Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 31.12.2010, Blaðsíða 62
 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR54 sport@frettabladid.is 13 DAGAR ÍSLAND hefur einu sinni tekið þátt á HM í Svíþjóð áður en það var þegar keppnin fór þar fram árið 1993. Íslenska landsliðið endaði í 8. sæti á mótinu eftir 21-22 tap fyrir Tékkóslóvakíu í leiknum um 7. sætið. Liðið vann Ungverja, Bandaríkjamenn og Dani á mótinu en tapaði fyrir Svíum, Þjóðverjum, Rússum og Tékkum. Ísland er í riðli með Ungverjalandi núna eins og fyrir 17 árum. ÓTRÚLEGT ÁR Í HÓLMINUM Snæfellingar, með Hlyn Bærings- son fremstan í flokki, urðu tvöfaldir meistarar í körfubolta á árinu. Liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir hörkueinvígi gegn Keflavík í úrslitum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL TITILL EFTIR LANGA BIÐ Berglind Íris Hansdóttir lyftir hér Íslandsmeistarabikarnum í handbolta en Valur varð þá meistari í fyrsta sinn í 27 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KLYFJAÐUR VERÐLAUNAGRIPUM Haukar unnu fjóra titla á síðasta keppnistímabili undir stjórn Arons Kristjánssonar og bættu þeim fimmta í safnið í haust er liðið vann Meistarakeppni HSÍ. Þá var Aron reyndar farinn til Þýskalands þar sem hann er þjálfari Hannover-Burgdorf. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Íþróttaárið 2010 í máli og myndum Eins og ávallt kenndi ýmissa grasa í íþróttalífinu á árinu. Fréttablaðið stiklar hér á því helsta sem átti sér stað en fulltrúar Íslands náðu góðum árangri á Evrópumeistaramótum í handbolta, fótbolta og hópfimleikum. VANN TVÖFALT Birgir Leifur Hafþórsson varð fyrsti maðurinn í mörg ár til að afreka það að verða bæði Íslandsmeist- ari í höggleik og holukeppni á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL UNGA LIÐIÐ VARÐ MEISTARI Ungt lið Breiðabliks varð Íslands- meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir harða baráttu við FH og ÍBV. Ólafur Kristjánsson, þjálfari liðsins, varð einnig Íslandsmeistari í fyrsta sinn á sínum langa ferli sem leikmaður og þjálfari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HM-BRONS Helga Margrét Þorsteins- dóttir náði þeim glæsilega árangri í júlí í sumar að vinna til bronsverðlauna í sjöþraut á HM unglinga sem fór fram í Moncton í Kanada. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SÖGULEGUR ÁRANGUR Íslenska karlalandsliðið, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, var ein sjö Evópuþjóða sem komust upp úr undankeppni Evrópumeistaramótsins og keppir í úrslitakeppninni í Danmörku næsta sumar. Liðið vann glæsilegan 4-1 sigur á ríkjandi Evrópumeisturum í þessum aldurs flokki, Þýskalandi, í Kaplakrika í sumar og lagði svo Skota í umspilsleikjum í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AFTUR TVÖFALT Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í sumar, annað árið í röð. Þetta var fimmti Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BRONS Í AUSTURRÍKI Ísland vann til verðlauna á sínu öðru stórmóti í handbolta karla í röð. Strákarnir okkar unnu brons á EM í Austurríki eftir sigur á Pólverjum í háspennu- leik þar sem Alexander Petersson náði að stela boltanum í hraðaupphlaupi Pólverja á ögurstundu. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER STJARNA Í ÞÝSKALANDI Gylfi Þór Sigurðsson átti frábært ár. Hann varð fastamaður í A-landsliðinu, skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Skotum í Edinborg sem tryggði U-21 landsliðinu sæti á EM og var valinn leikmaður ársins hjá enska B-deildarliðinu Reading. Hann var svo seldur til Hoffenheim í Þýskalandi fyrir metfé, um sex milljónir evra, og hefur slegið í gegn þar. NORDICPHOTOS/BONGARTS EVRÓPUMEISTARAR Ísland eignaðist Evrópumeistara í hópfim- leikum á árinu er lið Gerplu bar sigur úr býtum á EM sem fór fram í Malmö í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EINOKUN SPÁNVERJA Landslið Spánar festi sig í sessi sem eitt allra besta landslið sögunnar með sigri á HM í Suður-Afríku í sumar eftir sigur á Hollandi í úrslitaleik. Liðið er einnig ríkjandi Evrópumeistari. NORDIC PHOTOS/AFP TVÖFÖLD ÁNÆGJA Í LUNDÚNUM Chel- sea varð bæði Englands- og bikarmeist- ari á síðasta keppnistímabili. Hér er fyrirliðinn John Terry með sigurlaunin í einni elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarnum. NORDICPHOTOS/GETTY ÓTRÚLEGUR JOSE Inter varð þrefaldur meistari í vor undir stjórn Jose Mourinho. Liðið varð Evrópumeistari eftir 2-0 sigur á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fór fram á Santiago Bernabeu í Madrídar- borg. Stuttu síðar var Mourinho búinn að ráða sig til Real Madrid. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.