Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 51
Við mennirnir erum félagsverur. Allt lífið erum við leitandi að félagsskap, að viðurkenningu, samsömun og umhyggju. Mismikið, auðvitað og af margvíslegum toga. Fjölskyldan, sem getur í raun táknað heilt samfélag í víðasta skilningi þess hugtaks, er eitt skýrasta birtingarform þessa eðlis og á jólum og öðrum hátíðlegum tímamótum leitum við uppruna okkar eða samneytis við þá sem okkur þykir vænt um. Við komum saman eða hugsum hvert til annars – og ekki síður til þeirra sem horfnir eru. Já, slíkar minningar kalla gjarnan fram bros, stundum gegnum tár. Fjölskyldan er það öryggisnet sem tekur við okkur þegar okkur hlekkist á. Og það er þá sem kærleikurinn verður að geta umborið allt. Ástin, vináttan, æðruleysið, kjarkurinn, víðsýnin og vonin fleyta okkur gegnum alla erfiðleika og stýra okkur upp í öldu þeirra brotsjóa sem skuggahliðar lífsins ala af sér. Í þessum gildum finnum við þær rætur okkar sem vaxa frá hjartanu en það er birtingarmynd sálarinnar í þeim líkama sem við höfum fengið að láni til þess að njóta jarðvistarinnar hér – þess lífs sem hverju okkar er gefið aðeins einu sinni. Stundum er sagt að hópar af ýmsu tagi starfi saman sem ein stór fjölskylda. Að þannig geti hver og einn notið styrkleika sinna og kosta en um leið liðsinnis annarra sem bjóða fram sína eigin styrkleika og kosti. Þannig upphefji hvert okkar annað og við komum fram sem ein sterk og öflug liðsheild. Slíkir eiginleikar prýða allar góðar fjölskyldur, hvernig sem þær eru skipaðar. En til þess að fjölskyldan, vinirnir, samstarfsfólkið eða aðrir geti sameinað styrkleika sína og kosti verðum við öll að vilja gefa af okkur það sem við höfum fram að færa. Slíkur vilji elur af sér örlætið sem margfaldast síðan og smitast um alla sali og kima samfélags okkar. En gjaldið sem við greiðum hvert öðru er aðeins smávægilegrar fyrirhafnar virði: Eitt lítið bros. Eitt lítið hrós. Eitt lítið takk. Hvatning. Hjálp. Huggun. Eitthvað af þessu eða allt í senn er sú lífsnauðsynlega næring sem þarf til þess að hver og einn einstaklingur, hver og ein fjölskylda og þar með hvert og eitt samfélag geti vaxið, dafnað og blómstrað af sínum eigin verðleikum. Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Starfsfólk Fjarðarkaupa Hátíðarkveðja!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.