Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 44
36 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR Hvað stendur nú helst upp úr á árinu sem er að líða? Guðni: „Er það ekki þetta þrennt, rannsóknarskýrslan, eldgosið og bæjarstjórnarkosningarnar? Þóra: „Jú, ég held það. En þetta er illsambærilegt.“ Guðni: „Eldgos verða, Bestu flokk- ar koma og fara, en vonandi þurf- um við bara að skrifa eina rann- sóknarskýrslu.“ Þóra: „Hún markaði mikil tímamót. Það hafði verið beðið eftir skýrsl- unni síðan í nóvember og dálítið búið að draga úr væntingum, en enginn hefur beinlínis þorað að hallmæla henni.“ Guðni: „Nema Davíð.“ Þóra: „Já. Og forsetinn, sem sagði að skýrslan væri mjög fín fyrir utan það sem stóð um hann sjálf- an í henni.“ Guðni: „Já, honum leist ekkert á það.“ Þóra: „Skýrslan var vel unnin og erfitt að benda á nokkuð í henni sem var rangt, illa unnið eða þar fram eftir götunum.“ Guðni: „Í útlöndum er horft til hennar sem fordæmis og sem dæmis um það sem við höfum þó gert rétt. Slíkt er sjaldgæft og við megum vel halda því á lofti.“ Þóra: „En svo er spurning hvort okkur tekst að breyta því sem þarf að breyta. Sama hvað hver segir þá var skýrslan ekki bara áfellis- dómur yfir banka- og stjórnmála- mönnum heldur líka stjórnsýsl- unni, hvernig kaupin hafa gerst á eyrinni.“ Guðni: „Og líka yfir háskólunum og fjölmiðlunum. Ekki endilega fólk- inu sem þar starfa, þótt vissulega séu dæmi um slíkt, heldur upp- byggingunni. Áhrifum eignamanna og stórfyrirtækja innan fjölmiðla- heimsins og of nánum tengslum fjármálanna og háskólanna. Það hefur verið bent á að þetta og ótal- margt fleira sé ekki nógu gott, en svo er annað mál hvort okkur tekst að breyta einhverju til frambúð- ar. Á síðasta ári kom forseti Eist- lands hingað í opinbera heimsókn og lýsti því hvernig Eistar vildu verða. Þetta er þjóð sem fékk full- veldi á sama tíma og við, árið 1918. Landafræðin var okkar besti vinur og þeirra versti óvinur. Tuttug- asta öldin var meira og minna frá- bær fyrir okkur frá fullveldi en Eistar misstu sjálfstæðið og voru undir oki í hálfa öld. Svo fengu þeir aftur sjálfstæði og hver er þeirra draumur? Forsetinn sagði: „We just want to be another boring Nordic country“. Þetta hefur setið mjög í mér. Ef við gætum bara sett okkur það markmið að verða lítið og leiðin legt norrænt samfélag þar sem hlutirnir virka ágætlega, þar sem ríkir tiltölulega mikið jafn- rétti og fólki líður vel, þá væri það meira en nóg.“ Þóra: „Ég held líka að allt þetta tal um ráðherraábyrgð muni breyta ýmsu. Að fólk muni krefjast upp- lýsinga og verða meðvitaðra um eigin ábyrgð. Sem er gott. Verður maður ekki að vera jákvæður og bjartsýnn? Guðni: „Jú, en þetta er dálítið erfitt ef maður horfir á málin í sögulegu ljósi. Ef árið væri 1916 og við sætum hér og ræddum um merkilegustu atburði ársins, þá myndum við kannski minnast á að Framsóknarflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn hefðu verið stofnaðir. En kannski ekki, því það væri svo nýskeð að við vissum ekki almenni- lega hvað væri að gerast. Kannski verður ársins 2010 fyrst og fremst minnst fyrir það þegar endurskoð- un stjórnarskrárinnar hófst fyrir alvöru. En kannski ekki. Kannski er stjórnlagaþingið eitt af hinum stóru floppum ársins.“ Þóra: „Það er ómögulegt að vita. En það er svo skemmtilegt hvernig þú horfir alltaf á hlutina í sagnfræði- legu samhengi.“ Guðni: „Já, ég get ekki annað.“ Besti flokkurinn á að fá séns Talandi um sagnfræðilegt sam- hengi. Verður sigur Besta flokks- ins í borgarstjórnarkosningunum skráður í sögubækur framtíðar? Guðni: „Ef metið er eftir áhrifum í samfélaginu þá hlýtur Jón Gnarr að vera ofarlega á listanum yfir mann ársins fyrir það sem honum tókst að gera. Það hefur aldrei gerst áður í sögunni að grínisti, ef það er rétta orðið, bjóði fram, vinni stórsigur og verði borgarstjóri.“ Þóra: „Hann er sá eini sem getur klæðst draggi á Hinsegin dögum án þess að fólki þyki það asna- legt.“ Guðni: „Og flutt jólakveðju í Svart- höfðabúningi.“ Þóra: „Og haldið upp á Góðan dag- inn-daginn.“ Guðni: „Núna vita allir að það ríkir spenna í ríkisstjórnarsamstarfinu og hver veit nema stjórnin springi fyrr en seinna? Kannski er einhver sameiginlegur ótti á Alþingi við að Halli og Laddi gætu myndað meiri- hluta eftir kosningar. Að svokallað grínframboð geti gerbreytt valda- hlutföllum.