Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 Mánudagur skoðun 12 3 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Fasteignir.is Híbýli og viðhald veðrið í dag 1. nóvember 2010 256. tölublað 10. árgangur Mótar slaufur úr tré. Guðmundur Jón Stefánsson sýnir frumlegar slaufur á sýningunni Handverk og hönnun. allt 2 Gamlir félagar syngja Skagfirska söngsveitin fagnar afmæli með tónleikum. tímamót 16 1. nóvember 2010 MÁNUDAGUR Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Pappírsdúskar geta verið hin mesta prýði enda hægt að leika sér með stærðir, form og liti og ýmist hægt að skreyta með þeim borð eða láta þá hanga í lofti. Gerð þeirra er sáraeinföld en fagurkerinn Martha Stewart kennir réttu handtökin á vef sínum www.marthastewart.com Þ ríhyrningur úr gleri eftir listamanninn Finboga Pétursson gleðu Sid Rithöfundurinn Sigtryggur Magnason fékk óskapunkt í afmælisgjöf í fyrra frá vinum sínum: Lítið en töfrandi listaverk Fyrir bústaðinn og heimilið Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverðiá 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing híbýli og viðhald MÁNUDAGUR 1. NÓVEMBER 2010 FASTEIGNIR.IS 1. NÓVEMBER 2010 44. TBL. Vel byggt hús á gró- inni lóð í Skerjafirði Húsið stendur hátt á gróinni lóð og nýtur sín vel. Viðhaldsfrítt einbýli Fasteignasalan Torg er með á skrá við- haldsfrítt einbýlishús við Breiðahvarf 17 í Kópavogi. H úsið er staðsett á hornlóð, með miklu útsýni, innbyggðum bílskúr og 60 fermetra gestahúsi, innréttað sem fullbúin íbúð. Það er viðhaldsfrítt, steinað og álgluggar eru með granítáferð. Allar innréttingar og hurðir eru með liggjandi hnotu og öll borð úr graníti. Hiti er í öllum gólfum og lofthæð góð, lægst 2,80 metrar og fjórir metrar í aðalrými hússins. Gólfefni er náttúrusteinn og gegnheilir eikarplankar olíubornir, barðir og lakkaðir Útgengt er úr öllum h Steyptir skjólveggir eru kringum allt húsið og 250 fermetra upphitað bílaplan. Stórar timburverandir úr harðviði eru á lóðinni og stuðlaberg prýðir garðinn. Þarftu að selja fasteign? Seldu fasteignina hjá okkur! Þú hringir, við seljum! 512 4900 Sigurður S. 896 2312 lögg. fasteignasali Friðbert S. 820 6022 Sölufulltrúi Rúnar S. 842 5886 Sölufulltrúi Þórarinn S. 770 0309 Sölufulltrúi Magnús S. 897 8266 lögg. fasteignasali Hvert þó í strumpandi! STRUMPAR ÚRKOMA VÍÐAST HVAR Í dag má búast við NA- og A-áttum, víða 10-18 m/s en lægir sunnantil um og eftir há- degi. Rigning S-lands en annars slydda eða snjókoma. Hiti lítillega í veðri. VEÐUR 4 6 0 1 4 5 FÓLK Fimleikakonan Ásdís Guð- mundsdóttir og knattspyrnu- maðurinn Kári Ársælsson búa saman í Kópavoginum, en bæði eru þau nýkrýndir meistarar. Ásdís hlaut gullverðlaun á Evr- ópumótinu með Gerplu á dögun- um og Kári varð Íslandsmeist- ari með Breiðabliki í septem ber. Þetta unga ofurpar þyrfti fleiri klukkustundir í sólarhringinn þar eð önnur áhugamál þurfa oftast að víkja fyrir æfingum. „Það skiptir ekki endilega öllu hversu miklum tíma maður eyðir saman, heldur hvernig maður nýtir tímann,“ segir Ásdís. - ka / sjá síðu 30 Afreksfólk í Kópavogi: Par sem safnar meistaratitlum STJÓRNMÁL Ólíklegt er að starfs- hópur ríkisstjórnarinnar um eignar hald á orkufyrirtækjum geti komist að þeirri niðurstöðu sem stjórnin lagði honum í hendur. Hverfandi líkur eru á að hóp- urinn leggi til að ríkið taki HS- orku eignarnámi af eigandanum, Magma Energy og ljón eru í vegi þess að hann geti með góðu móti lagt til takmörkun eignarhalds einkafyrirtækja. Starfshópurinn var skipaður í kjölfar þess pólitíska óróa sem varð í framhaldi kaupa Magma á HS-orku. Voru skipun hans og verkefni liður í lempun óánægðra stjórnarþingmanna, einkum úr röðum vinstri grænna. Starfshópnum var gert að undir- búa lagafrumvarp sem tryggði opinbert eignarhald á mikilvæg- um orkufyrirtækjum og takmark- aði eignarhald einkafyrirtækja. Átti hann að vera búinn að skila af sér og stefndi ríkisstjórnin að því að leggja fram frumvarp um málið fyrir októberlok. Þau áform gengu ekki eftir. