Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 33
 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR1 Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég átti nú ekki að fæðast fyrr en á þrettándanum en dreif mig svo í heiminn á nýársnótt og varð fyrsta barn ársins 1991, sem hefur svo fylgt mér æ síðan,“ segir Carl Jónas Árnason, rafvirki og lands- liðsmaður í íshokkí, sem klukkan tólf mínútur yfir eitt í nótt mælir tuttugu ár af ævi sinni. „Áramót eru almennt gleðileg- ur hápunktur og mikið um fagn- aðarlæti og fjör, en ég efast um að fögnuðurinn heima hafi alltaf snú- ist um mig einan,“ segir Carl og brosir sposkur. „Ég fékk þó alltaf afmælispakka á nýársnótt og fæ enn hlýjar kveðjur og gjafir frá mínum nánustu á þessum tíma- mótum,“ segir Carl sem reyndar hefur aldrei haldið upp á afmæl- ið sitt með veisluhöldum á nýárs- dag. „Mig langaði alltaf að prófa það en fékk aldrei því dagurinn þykir óhentugur til afmælishalds. Afmælisveislan var því alltaf hald- in seinna í janúar og svo verður einnig í tilefni tvítugsafmælis- ins nú,“ segir Carl, sem ætlar að verja áramótunum í góðu yfirlæti með tveggja ára syni sínum suður í Grindavík hjá móður sinni. „Öllum að óvörum tók mamma upp á því að bjóða til brúðkaups á gamlársdag og því mætum við feðgar galvaskir í óvænta brúð- kaupsveislu. Ég gleðst fyrir henn- ar hönd og hlakka til látlausra veisluhalda og friðsælla áramóta með fjölskyldunni. Skemmtileg- ustu áramótin hef ég upplifað eftir að ég varð faðir og þótt strákur- inn hafi mestmegnis sofið fyrstu áramót sín af sér var einfaldlega æðislegt að hafa hann og hlökk- um við mikið til ljósadýrðarinnar nú,“ segir Carl og faðmar son sinn í bjarma stjörnuljósa. „Mér hefur aldrei þótt neinu breyta hvort ég hefði fæðst fyrir miðnætti áramótin 1990/1991 utan hvað ég gladdist mjög að hafa fæðst á nýársdag þegar ég komst á bílprófsaldurinn,“ segir Carl kátur, en hann er skírður í höfuð hálfdansks afa síns, sem skýrir C- ið í nafni hans. „Nýárið leggst vel í mig og ég kveð það gamla sáttur því það hefur verið vandræðaár. Því fylg- ir góð tilfinning að verða tvítugur í nótt og ég fer inn í nýja árið með ferska byrjun.“ thordis@frettabladid.is Gleðst fyrir hönd mömmu sinnar sem giftir sig í dag Það tilheyrir áramótum að fá augum litið fyrsta barn ársins á nýársdag. Íshokkíkappinn og rafvirkinn Carl Jónas Árnason fæddist fyrstur íslenskra barna í Reykjavík 72 mínútum yfir miðnætti árið 1991. Hér eru þeir feðgar Carl Jónas Árnason og Jóhann Andri, tveggja ára, með skínandi stjörnuljós í félagi við kátan jólasvein. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Flugeldar eru yfirleitt búnir til úr tveimur aðskildum hylkjum. Annað er fyllt með grófu púðri sem kemur flugeldinum á loft en í hinu er fíngert púður sem veldur sprengingu eftir að flugeldurinn er kominn á loft. Í seinna hylkinu eru einnig efni sem mynda liti þegar þau eru hituð upp. MiðvikudagaJóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is Nánar á vef Perlunnar, perlan.is Nýársfagnaður 1. janúar 2011 Nýju ári fagnað með stórkostlegri veislu með mögnuðum 4 rétta matseðli. Verð frá 6.990 kr. FORRÉTTIR · Heitreykt bleikja · og · Steinseljurótasúpa · AÐALRÉTTIR (veljið einn) · Fiskur dagsins · · Steikt heiðagæsabringa · · Wellington nautalund · · Ofnsteiktur lambahryggur · EFTIRRÉTTUR · Súkkulaði og pistasíu kaka · FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. MEIRI GLAMÚR Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.