Fréttablaðið - 31.12.2010, Page 32

Fréttablaðið - 31.12.2010, Page 32
32 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR Við erum komin með 21 þúsund og þetta maraþonkaróki er í raun- inni til að safna hinum 14 þúsund,“ segir Björk. „Fólk getur komið og skráð sig í Norræna húsinu. Við verðum með karókívél og hljóðfæraleikara og sjálfspilandi pípuorgel og ég vil endilega að þeir Íslendingar sem vilja halda auðlindunum sínum og aðganginum að þeim komi og syngi – noti röddina sem auðlind og orkugjafa og tryggi að málefn- ið verði ekki alltaf númer tuttugu á listanum hjá ráðamönnum. Ég hef mikla meðaumkun með ráða- mönnum núna – þetta er ekkert smá subb sem þeir þurfa að taka til – en þetta má ekki ganga í gegn. Það er enn hægt að stöðva þetta.“ Mjög svipað og hvernig bankarnir voru rændir að innan Snýst þetta um að það sé að koma hérna erlent fyrirtæki sem ætlar að nýta orkuauðlindirnar eða bara að það sé einkaaðili yfir höfuð? Skiptir máli hvort hann er íslensk- ur eða útlenskur? „Nei, mér finnst það ekki. Íslensku einkaaðilarnir fóru nú ekki mjög vel með landið. Helm- ingurinn af því fólki sem ég hef unnið með er útlendingar og þeir eru heiðarlegasta fólk sem ég hef kynnst. Þannig að það er ekki málið, heldur að fá góða samn- inga og að við fáum sjálf að taka ákvörðun. Ef niðurstaðan úr þjóð- aratkvæðagreiðslu yrði að við vild- um einkavæðingu á góðum kjörum þá mundi ég segja: Ókei, ég er ekki sammála en þjóðin ákvað þetta að minnsta kosti. Þegar þið Eva Joly hélduð blaða- mannafundinn saman þá talaði hún um að það ætti hreinlega að rannsaka þetta Magma-mál sem sakamál. Ertu sammála því? „Já, mér finnst það.“ Hver er glæpurinn? „Ég er nú enginn peningasér- fræðingur þótt þjóðin hafi öll verið í hraðnámi í hagfræði und- anfarin tvö, þrjú ár, en þetta er mjög svipað og hvernig bankarnir voru rændir að innan. Það þarf að rannsaka þetta og ef það eru ekki til lög um þetta þá þarf að búa þau til. Árin 2003 til 2007 var venjan að ef eitthvað var ekki bannað þá bara gerðu menn það. Það gengur náttúr lega ekki. Ef það er tækni- lega ekki verið að brjóta nein lög þá er það bara af því að það er verið að fara út á svæði sem menn hafa ekki farið á áður. Ef við viljum að erlend fyrirtæki noti auðlindirnar okkar þá þarf fyrst að búa til laga- umhverfi sem er heilbrigt en ekki að menn geti bara valsað um og sjálfir samið lögin jafnóðum. Við höfum komist að því að lagalega séð er hægt að komast út úr þessum samningum. Það var bandarískt fyrirtæki sem hafði áhuga á aðgangi að auðlind- um Kanadamanna en heimamenn voru mjög á móti því að útlending- ar væru að vasast í þeirra auðlind- um. Ross Beaty stóð meðal annars upp og var á móti þessu. Honum var bent á að hann væri nú bara að hegða sér eins og Björk. Þá sagði hann: God forbid og reddaði sér út úr þessu með því að bæta við að auðvitað ættu útlendingar að fá að kaupa auðlindir. Fyrir tveimur mánuðum stöðvuðu kanadísk stjórnvöld söluna á fyrirtækinu með þeim rökum að hún væri ekki góð fyrir kanadísku þjóðina. Fyrirtækið hót- aði málaferlum en það hefur ekk- ert gerst.“ Ég á mína auðlind sjálf Margir hafa áhyggjur af því að við- brögð stjórnvalda í Magma-málinu hafi fælingarmátt á aðra erlenda fjárfesta. Er það ekki hættulegt? „Það er mjög fallegt sem nýi for- stjóri Landsvirkjunar var að tala um, að við ættum kannski ekki að virkja eins mikið í framtíðinni og við gerðum heldur hækka frekar verðið á orkunni. Það myndi jafn- vel skila meiri pening en virkjan- ir. Þetta mun kannski fæla frá ein- hverja útlendinga í þrjú til fimm ár en síðan koma þeir aftur í heilbrigt viðskiptaumhverfi til langs tíma. Ef við höldum það út þá munum við græða meiri pening. Þetta snýst líka um sjálfsvirð- ingu. Ef við erum alltaf að selja okkur mjög billegt út af minni- máttarkennd yfir því að fá annars ekki að vera með í hinu alþjóðlega viðskiptaumhverfi þá fer auðvit- að allt í vaskinn. Ég sem tónlist- armaður hef reynslu af þessu. Ef Sykurmolarnir hefðu skrifað undir fyrsta samninginn sem þeim var boðinn hjá Warner, til rosalega margra ára og á lágri prósentu, þá væri ég ekki í þeirri stöðu sem ég er í í dag. Ég á mína tónlist og fæ að taka allar mínar ákvarðan- ir listrænt séð. Ég á mína auðlind sjálf.