Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 34
AÐ VENJU VERÐUR HÆGT AÐ TAKA Á MÓTI NÝJU ÁRI MEÐ ÞVÍ AÐ STINGA SÉR Í ÍSKALDAN SJÓ Í NAUTHÓLSVÍK Á NÝÁRSDAG. Ylströndin í Nauthólsvík mun að venju standa fyrir nýársbaði eða nýárssundi í ísköldum sjó og bjóða gestum að fara í heitan pott að því loknu. Opið verður á frá klukkan 11-14. Til að fagna nýju ári ætlar sjósund- og sjó- baðsfélag Reykjavíkur, Sjór, auk þess að bjóða upp á kaffi, te, kakó og piparkökur. Aðgangur er ókeypis og eru búningsklefar og sturtuaðstaða á staðnum. Nú um stundir er sjórinn í Nauthólsvík í kringum frostmark og því mikið hreysti að skella sér í ískaldan sjó. Stöðug aukning hefur verið í sjóböð á undan- förnum árum og voru gestir í nýársbaði í fyrra í kringum þrjú hundruð talsins. Sjóbað á nýársdag Í kringum þrjú hundruð manns tóku þátt í nýársbaðinu í fyrra. Áfengur 1 tsk. Grand Marnier 1 tsk. Martell v.s.o.p. koníak 1 tsk. síróp 2 tsk. eða skvetta af appelsínusafa 15 cl Bollinger eða annað sambærilegt kampavín Setjið klaka í stórt glas og setjið fyrstu fjögur atriðin þar í og hrærið saman, hellið kampavíninu í kampa- vínsglas og síið því næst innihaldið úr hinu glasinu yfir kampavínsglasið. Skreytið með strimli af appelsínu- berki og lítilli appelsínusneið. Óáfengur 12 cl appelsínusafi 6 cl ananassafi 1 cl sítrónusafi 1 tsk. flórsykur Setjið allt í saman í hristara með miklum klaka og hristið kröftuglega, hellið ásamt klakanum í stórt kokk- teilglas. Skreytið með sítrónusneið. ÁRAMÓTAKOKKTEILAR VEISLUTURNSINS Drykkurinn Danny Boy vann Finlandia-keppnina 2010 3 cl Mangó Fusion Finlandia 2 cl Wild Strawberry Kuyper 2 cl Banana Joseph Cartron 2 cl mangó purré 1 tsk. flórsykur 9 cl ananassafi klaki Hrist vel saman í hristara Óáfengur jarðarberjamojito með Burn 1 msk. hrásykur 1/2 límóna 6 lauf mynta 4 jarðarber klaki Allt sett í glas, hnoðað með mortéls- staut og svo fyllt upp með Burn. ÁRAMÓTAKOKKTEILAR SILFURSINS Óáfengur 1 cl kókossíróp 9 cl ananassafi 9 cl trönuberjasafi skvetta af grenadín- sírópi Hristið með klaka. Setjið smá Red Bull orkudrykk út í og fyllið upp með Sprite. Áfengur 3 cl vodka 2 cl Cointreau 1 cl Amaretto Disa- ronno 1 skvetta af límónu- safa 10 hindber Maukið hindberin og setjið þau í hrist- arann ásamt klak- anum, blandið svo víninu saman við og hristið vel. Setjið skvettu af Red Bull orkudrykk og fyllið upp með Sprite. Ingólfur, veitingastjóri og yfirþjónn á Grand hótel, bjó til kokkteilana. ÁRAMÓTAKOKKTEILAR FRÁ GRAND HÓTEL Glösunum lyft og glaðst yfir nýju ári Við fögnum nýju ári í kvöld og af því tilefni lyfta margir glösum. Fréttablaðið fékk þrjá veitingastaði til að gefa uppskrift að ljúffengum kokkteilum til að skála í fyrir nýju ári. Ferskleikinn ræður ríkjum og gegna ber og ávaxtasafar mikilvægu hlutverki, hvort sem um er að ræða áfenga eða óáfenga drykki. Ekki spillir fyrir að færa þá upp í falleg glös og skreyta eftir kúnstarinnar reglum. Áramótaskaupið er árlegur fimmtíu mínútna sjónvarpsþáttur sem er sýndur í Ríkissjónvarpinu á gamlárskvöld. Fyrsta sjónvarpsskaupið fór í loftið árið 1966. Leikstjóri Áramótaskaupsins í ár er Gunnar Björn Guðmundsson. Grand Hótel Silfrið FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Veisluturninn FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Eftirvæntingin hefur aldrei verið meiri enda verða yfir 30 leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Umfjöllun í umsjón Þorsteins Joð verður betri og ítarlegri en nokkru sinni. Áhorfendur heima í stofu geta tekið þátt í umræðunni í gegnum Facebook. Tryggðu þér áskrift og misstu ekki af þessum stórviðburði í janúar! ÍSLAND Á HM Á STÖÐ 2 SPORT ALLIR LEIKIR ÍSLANDS SÝNDIR Í HD! 13. jan. Opnunarleikur mótsins 14. jan. Ísland – Ungverjaland 15. jan. Ísland – Brasilía 17. jan. Ísland – Japan 18. jan. Ísland – Austurríki 20. jan. Ísland – Noregur 22.–25. jan. Leikið í milliriðlum 28. jan. Undanúrslitaleikir 30. jan. Úrslitaleikur um bronsverðlaunin 30. jan. Úrslitaleikur um heimsmeistaratitilinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.