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins eru þau meginsjónarmið uppi í starfshópnum að fara beri eftir niðurstöðum nefndar sem yfirfór viðskiptin með HS orku. Hún mat þau lögmæt og lagði ekki til eignarnám. - bþs / sjá síðu 8 Eignarnám HS orku nánast út af borðinu Hverfandi líkur eru á að ríkið taki HS orku eignarnámi. Starfshópi var gert að sætta sjónarmið stjórnarþingmanna og fékk skýra leiðsögn. Tormerki eru á áform- um stjórnvalda um að takmarka eignarhald einkafyrirtækja á orkufyrirtækjum. FÓTBOLTI Gylfi Þór Sigurðsson fór á kostum í fyrsta byrjunar- liðsleik sínum með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Gylfi skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 4-0 sigri á Hannover. „Þjálfarinn fer ekki að breyta liðinu held ég eftir þennan leik. Þetta var samt ekki besti leikur sem ég hef spilað,“ sagði Gylfi í viðtali við Fréttablaðið eftir leik- inn. Gylfi hefur skoraði fjögur mörk í fyrstu sex leikjum sínum með Hoffenheim síðan hann var keyptur þangað frá Reading í lok ágústmánaðar. - óój, gm / sjá síðu 26 Gylfi Þór fór á kostum: Nýtti tækifærið fullkomlega FJÖGUR MÖRK Í SEX LEIKJUM Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki. MYND/BONGARTS BRUNI Eldur varð laus í reykháfi á Goðafossi, gámaflutningaskipi Eimskipafélagsins, þar sem það var á siglingu í slæmu veðri milli Íslands og Færeyja aðfaranótt laugardags. „Það er alltaf hætta á ferðum þegar eldur kvikn- ar í skipi,“ segir Ólafur W. Hand, forstöðumaður markaðs- og upplýsingamála hjá Eimskipi. Hann segir að þakka megi góðri þjálfun skipverja og öryggisbúnaðinum um borð fyrir að ekki fór verr. Um tugur er í áhöfn skipsins. Þrátt fyrir að slæmt veður torveldaði skipverj- um verkið gekk fremur greiðlega að ráða niður- lögum eldsins. Hann kviknaði í stromphúsi út frá olíuleka. Skipverjar voru í sambandi við Landhelgis- gæsluna og björgunarmiðstöðina í Færeyjum. Varðskip var til taks en ekki þurfti að senda björg- unarmenn til að aðstoða skipverja, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Skipið kom til Færeyja í gær og var skipverjum boðið upp á áfallahjálp vegna eldsvoðans. Einhverjar skemmdir urðu á rafkerfi skipsins, en vel gekk að gera við, segir Ólafur. Skipið var lagt af stað áleiðis til Bretlands í gærkvöldi. - bj Þjálfun skipverja og öryggisbúnaði þakkað fyrir að ekki fór verr í eldsvoða á sjó: Eldur braust út í Goðafossi GOÐAFOSS Skipverjum var boðin áfallahjálp þegar Goðafoss kom til Færeyja í gær. Skipið sigldi eftir það áleiðis til Bret- lands. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR MÆNT Á MUNINA Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir, sérfræðingur hjá Munasafni Þjóðminjasafnins, og Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður, virða fyrir sér hundrað ára gamla silfurnælu á greiningardegi safnsins í gær. Slíkir dagar eru haldnir tvisvar á ári og gefst fólki þá tækifæri til að fá sérfræðigreiningu á gömlum munum í fórum sínum. Silfurnælan var talin verk gullsmiðsins Páls Þorkelssonar, sem lést árið 1936. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Grænn hagvöxtur Tækifærin liggja í endurnýjanlegri orku og þróun umhverfistækni. umræðan 14 Þjálfarinn hefur áhyggjur Handboltalandsliðið tapaði með fimm marka mun úti í Austurríki. íþróttir 24

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.