Fréttablaðið - 31.12.2010, Page 30

Fréttablaðið - 31.12.2010, Page 30
30 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR Síðasta stóra hljóðversplata Bjarkar, Volta, kom út vorið 2007. Nú í vor, fjór- um árum síðar, er von á þeirri næstu. „Ég er langt komin með hana,“ segir Björk. „Ég fer út núna 10. janúar og tek lokahnykkinn. Ég ætti svo vonandi að geta spilað hérna heima í haust.“ Björk er dul þegar hún er spurð um plöt- una. „Ég hef dálítið slæma reynslu af að tala um hlutina áður en ég geri þá. Ég er svo hjátrúarfull. Þá fer maður í stúdíóið og ætlar að fara að gera það sem maður var að tala um og þá er málið hálfdautt. Ég verð að fá að tala um það bara þegar ég er búin að klára það.“ Björk hefur á síðustu plötu verið dugleg að finna sér samstarfsmenn úr hinum og þessum áttum. Á Medúllu vann hún meðal annarra með Robert Wyatt, Mike Patton og taktkjaftinum Rahzel úr sveitinni The Roots, og á Volta fékk hún útsetjarann Timbaland og söngvarann Antony Hegarty til liðs við sig. Hún segir að á nýju plötunni verði hellingur af fólki sem hún hefur ekki unnið með áður. En engin þekkt nöfn sem þú getur sagt okkur frá? „National Geographic. Ég er búin að vinna mikið með þeim og það hefur verið mjög gaman. Ég fór fyrir einu og hálfu ári í höfuðstöðvar þeirra í Washington sem voru stofnaðar 1888 og sótti könnuðaráð- stefnu. Ég horfði á 100 fyrirlestra og hitti alla sérvitringana sem höfðu verið í Afríku í fjögur ár með ljónum og skordýrum. Svo fór maður á kvöldin og drakk viskí með þeim og fékk að heyra sögurnar. Þetta er einn samstarfsaðili sem ég get talað um.“ Geturðu farið nánar út í það hvernig það samstarf gengur fyrir sig á hljóm- plötu? „Ekki núna nei. En það eru nokkrir könnuðir þarna.“ Ertu að fara í algjörlega nýjar áttir, eins og þú hefur stundum gert? „Já, ég mundi segja það, þótt mér finn- ist reyndar stundum of mikið gert úr því. Ég er jú með mína rödd og mína texta og sjálfri finnst mér svo pirrandi stór hluti af því sem ég geri alltaf eins. Þannig að þótt ég fái nýja hljóðfæraleikara og nýtt þema þá er það bara eins og ég sé komin í nýja kápu. En ég viðurkenni að ég er svolítið nýjungagjörn – annars mundi ég líklega deyja úr leiðindum. Mér finnst svo spennandi að byrja með bundið fyrir augun og vita ekki neitt og þreifa fyrir mér. Það verður að vera smá „danger“. Þetta verkefni hefur það, ég get lofað því.“ ■ VINNUR MEÐ LANDKÖNNUÐUM Á SJÖUNDU HLJÓÐVERSPLÖTUNNI 1993 DEBUT 1995 POST 1997 HOMOGENIC 2001 VESPERTINE 2007 VOLTA2004 MEDÚLLA 2011 ? M ig langar að færa þessa baráttu aftur þangað sem hún byrj- aði, í tónlistina. Það væri stór- kostlegt ef við gætum endað þetta á tónlist og gleði og fögnuði yfir því að við eigum þessar auðlind- ir.“ Þetta segir Björk Guðmunds- dóttir, sem á þrettándanum stend- ur fyrir karókímaraþoni í Norræna húsinu ásamt öðru landsþekktu tónlistarfólki til að vekja áhuga á baráttu sinni fyrir þjóðareign á auðlindum landsins og því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald og nýtingu þeirra. „Það er ekki tilvilj- un að við skulum hafa þetta á þrettándanum,“ segir hún. „Álfarnir, tröllin og landvættirn- ar koma út og syngja með okkur.