Fréttablaðið - 31.12.2010, Page 50

Fréttablaðið - 31.12.2010, Page 50
42 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR Manúela Ósk Harðardóttir Í hverju ertu og af hverju varð það fyrir valinu sem áramótadress? Ég er í kjól frá Lipsy sem ég keypti í Selfridges í Manchester. Skórnir og taskan eru frá Jimmy Choo og eru keypt í sömu verslun. Mér finnst kjóllinn fallegur og þægilegur – en skórnir glitra og glansa og voru því tilvaldir áramótaskór. Hvað ætlarðu að gera um áramótin? Ég verð í faðmi fjöl- skyldunnar um áramótin, eins og alltaf. Við borðum saman góðan mat, skjótum upp flugeldum og höfum það huggulegt saman – rólegt og notalegt. Besta partíráðið? Ég á flatbotna skó, sem leggjast saman og passa því vel í handtöskuna. Þessa skó tek ég nánast alltaf með mér þegar ég fer í partí, sérstaklega ef mig langar að missa mig á dansgólfinu. Uppáhalds áramóta- minningin? Ég missti pabba minn mjög ung, en hann átti afmæli á gamlársdag. Ég hef því haft þann sið að fara alltaf upp í kirkjugarð til hans, kveikja á kerti og jafnvel skjóta upp einni rakettu fyrir hann á þessum degi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Því fylgir alltaf ákveðinn hausverkur að velja sér klæðnað fyrir gamlárs- kvöld eða nýársfögnuð. Ákveðin pressa er um að skarta sínu fínasta pússi á einu hátíðlegasta og jafnframt síðasta kvöldi ársins. Fréttablaðið leitaði til þriggja tískusinnaðra kvenna og bað þær um að deila með lesendum hverju þær ætla að klæðast um áramótin ásamt því að rifja upp sína uppáhaldsára- mótaminningu og gefa góð partíráð. Svart og sígilt Dúsa Ólafsdóttir, hönnuður Í hverju ertu og af hverju varð það fyrir valinu sem áramótadress? Ég er í dragsíðum Helmut Lang kjól sem er úr japönsku silki. Japanskir vinir mínir gáfu mér kjólinn þegar þau voru í heimsókn yfir áramótin fyrir nokkrum árum. Hann er úr fyrstu Helmut Lang búðinni og frá þeim tíma sem Helmut Lang var sjálfur enn í tískubransanum. Við kjólinn verð ég í kokteiljakka úr KIOSK, með hárspöng frá Thelmu Design og skóm með glerbotni sem eru bara dregnir fram einu sinni á ári. Hvað ætlarðu að gera um áramótin? Ég ætla að borða góðan mat og drekka gott vín með. Framhaldið er enn á huldu, en mér er bæði boðið í brúðkaups- veislu og fertugsafmæli á nýársdag. Besta partíráðið? Vel straujuð föt, góð tónlist og slatti af víni klikkar aldrei. Uppáhalds áramótaminningin? Ætli það sé ekki þegar ég og kærastinn dvöld- um í Vínarborg fyrir nokkrum árum. Ég lærði fatahönnun þar og á þar marga vini. Við röðuðum saman nokkrum sníðaborðum og héldum mikla veislu, þarna var samankomið fólk frá öllum heimshornum. Við voru öll uppdressuð, púðruð snjóhvít í framan með fegurðarblett og barokkhárkollur. Mín kolla var bleik og úr hundrað prósent nælon þannig að mig klæjaði ógurlega undan henni. Á miðnætti var svo kveikt á austurríska ríkisútvarpinu og dansaðir vínar- valsar eins og siður er þar í landi. Svo fórum við öll á sjúskaðan teknóklúbb og héldum áfram stuðinu. Ása Ottesen, nemi og tískubloggari Í hverju ertu og af hverju varð það fyrir valinu sem áramóta- dress? Ég er í kjól frá merkinu Kalda sem fæst í Einveru. Ég valdi kjólinn því hann er einstaklega þægilegur en á sama tíma öðruvísi. Skórnir eru Jeffrey Campbell og fást líka í Einveru. Þeir eru mjög háir, sem hentar vel fyrir dverga eins og mig, en á sama tíma er það gott að ganga í þeim að maður finnur ekki fyrir háa hælnum. Sokkabuxurnar eru Oroblu, hálsmenið er frá Kría Jewelry og hring- arnir eru úr Rokki og rósum. Hvað ætlarðu að gera um áramótin? Þessi áramót verða í rólegri kantinum hjá mér. Allavega er ekkert planað. Ég fer í mat til ömmu og afa en þar verður öll föðurættin sem er þekkt fyrir mikið stuð og fíflagang. Afi er alveg óður í flugeldunum svo ég býst við mikl- um látum. Besta partíráðið? Alls ekki fara í glænýjum skóm ef þú ætlar þér að dansa alla nóttina. Ég hef gert það og það er hræðilegt. Svo er líka mikilvægt að fara ekki í einhverju allt of þröngu eða óþægi- legu, það er bara ávísun á vanlíðan út kvöldið. Svo má ekki gleyma að gera sér ekki of miklar væntingar fyrir gamlárskvöldi, þá verður maður bara fyrir vonbrigðum. Uppáhalds áramótaminningin? Þegar ég bauð föðurfjölskyldunni í nautalundir og gúmmelaði. Ég var stressuð að klikka á matnum en hann varð rosalega góður. Við fórum svo öll saman að Hall- grímskirkju þar sem margir voru samankomnir og við sáum þrjá ferðamenn fara með sjúkrabíl. Við komumst þó heil og höldnu heim þar sem var partí fram undir morgun. Vinir og vandamenn mættu á svæðið og ég breytti svefnherberginu mínu í dansgólf. Þar dönsuðum við fjölskyldan og vinir mínir fram í nýja árið. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.