Fréttablaðið - 31.12.2010, Síða 62

Fréttablaðið - 31.12.2010, Síða 62
 31. desember 2010 FÖSTUDAGUR54 sport@frettabladid.is 13 DAGAR ÍSLAND hefur einu sinni tekið þátt á HM í Svíþjóð áður en það var þegar keppnin fór þar fram árið 1993. Íslenska landsliðið endaði í 8. sæti á mótinu eftir 21-22 tap fyrir Tékkóslóvakíu í leiknum um 7. sætið. Liðið vann Ungverja, Bandaríkjamenn og Dani á mótinu en tapaði fyrir Svíum, Þjóðverjum, Rússum og Tékkum. Ísland er í riðli með Ungverjalandi núna eins og fyrir 17 árum. ÓTRÚLEGT ÁR Í HÓLMINUM Snæfellingar, með Hlyn Bærings- son fremstan í flokki, urðu tvöfaldir meistarar í körfubolta á árinu. Liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir hörkueinvígi gegn Keflavík í úrslitum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL TITILL EFTIR LANGA BIÐ Berglind Íris Hansdóttir lyftir hér Íslandsmeistarabikarnum í handbolta en Valur varð þá meistari í fyrsta sinn í 27 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KLYFJAÐUR VERÐLAUNAGRIPUM Haukar unnu fjóra titla á síðasta keppnistímabili undir stjórn Arons Kristjánssonar og bættu þeim fimmta í safnið í haust er liðið vann Meistarakeppni HSÍ. Þá var Aron reyndar farinn til Þýskalands þar sem hann er þjálfari Hannover-Burgdorf. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Íþróttaárið 2010 í máli og myndum Eins og ávallt kenndi ýmissa grasa í íþróttalífinu á árinu. Fréttablaðið stiklar hér á því helsta sem átti sér stað en fulltrúar Íslands náðu góðum árangri á Evrópumeistaramótum í handbolta, fótbolta og hópfimleikum. VANN TVÖFALT Birgir Leifur Hafþórsson varð fyrsti maðurinn í mörg ár til að afreka það að verða bæði Íslandsmeist- ari í höggleik og holukeppni á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL UNGA LIÐIÐ VARÐ MEISTARI Ungt lið Breiðabliks varð Íslands- meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir harða baráttu við FH og ÍBV. Ólafur Kristjánsson, þjálfari liðsins, varð einnig Íslandsmeistari í fyrsta sinn á sínum langa ferli sem leikmaður og þjálfari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HM-BRONS Helga Margrét Þorsteins- dóttir náði þeim glæsilega árangri í júlí í sumar að vinna til bronsverðlauna í sjöþraut á HM unglinga sem fór fram í Moncton í Kanada. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SÖGULEGUR ÁRANGUR Íslenska karlalandsliðið, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, var ein sjö Evópuþjóða sem komust upp úr undankeppni Evrópumeistaramótsins og keppir í úrslitakeppninni í Danmörku næsta sumar. Liðið vann glæsilegan 4-1 sigur á ríkjandi Evrópumeisturum í þessum aldurs flokki, Þýskalandi, í Kaplakrika í sumar og lagði svo Skota í umspilsleikjum í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AFTUR TVÖFALT Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í sumar, annað árið í röð. Þetta var fimmti Íslandsmeistaratitill liðsins í röð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BRONS Í AUSTURRÍKI Ísland vann til verðlauna á sínu öðru stórmóti í handbolta karla í röð. Strákarnir okkar unnu brons á EM í Austurríki eftir sigur á Pólverjum í háspennu- leik þar sem Alexander Petersson náði að stela boltanum í hraðaupphlaupi Pólverja á ögurstundu. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER STJARNA Í ÞÝSKALANDI Gylfi Þór Sigurðsson átti frábært ár. Hann varð fastamaður í A-landsliðinu, skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Skotum í Edinborg sem tryggði U-21 landsliðinu sæti á EM og var valinn leikmaður ársins hjá enska B-deildarliðinu Reading. Hann var svo seldur til Hoffenheim í Þýskalandi fyrir metfé, um sex milljónir evra, og hefur slegið í gegn þar. NORDICPHOTOS/BONGARTS EVRÓPUMEISTARAR Ísland eignaðist Evrópumeistara í hópfim- leikum á árinu er lið Gerplu bar sigur úr býtum á EM sem fór fram í Malmö í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EINOKUN SPÁNVERJA Landslið Spánar festi sig í sessi sem eitt allra besta landslið sögunnar með sigri á HM í Suður-Afríku í sumar eftir sigur á Hollandi í úrslitaleik. Liðið er einnig ríkjandi Evrópumeistari. NORDIC PHOTOS/AFP TVÖFÖLD ÁNÆGJA Í LUNDÚNUM Chel- sea varð bæði Englands- og bikarmeist- ari á síðasta keppnistímabili. Hér er fyrirliðinn John Terry með sigurlaunin í einni elstu og virtustu bikarkeppni heims, FA-bikarnum. NORDICPHOTOS/GETTY ÓTRÚLEGUR JOSE Inter varð þrefaldur meistari í vor undir stjórn Jose Mourinho. Liðið varð Evrópumeistari eftir 2-0 sigur á Bayern München í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fór fram á Santiago Bernabeu í Madrídar- borg. Stuttu síðar var Mourinho búinn að ráða sig til Real Madrid. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.