Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 4
4 1. nóvember 2010 MÁNUDAGUR Vegna fréttar um Egil „Gillzenegger“ Einarsson og símaskrána, sem birtist í helgarútgáfu Fréttablaðsins, vill Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur koma því á framfæri að hún sé ekki höfundur bréfs sem þar var greint frá. Hún hafi aðeins áframsent það. ÁRÉTTING VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 12° 12° 12° 15° 15° 11° 11° 23° 11° 20° 9° 30° 9° 15° 17° 9°Á MORGUN 15-20 m/s NV-til, annars hægari vindur. MIÐVIKUDAGUR 8-13 m/s V-til, annars hæg breytileg átt. 6 1 0 2 1 4 4 8 5 9 -1 6 15 17 8 7 15 10 9 5 8 5 4 0 3 2 3 3 -2 1 -1 2 HVASST Í DAG Búast má við töluverðum vindi í dag, einkum á Vestfjörðum og Snæfellsnesi. Lægir smám saman, fyrst sunnan lands. Á morgun og mið- vikudaginn eru horfur á hægum vindi alls staðar nema á NV-landi. Hlýnar í dag en kólnar síðan smám saman. Soffía Sveinsdóttir veður- fréttamaður FRÉTTASKÝRING Hvaða áhrif hefur dómur Héraðsdóms Suðurlands í skuldamáli sambýlis- fólks á Selfossi sem tók húsnæðislán í erlendri mynt? Fall krónunnar vegna bankahruns- ins felur ekki í sér forsendubrest fyrir þá sem sannarlega tóku lán í erlendri mynt, jafnvel þó að hrun krónunnar hafi tvöfaldað skuld þeirra í einu vetfangi. Þetta er niðurstaða Héraðs- dóms Suðurlands í skuldamáli sem Íslandsbanki höfðaði á hend- ur sambýlisfólki á Selfossi. Eins og fram kom í Fréttablað- inu á laugardag féllst dómurinn á kröfu Íslandsbanka. Fólkið, sem tók lán að andvirði 20 milljón- ir króna í japönskum jenum og svissneskum frönkum, var dæmt til að greiða bankanum 39,9 millj- ónir króna, auk vaxta og máls- kostnaðar. Báðir aðilar féllust á að lánið hefði sannarlega verið veitt í erlendri mynt. Því var ekki deilt um hvort lánið hefði verið ólög- mætt í sjálfu sér, á sama hátt og gengistryggð lán sem Hæstiréttur hefur dæmt ólögmæt. Björn Þorri Viktorsson, verj- andi lántakendanna, segir að með- vitað hafi verið fallið frá kröfu um að lánið teldist ólögmætt gengis- tryggt lán. Það hafi verið gert til þess að fá niðurstöðu varðandi kröfur um forsendubrest. Hann segir að tilgangslaust hafi verið að krefjast úrlausnar um lögmæti lánsins sem slíks þegar stjórnvöld hafi boðað lagafrum- varp sem jafni stöðu þeirra sem tekið hafi lán í erlendri mynt. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort málinu verði áfrýj- að til Hæstaréttar, en Björn segir Skoða fordæmisgildi dóms Staðfesti Hæstiréttur að ekki hafi orðið forsendubrestur hjá lántakendum í bankahruninu getur það haft víðtæk áhrif. Varla í samræmi við þá niðurstöðu að samþykkja forsendubrest í öðrum lánum segir lögmaður. yfirgnæfandi líkur á því að svo verði. Dómurinn tekur á þremur mikilvægum atriðum sem tek- ist hefur verið á um undanfarið, segir Andri Árnason, lögmaður Íslandsbanka í málinu. Hann segir að staðfesti Hæstiréttur niðurstöðu héraðsdóms um þau atriði muni sá dómur vafalaust hafa fordæmisgildi í mörgum málum. Dómurinn telur í fyrsta lagi að ekki hafi orðið forsendubrestur þó að gengi krónunnar hafi hrunið. Dóm- urinn telur ekki skipta máli að lánið hafi verið greitt út í íslenskum krón- um. Þá telur dómurinn ekki skipta máli að tilgreind hafi verið upphæð í íslenskum krónum sem var jafnvirði hins erlenda höfuðstóls á skuldabréf- inu sjálfu. Það væri varla í samræmi við þessa niðurstöðu héraðsdóms, kom- ist dómstólar að þeirri niðurstöðu að forsendubrestur hafi orðið hjá lán- takendum sem tóku verðtryggð lán í íslenskum krónum, segir Andri. Því geti fordæmisgildið orðið veru- legt, staðfesti Hæstiréttur þá niður- stöðu. Forsendubrestur sterk lagarök Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, segir að staðfesti Hæstirétt- ur dóm héraðsdóms með sömu for- sendum hafi það vafalaust eitthvert fordæmisgildi. Hann segir að koma verði í ljós hvort hæstiréttur telji rökstuðning dómsins um að enginn forsendubrestur hafi orðið eiga við í málum þar sem um gengistryggð eða verðtryggð lán í íslenskum krón- um sé að ræða. „Ég taldi rök um forsendubrest vera sterk lagarök í svona málum, en hvort þetta var heppilegasta málið til að láta reyna á þau veit ég ekki,“ segir Gísli. Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn drög að frumvarpi sem ætlað er að jafna stöðu þeirra sem tekið hafa erlend lán. Gísli segist ekki sammála öllu sem fram hafi komið í þeim frum- varpsdrögum sem hann hafi séð. Það sé þó jákvætt að með því sé ætlun- in að koma í veg fyrir að tilviljunar- kennd atriði eins og orðalag í samn- ingum ráði úrslitum um réttarstöðu neytenda. brjann@frettabladid.is FÓLK Viðræður standa yfir milli Orkuveitu Reykjavíkur og fyrrver- andi starfsmanna um rekstur á mót- tökurými og safni í Hellisheiðar- virkjun. Móttökurýminu var lokað samhliða uppsögnum í fyrirtækinu í október. Mikill fjöldi fólks hefur heimsótt rýmið á hverju ári, lang- mest ferðamenn. „Það eru nokkrir fyrrverandi starfsmenn sem hafa sýnt áhuga á að reka þarna þjónustu á sína áhættu,“ segir Eiríkur Hjálmarsson upplýs- ingafulltrúi OR. Hann segir mikla fjármuni vera í rýminu, sem er hið glæsilegasta. „Það standa yfir við- ræður við þá, sem fyrirtækið hefur gengið inn í með opnum huga. Við þessar aðstæður sjáum við okkur ekki fært að bera kostnaðinn af þessu,“ segir Eiríkur. Ókeypis hefur verið í safnið og fyrirtækið treysti sér ekki til að taka þá áhættu að sjá hvort gjald- taka myndi skila sér, jafnvel þótt gestagangur hafi verið mikill. Minjasafninu og Rafheimum í Elliðaárdal var líka lokað. Eiríkur segir að um nokkra hríð hafi verið viðræður við háskólasamfélagið og Árbæjarsafn um samstarf við þann rekstur. „Menn hafa verið að þreifa sig áfram með þetta en þess- ar ákvarðanir hér hafa vissulega ýtt við hlutum.“ - þeb Orkuveitan á í viðræðum við fyrrverandi starfsmenn um rekstur í Hellisheiðarvirkjun: Vilja reka móttöku fyrir eigin reikning HELLISHEIÐARVIRKJUN Starfsmenn vilja taka yfir rekstur safns og móttökurýmis. TYRKLAND, AP 32 slösuðust í sjálfs- morðssprengjuárás á Taksim- torgi í Istanbúl í gær. Fimmtán lögreglumenn eru meðal hinna slösuðu og eru að minnsta kosti tveir alvarlega slasaðir. Lögreglustjórinn í Istanbúl sagði að sprengjumaðurinn hefði án árangurs reynt að komast inn í stóran lögreglubíl. Hann hefði því sprengt sig í loft upp alveg við bílinn. Við rannsókn á torginu fannst ósprungin sprengja. Hátíðarhöld voru á torginu í tilefni af þjóðhátíðardegi lands- ins. Hátíðarhöldunum hafði verið frestað á föstudag vegna mikillar rigningar. Engin samtök hafa lýst tilræð- inu á hendur sér. - þeb Sjálfsmorðsárás í Tyrklandi: 32 slösuðust í sprengjuárás DÓMSMÁL Rúmlega fertug kona hefur verið dæmd í fjögurra mán- aða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Konan flutti með flugi frá Amsterdam árið 2008 fimmtíu LSD-töflur og duft, kókaín, e-töflu- duft og eina töflu og hass. Efnin faldi hún innvortis. Þá geymdi hún lítilræði af kannabisefnum og amfetamíni í eldhússkáp. Konan átti ekki sakaferil að baki. Þá var staðfest að hún hefði sótt sér meðferðarúrræði á vegum SÁÁ. - jss Faldi eiturlyfin innvortis: Dæmd fyrir fíkniefnasmygl ISTANBÚL Skelfing greip um sig eftir sprengjuárásina. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is GENGIÐ 29.10.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 206,1695 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 111,84 112,38 177,94 178,80 154,68 155,54 20,743 20,865 18,863 18,975 16,543 16,639 1,3836 1,3916 175,57 176,61 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Kíktu í heimsókn á www.hipp.is Lífrænt skiptir máli fyrir barnið þitt - Engin erfðabreytt innihaldsefni - Ræktað án notkunar meindýraeiturs Kitlar bragðlaukana Hæstiréttur staðfesti hinn 16. september síðastliðinn að gengistryggt bílalán hefði verið ólögmætt, og að það skyldi bera lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabankans en ekki þá samningsvexti sem tilgreindir væru á lánasamn- ingunum. Tvö mál hafa í kjölfarið farið fyrir dóminn þar sem tekist er á um húsnæðislán í erlendri mynt og er niðurstöðu beðið. Í kjölfar dómsins kynnti Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, að sett yrðu lög þar sem tryggt yrði að niðurstaða Hæstaréttar næði til allra bílalána einstaklinga og lána einstaklinga með veðum í fasteignum, hvort sem þau hefðu verið tekin í erlendri mynt eða tengd erlendri mynt. Samkvæmt upplýsingum frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu mun frumvarpið ná yfir lán eins og það sem dæmt var í í Héraðsdómi Suðurlands á föstudag. Frumvarp þessa efnis hefur enn ekki litið dagsins ljós, en það hefur verið kynnt í ríkisstjórn. Þing kemur ekki saman fyrr en á fimmtudag þannig að frumvarpið kemur ekki fram fyrr en þá í fyrsta lagi. Frumvarp mun ná yfir erlendu lánin MÓTMÆLI Viðbrögðum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins við dómi héraðs- dóms í gengistryggingarmálinu var mótmælt við Hæstarétt í júlí. Hæstiréttur dæmdi í málinu fyrir 45 dögum en viðbragða stjórnvalda er enn beðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.