“ Þóra: „Jón Gnarr er hluti af því hversu mikla athygli Ísland hefur hlotið á árinu. Um daginn hringdi í mig ítalskur útvarpsmaður sem var að fjalla um jólin víða um heim. Hann spurði um það hvernig við héldum jól, hvað væri að frétta af kreppunni og hverju þessi nýi borgar stjóri hefði tekið upp á nýlega. Hann minntist ekki á eld- gosið. Vissulega hefur Besti flokkur- inn hrist upp í hlutunum, en á hinn bóginn er það nú þannig að borgar- stjórn hefur ákveðin verkefni á sinni könnu. Hún hefur ákveðnar tekjur og þarf að ákveða hvern- ig á að dreifa þeim, meðal annars. Meðlimir Besta flokksins segjast ekki vera stjórnmálamenn, en um leið og þú ert kosinn í embætti verður þú að stjórnmálamanni. Það er ekki hægt að hreinsa sig af þeim stimpli. Ef fólk gengur í þetta verða þeir að gera það alla leið. En það er jákvætt að sjá hvernig þetta hefur vakið áhuga margra á borgar- málunum, til dæmis ungs fólks sem heldur að útsvar sé bara spurninga- þáttur í sjónvarpinu og getur ekki lesið launaseðilinn sinn. Ég held að við eigum að gefa Besta flokknum séns á þessari tilraun.“ Stóru fyrirsagnirnar Og eldgosið mikla í Eyjafjallajökli. Hvað kenndi það okkur? Guðni: „Ýmislegt. Til dæmis sýndi það okkur hversu háður hinn vest- ræni heimur er orðinn flugsam- göngum. Svo fengum við smækkaða mynd af þessu yfir hátíðarnar.“ Þóra: „Það má ekki snjóa örlítið án þess að allt fari á haus.“ Guðni: „Einmitt, en þetta var auð- vitað vestrænt gos. Eldgos eru endalaust að hamla flugi úti um allan heim, en þegar þetta gerist í Norður-Atlantshafi og hefur áhrif í Evrópu þá stekkur vestrænt- miðaða heimspressan á það.“ Þóra: „Gosið kenndi okkur kannski líka dálitla auðmýkt. Við ráðum ekki öllu. Reyndar fannst mér menn svolítið tapa sér í því að vara við að þetta gos væri nú ekk- ert miðað við Kötlugosið mikla sem í vændum væri. Það er ekk- ert víst að Kötlugosið verði svona ofboðslegt öskugos. En þetta sýnir æsinginn. Fólk vill alltaf ná í stóru fyrirsagnirnar.“ Guðni: „Já. Ég man vel eftir fyrsta deginum mínum í fréttamennsku á Bylgjunni hér forðum daga. Fyrstu fréttina mína fékk ég í hausinn ásamt orðunum: „Gerðu fréttina graðari, drengur!“ Það varð sem sagt að vera spenna í fréttinni. Ísland er örþjóð í Atlantshafi sem enginn hefur áhuga á nema þegar hér gerist eitthvað stórt sem hefur áhrif á aðra, eins og í hruninu og eldgosinu.“ Frakkar þvælast fyrir En hverjar eru jákvæðustu hliðar ársins? Guðni: „Árið hófst auðvitað á því að karlalandsliðið í handbolta náði bronsinu á EM og kvennalandsliðið komst í úrslitakeppnina.“ Þóra: „Þessir Frakkar eru svo mikið að þvælast fyrir okkur, bæði í handboltanum og hjá kvenna- landsliðinu í fótbolta á síðasta ári. Við þyrftum að finna einhverja veikleika hjá þeim.“ Guðni: „Já, kannski konur og vín?“ Þóra: „Eða karlar og vín.“ Guðni: „Svo er líka jákvætt, eftir þessar hörmungar og þennan táradal sem 2010 hefur verið, að Ísland er enn á sínum stað. Við sem landið búum erum alltaf að baka vandræði fyrir hvert annað, en náttúran og fegurðin hverfa ekki. Og vonandi ekki auðlindirnar held- ur. Landið er enn fagurt og frítt og við getum alltaf horft til þess. Ég á kanadíska konu og saman eigum við tvo unga syni. Eins og staðan er í dag er engin spurning hvor staðurinn, Ísland eða Kanada, er vænlegri til að skapa sér framtíð. Ísland er undir í hálfleik. Sjálfur bölvar maður öllu í sand og ösku, er fúll yfir peningavandræðum og slíku, en finnst þó alltaf að hér eigi maður heima. En ég segi það ekki við strákana mína sem eiga þetta val.“ Þóra: „Ég held að við höfum haft mjög gott af því að draga saman seglin. Temja okkur nægjusemi og auðmýkt. Margir hafa það ljómandi gott, en það eru biðraðir í matar- aðstoð. Vissulega er það smánar- blettur á samfélaginu, en um leið er það bara vandamál sem þarf að ganga í að leysa.“ Ísland er undir í hálfleik Fréttakonan Þóra Arnórsdóttir og sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson eru sammála um það hvaða atvik standa upp úr á árinu sem er að líða. Kjartan Guðmundsson fór yfir fréttirnar með síðasta rökstólapari ársins yfir súpu og pilsner í miðbænum. HORFT YFIR ÁRIÐ Guðni Th. segist ekki geta annað en sett hlutina í sagnfræðilegt samhengi, sem kætir Þóru mjög. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á RÖKSTÓLUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.