausnir SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.