“ Fjárfestingar myndu flækja málin Í lok árs 2008 setti Auður Capital á laggirnar fjárfestingarsjóð fyrir frumkvöðlastarfsemi og sprota- fyrirtæki í samstarfi við Björk. Sjóðurinn er kenndur við hana og sjálf er Björk verndari sjóðsins. Hún segist hitta stöllurnar í Auði Capital reglulega og fá að vita hvernig gengur. „Það er gomma af fyrirtækj- um sem hafa fengið úthlutað úr sjóðnum,“ segir hún. Hins vegar taki tíma fyrir sprotafyrirtæki að vaxa og dafna. „Það er talað um að það taki tíu ár fyrir þau frá því að hugmyndin kviknar og þangað til þau geta staðið á eigin fótum,“ útskýrir Björk. Sjálf lagði Björk ekki peninga í sjóðinn, en er þó síst á flæðiskeri stödd hvað fjár- mál varðar. Hefurðu velt því fyrir þér að nota þína peninga til að fjárfesta hérna heima? „Mér fyndist það flækja málin of mikið. Síðustu tvö ár er ég í raun- inni búin að leggja helminginn af mínum tíma í þessa baráttu fyrir náttúruvernd og sprotastarfsemi. Ég vildi frekar leggja það til mál- anna. Ég er ekkert mjög klár í pen- ingum og er klaufi með þá. Ég hef meira sýnt lit með sjálfboðastarfi í kringum tónlist og ef ég styð eitt- hvað peningalega er það helst tón- list. Ágóðinn af minni plötusölu á Íslandi hefur til dæmis runnið til Smekkleysu, sem er rekin í sjálf- boðavinnu, og það hefur hjálpað hljómsveitum. Maður er meira að hlúa að tónlistarsprotum með þessum hætti. Mér finnst það bera meiri árangur.“ Ætlar aldrei í pólitík Margir góðir vinir Bjarkar eru starfandi með Besta flokknum, sem kom, sá og sigraði í borgar- stjórnarkosningunum síðastliðið vor. Meðal þeirra má nefna Einar Örn Benediktsson, Sjón og Jón Gnarr. Sjálf er Björk farin að tala á pólitískum nótum en hún segist hins vegar ekki geta hugsað sér að taka þátt í pólitík. „Aldrei. Við Oddný höfum verið í hláturskasti yfir öllum Power- point-fundunum sem við höfum haldið, enda er þetta ekki alveg okkar sérsvið. Ég gæti aldrei gert þetta. Án þess að ég hafi talað um það við vini mína í Besta flokkn- um þá get ég ímyndað mér að fólki á þessum aldri sem er komið með börn finnist eðlilegt að deila ábyrgðinni og axla hluta hennar sjálft – sitja ekki bara og kvarta yfir því hvað strætókerfið og hitt og þetta í borgarkerfinu er glatað heldur taka bara stjórnina.“ Björk segir að fólk á þessum aldri þyrsti í að deila reynslunni sem það hefur aflað sér í lífinu. „Ég hef í rauninni rekið sprota- fyrirtæki núna í 20 ár og það sama gildir til dæmis um Jón Gnarr og Einar Örn [Benediktsson]. Þeir vita hvernig á að reka fyrirtæki sem gengur ekki út á völd og gróða heldur að vera trúr sjálf- um sér – og snýst í rauninni eins lítið um pólitík og hægt er. Það er dálítið fyndið að það gildi núna um pólitíkina.“ Hið pólitíska landslag sé gjör- breytt. „Eftir bankahrunið vildi þjóðin fá fólk í stjórnunarstöð- ur sem í raun vill ekki stjórna og stendur meira fyrir almúgann. Ég segi fyrir sjálfa mig að ég hef engan áhuga á pólitískum ferli og mér finnst ekkert ólíklegt að það sama gildi um fólkið í Besta flokknum. Þau eru ekki að plana tuttugu ár í ráðherrastól og það er einmitt þess vegna sem þau voru kjörin. Þau vilja bara koma inn og breyta hlutunum og fara svo aftur út.“ Margir gagnrýna að miklum fjármunum sé varið í að reisa hér tónlistarhús á meðan verið sé að skera grunnstoðirnar inn að beini. Hvað finnst þér um það? „Mér finnst alveg rosalegt að það hafi ekki verið neitt hús hérna byggt fyrir gott sánd. Ekki eitt einasta. Það er ógeðslega fyndið að túra heiminn og koma svo hingað og það er ekki ein almennileg bygg- ing – hún þarf ekki að vera stór eða neitt – en svo loksins þegar hún kemur þá er hún með fjórum sölum. Það er alltaf annað hvort í ökkla eða eyra hérna. Það er týpískt íslenskt. En það er samt of seint að bakka út úr þessu. Það er sárt, en það er þá allavega kominn einn salur. Það er náttúrlega fáránlegt að þetta tónlistarhús sé jafnstórt og tónlistarhúsið í Kaupmannahöfn, það hefði átt að vera fjórðungur. En hvað eigum við að gera núna? Það er ódýrara að klára það en að breyta því. Þannig að þetta er það sem Jón Gnarr mundi kalla „lose- lose díll“.“ TÓNLISTARHÚSIÐ ALLT OF STÓRT Íslendingar hafa orðið mjög varir við nærveru Bjarkar undanfarna mánuði. Það býður upp á að spurt sér hversu mikið hún sé eiginlega hérlendis. „Fólk sem túrar er dálítið eins og sjómenn. Ég er í rauninni þriðjung ársins hér, þriðjung í New York og þriðjung alls staðar annars staðar,“ útskýrir Björk, sem þó er með lögheimili í London. Þaðan rekur hún fyrirtækið utan um tónlist sína. „Munurinn er sá að þangað til ég fór af stað í þessi náttúrumál fór ég ekki í nein viðtöl þegar ég var á Íslandi. Þá hélt fólk alltaf að ég væri að drekka kampavín með Michael Jackson eða í einhverju Hello Magazine partíi. En þá var ég bara í Melabúðinni.“ „ÞÁ VAR ÉG BARA Í MELABÚÐINNI“ FRAMHALD AF SÍÐU 30

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.