“ Allir ánægðir en ekkert gerðist Björk hefur verið áber- andi hér heima undan- farna mánuði vegna andstöðu sinnar við söluna á HS Orku til kanadíska fyrirtæk- isins Magma Energy. Hún segir þann eld- móð sinn mega rekja til þess þegar hún hélt fjölsótta tónleika undir heitinu Nátt- úra í Laugardals höll sumarið 2008 ásamt Sigur Rós, Ólöfu Arn- alds og Ghostigital. „Þegar þeir voru búnir áttaði ég mig á því að allir voru mjög ánægðir með þá en að það myndi samt ekkert breytast. Ég kláraði síðustu sex vikurnar af túrnum mínum, kom svo til baka og ákvað að bretta upp ermarnar.“ Í kjölfarið hafði Oddný Eir Ævarsdóttir samband við hana og þær vörðu nokkrum mánuðum í að smíða áætlun þar sem skorað var á stjórnvöld að hlúa betur að sprota- fyrirtækjum á Íslandi. „Þetta er í raun framhald á þeirri vinnu,“ segir Björk. Hún segist telja að barátta þeirra í Magma-málinu hafi skil- að árangri. „Auðlindirnar eru til dæmis eitt af aðalmálefnunum á stjórnlagaþinginu,“ bendir hún á. Skítkastið við Ross ýkt í fjölmiðlum En þótt Björk hafi nú um nokkurra ára skeið sýnt náttúruverndarmál- um áhuga hefur hún látið óvenju- mikið á sér bera í Magma-málinu. Hvað er það við Magma-málið sem slíkt sem gerir hana svona ákafa? „Ég hef alltaf verið týpan sem gerir annað hvort núll eða 500 pró- sent. Ég gerði ekki neitt áður, var beðin um að taka þátt í alls konar en fannst ég ekki geta gert bara smá. Svo fannst mér vera komið að mér þegar ég hélt Náttúrutónleik- ana. Það var líka hálfgert þema Volta-plötunnar, baráttumál og annað sem ég forðaðist áður. Ég var eiginlega alin upp af hippa og fannst þetta sem pönkara minnst kúl í heimi, sérstaklega hvað tón- listina varðaði. Svo bara tók ég mig til, ullaði á sjálfa mig og samdi lög eins og Declare Independence, sem var pólitískt lag. Kannski langaði mig líka að uppfæra þessa hugmynd, að baráttu- söngvar væru ekki bara hippalög með kassagít- ar heldur gæti líka til dæmis verið elektrón- ík í þeim. Ég held að margt fólk í Bandaríkj- unum, þar sem hippa- menningin á uppruna, hugsi um náttúruna sem fiðrildi og sítt hár og eitthvað voðalega sætt og blítt. Á Íslandi er náttúran hins vegar pönk og eldfjöll og eitthvað hættulegt og dauðarokk. Þess vegna finnst mér að tónlist tengd svona baráttu- málum eigi ekki að vera eintómt kjútíbolludót. Við höfum ekkert á móti Magma sem slíku, það er bara eitt af þess- um fyrirtækjum. Skít- kastið á milli mín og þeirra hefur verið svo- lítið ýkt í fjölmiðlum og mér þætti mjög vænt um ef athyglin færðist af mér og Ross [Beaty, forstjóra Magma] og yfir á þjóðina og auð- lindirnar. Þess vegna kom þessi hugmynd um að þjóðin fengi að syngja auðlind- irnar aftur til sín,“ útskýrir hún. Notum röddina sem auðlind Til stendur að syngja í minnst þrjá daga í Norræna húsinu, frá þrjú til tólf á hverjum degi, og byrja á þrettándanum. „Jóhanna Sig- urðardóttir hefur lýst því yfir að ef 35 þúsund manns skrifi undir undirskriftasöfnunina okkar á net- inu um þjóðaratkvæðagreiðslu þá geti stjórnvöld ekki hunsað hana. Á Íslandi er náttúran pönk Björk Guðmundsdóttir hefur haft hátt um Magma-málið og og skylmst opinberlega við forstjóra fyrirtækisins. Á þrettándanum stendur hún fyrir karókímaraþoni svo þjóðin geti sungið auðlindirnar aftur til sín. Stígur Helgason spjallaði við söngkonuna. Ég held að margt fólk í Bandaríkj- unum, þar sem hippa- menningin á uppruna, hugsi um náttúruna sem fiðrildi og sítt hár og eitthvað voðalega sætt og blítt. FRAMHALD Á SÍÐU 32 ? FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.