Fréttablaðið - 31.12.2010, Side 34

Fréttablaðið - 31.12.2010, Side 34
AÐ VENJU VERÐUR HÆGT AÐ TAKA Á MÓTI NÝJU ÁRI MEÐ ÞVÍ AÐ STINGA SÉR Í ÍSKALDAN SJÓ Í NAUTHÓLSVÍK Á NÝÁRSDAG. Ylströndin í Nauthólsvík mun að venju standa fyrir nýársbaði eða nýárssundi í ísköldum sjó og bjóða gestum að fara í heitan pott að því loknu. Opið verður á frá klukkan 11-14. Til að fagna nýju ári ætlar sjósund- og sjó- baðsfélag Reykjavíkur, Sjór, auk þess að bjóða upp á kaffi, te, kakó og piparkökur. Aðgangur er ókeypis og eru búningsklefar og sturtuaðstaða á staðnum. Nú um stundir er sjórinn í Nauthólsvík í kringum frostmark og því mikið hreysti að skella sér í ískaldan sjó. Stöðug aukning hefur verið í sjóböð á undan- förnum árum og voru gestir í nýársbaði í fyrra í kringum þrjú hundruð talsins. Sjóbað á nýársdag Í kringum þrjú hundruð manns tóku þátt í nýársbaðinu í fyrra. Áfengur 1 tsk. Grand Marnier 1 tsk. Martell v.s.o.p. koníak 1 tsk. síróp 2 tsk. eða skvetta af appelsínusafa 15 cl Bollinger eða annað sambærilegt kampavín Setjið klaka í stórt glas og setjið fyrstu fjögur atriðin þar í og hrærið saman, hellið kampavíninu í kampa- vínsglas og síið því næst innihaldið úr hinu glasinu yfir kampavínsglasið. Skreytið með strimli af appelsínu- berki og lítilli appelsínusneið. Óáfengur 12 cl appelsínusafi 6 cl ananassafi 1 cl sítrónusafi 1 tsk. flórsykur Setjið allt í saman í hristara með miklum klaka og hristið kröftuglega, hellið ásamt klakanum í stórt kokk- teilglas. Skreytið með sítrónusneið. ÁRAMÓTAKOKKTEILAR VEISLUTURNSINS Drykkurinn Danny Boy vann Finlandia-keppnina 2010 3 cl Mangó Fusion Finlandia 2 cl Wild Strawberry Kuyper 2 cl Banana Joseph Cartron 2 cl mangó purré 1 tsk. flórsykur 9 cl ananassafi klaki Hrist vel saman í hristara Óáfengur jarðarberjamojito með Burn 1 msk. hrásykur 1/2 límóna 6 lauf mynta 4 jarðarber klaki Allt sett í glas, hnoðað með mortéls- staut og svo fyllt upp með Burn. ÁRAMÓTAKOKKTEILAR SILFURSINS Óáfengur 1 cl kókossíróp 9 cl ananassafi 9 cl trönuberjasafi skvetta af grenadín- sírópi Hristið með klaka. Setjið smá Red Bull orkudrykk út í og fyllið upp með Sprite. Áfengur 3 cl vodka 2 cl Cointreau 1 cl Amaretto Disa- ronno 1 skvetta af límónu- safa 10 hindber Maukið hindberin og setjið þau í hrist- arann ásamt klak- anum, blandið svo víninu saman við og hristið vel. Setjið skvettu af Red Bull orkudrykk og fyllið upp með Sprite. Ingólfur, veitingastjóri og yfirþjónn á Grand hótel, bjó til kokkteilana. ÁRAMÓTAKOKKTEILAR FRÁ GRAND HÓTEL Glösunum lyft og glaðst yfir nýju ári Við fögnum nýju ári í kvöld og af því tilefni lyfta margir glösum. Fréttablaðið fékk þrjá veitingastaði til að gefa uppskrift að ljúffengum kokkteilum til að skála í fyrir nýju ári. Ferskleikinn ræður ríkjum og gegna ber og ávaxtasafar mikilvægu hlutverki, hvort sem um er að ræða áfenga eða óáfenga drykki. Ekki spillir fyrir að færa þá upp í falleg glös og skreyta eftir kúnstarinnar reglum. Áramótaskaupið er árlegur fimmtíu mínútna sjónvarpsþáttur sem er sýndur í Ríkissjónvarpinu á gamlárskvöld. Fyrsta sjónvarpsskaupið fór í loftið árið 1966. Leikstjóri Áramótaskaupsins í ár er Gunnar Björn Guðmundsson. Grand Hótel Silfrið FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Veisluturninn FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Eftirvæntingin hefur aldrei verið meiri enda verða yfir 30 leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Umfjöllun í umsjón Þorsteins Joð verður betri og ítarlegri en nokkru sinni. Áhorfendur heima í stofu geta tekið þátt í umræðunni í gegnum Facebook. Tryggðu þér áskrift og misstu ekki af þessum stórviðburði í janúar! ÍSLAND Á HM Á STÖÐ 2 SPORT ALLIR LEIKIR ÍSLANDS SÝNDIR Í HD! 13. jan. Opnunarleikur mótsins 14. jan. Ísland – Ungverjaland 15. jan. Ísland – Brasilía 17. jan. Ísland – Japan 18. jan. Ísland – Austurríki 20. jan. Ísland – Noregur 22.–25. jan. Leikið í milliriðlum 28. jan. Undanúrslitaleikir 30. jan. Úrslitaleikur um bronsverðlaunin 30. jan. Úrslitaleikur um heimsmeistaratitilinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.