Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 38
 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR6                              "                #      $ % &    $        '   ( )*+ ( ,  - & ./0/0.1/23 #(  (( -   ) - & ./0/0.1/24     - & - & ./0/0.1/2. 5 ( ')+ , &  - & ./0/0.1/20 '(   6( ')+ 6( - & ./0/0.1/2/ 7 (   7 & 7 & ./0/0.1/89   :  & - & ./0/0.1/8; Verkefnastjóri Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks (BSV), auglýsir hér með nýtt starf á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks. Starfssvið Verkefnastjóri BSV hefur umsjón og eftirlit með framkvæmd nýs þjónustusamnings um málefni fatlaðra og ber ábyrgð á því gagnvart framkvæmdastjóra og stjórn BSV að honum sé framfylgt. Verkefnastjóri stýrir vinnu verkefnahóps félagsþjónustusvæða sveitarfélaga er standa að BSV. Helstu verkefni eru: • Vinna að stefnumótun og framþróun málaflokksins fyrir starfssvæðið • Setja og fylgja eftir gæða- og þjónustumarkmiðum þannig að skjólstæðingar fái þá þjónustu sem nauðsynleg er til að efla sjálfstæði þeirra og færni. • Vinna að gerð fjárhags-, rekstraráætlana og skýrslugerð vegna starfseminnar. • Hafa eftirlit með því að fjárhagslegar skuldbindingar séu samkvæmt ákvæðum þjónustusamnings og stofnanir sem veita fötluðu fólki þjónustu starfi innan ramma laga og fjárveitinga á hverjum tíma. Byggðasamlag Vestfjarða (BSV) er nýstofnað byggðasamlag sveitarfélaga á Vestfjörðum, vegna tilflutnings á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga um komandi áramót, á grundvelli nýrra laga um breytingu á lögum á málefnum fatlaðra nr. 59/1992. Menntun og hæfniskröfur Krafist er háskólaprófs sem nýtist í starfi auk reynslu á vettvangi félagsþjónustu og þekkingar og áhuga á málefnum fatlaðs fólks. Leitað er að hæfum einstaklingi, karli eða konu, sem hefur til að bera frumkvæði, sjálfstæði, hæfni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og forystu- og skipulagshæfileika. Gott vald á íslensku máli í ræðu og riti og hæfni í framsetningu upplýsinga er skilyrði. Góð tölvuþekking er nauðsynleg, þ.m.t. excel, bæði til öflunar og úrvinnslu upplýsinga. Staðsetning, upphaf starfs og starfskjör Staðsetning starfstöðvar er á Vestfjörðum og miðað er við að viðkomandi geti hafið störf hið allra fyrsta, þó eigi síðar en í lok janúar 2011. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags Umsjón með ráðningu Díana Jóhannsdóttir – diana@tf.is Aðalsteinn Óskarsson, framkvæmdastjóri BSV, adalsteinn@fjordungssamband.is - sími 450 3001. Umsóknarfrestur Umsóknarfrestur er settur til og með 13. janúar 2011. Umsóknir sendist á uppgefin netföng. Ertu í stuði? Hófst þú nám í rafiðngrein, raf- eða rafvélavirkjun, rafveituvirkjun eða rafeindavirkjun en laukst því ekki? Ertu að starfa við þær greinar þrátt fyrir að hafa ekki lokið sveinsprófi? Hefur þú hug á að ljúka því námi sem þú hófst? Kynningarfundur verður á Stórhöfða 31 þriðjudaginn 4. janúar 2010 kl. 17:00. “Ertu í stuði?” er verkefni sem ætlað er að finna leiðir til að meta þá færni sem þátttakendur hafa aflað sér í námi og starfi. Markmiðið er að þátttakendur ljúki sveinsprófi. Nánari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu Fræðsluskrifstofu rafiðnaðarins www.fsraf.is - Raunfærnimat eða í síma 580 5252 Útboð skila árangri! 14984 Fullbúið skrifstofu- húsnæði óskast á leigu fyrir Vinnumálastofnun Ríkissjóður óskar eftir að taka á leigu skrifstofuhúsnæði fyrir Vinnu- málastofnun. Miðað er við að húsnæðið verði tekið á leigu til 10 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um góða staðsetningu miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu, gott aðgengi og næg bílastæði. Æskilegur afhendingartími er 15. mars 2011. Húsrýmisþörf stofnunarinnar fyrstu fimm árin er áætluð um 1920 fermetrar, en að þeim tíma liðnum mun stofnunin áskilja sér rétt til að minnka stærð hins leigða um a.m.k. 300-500 m2. Húsnæðið skal vera hefðbundið skrifstofuhúsnæði, þó með óvenju stóru móttökusvæði. Frekari upplýsingar um þær kröfur sem húsnæðið verður að uppfylla verða aðgengilegar á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is mánu- daginn, 27. desembermánaðar, 2010. Fyrirspurnir varðandi verkefni nr. 14984 skulu sendar á netfangið: www.utbod@rikiskaup.is og verða svör birt á vef Ríkiskaupa. Fyrirspurnarfrestur rennur út 28. desember 2010, en svarfrestur er til og með 30. desember 2010. Leigutilboðum þar sem fram kemur stærð, ástand og staðsetning húsnæðis, ásamt leiguverði, skal skila til Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, eigi síðar en 6. janúar 2011. Sálfræðingur Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga, FSSF,- auglýsir lausa til umsóknar stöðu sálfræðings við stofnunina. Um er að ræða 100% stöðugildi. Verksvið: Félagsþjónusta og velferðarmálefni; ráðgjöf, grein- ing, leiðsögn, einstaklinga og fjölskyldna; barnavernd, málefni fatlaðra; teymisviðfangsefni. Starfssvæði FSSF eru sveitarfélögin á Snæfellsnesi, ennfrem- ur er stofnunin hluti Þjónustusvæðis Vesturlands í málefnum fatlaðra. Auk forstöðumanns starfa við stofnunina skólasál- fræðingur, félagsráðgjafi, kennslu- og námsráðgjafi, þroska- þjálfi og talmeinafræðingar. Skrifstofa FSSF er á Hellissandi í Snæfellsbæ. Umsækjandi skal hafa starfsbundin réttindi til starfa sem sál- fræðingur á Íslandi, hafi til að bera góða samskiptahæfni, ríkt frumkvæði og samstarfsvilja til þverfaglegs samstarfs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru greidd skv. samningum Sálfræðingafélagsins og sveitarfélaganna. Frekari upplýsingar veitir Sveinn Þór Elinbergsson, forstöðu- maður, s. 430 7800. Skriflegar umsóknir er tilgreini menntun, fyrri störf og umsagnaraðila berist Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Hellissandi, Snæfellsbæ eða á netfangið sveinn@fssf.is. Slóð heimasíðu er fssf.is. Umsóknarfrestur er til 26. janúar 2011 Auglýsingasími Námskeið Útboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.