Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 14
14 1. nóvember 2010 MÁNUDAGUR Á Norðurlandaráðsþingi í Reykjavík á morgun fjalla norrænu forsætisráðherrarnir um spurninguna „Grænn hag- vöxtur – leiðin út úr kreppunni?” Málefnið snertir okkur öll, þar sem grænn hagvöxtur veitir okkur tækifæri til að hætta notk- un jarðefnaeldsneytis og skapa ný störf í grænu hagkerfi. Norður- löndin eru framarlega í notkun endurnýjanlegrar orku og þróun umhverfistækni. Hvernig tryggj- um við að þau verði það einnig í framtíðinni? Norræn tækifæri Áhugaverður markaður fyrir græna tækni er nú að verða til. Reiknað hefur verið út að alþjóðamarkaður fyrir græna tækni sé um 6.000 milljarðar sænskra króna og árlegur vöxt- ur hans 6-14%. Kínverjar verða sennilega stærstir og fremstir í framleiðslu og notkun umhverfis- tækni, þó ekki endilega á sviði umhverfis einkaleyfa og nýsköp- unar. Norður löndin, hins vegar, eru í sterkri stöðu á sviði umhverfistækni og aðstæður þar eru hagstæðar fyrir græn- an hagvöxt. Danir eru fremstir á sviði vind- orku, Íslendingar á sviði jarð- varma, Svíar og Finnar á sviði lífefnaorku og Noregur og Sví- þjóð á sviði fallorku. Þessi nor- ræna þekking er ekki í innbyrðis samkeppni heldur hafa norrænu ríkin mikinn hag af því að vinna saman óháð landamærum. Í þessu felast norrænu tækifærin. Vegvísir Til þess að grípa viðskiptatæki- færin verða norrænu ríkin að skapa réttar aðstæður fyrir græn- an hagvöxt og standa vörð um nor- ræn styrkleikasvið. Við verðum að bæta kynningar og markaðssetn- ingu rannsóknaniðurstöðva okkar á alþjóðamarkaði. Vinnan við þróun hnattvæðingar verkefnisins á sviði rannsókna verður því enn mikilvægari. Norræna öndvegis- rannsóknaverkefnið (TFI) er í því samhengi fyrirmynd framtíðar- verkefna á sviði nýsköpunar og rannsókna. Þróa verður efnahagslega hvata á sviði umhverfistækni til þess að skapa öflugri frumkvöðla- menningu með lítil fyrirtæki sem drifkraft. Með vel skilgreind- um rammaskilyrðum og sam- starfi þvert á mörk stofnana og landamæra gæti verið komið svar umhverfistækninnar við Maersk, Ikea eða Nokia á Norðurlöndum. Tilurð græna hagkerfisins krefst þess, eins og þegar aðrar breytingar eiga sér stað, að við bæði hugsum og breytum á nýjan hátt. Norðurlandaráð leggur því til eftirfarandi vegvísa fyrir grænan hagvöxt: ■ Gerum það arðbært fyrir atvinnulífið að veðja á umhverfis- tækni með styrkjum í byrjun þar til markaðurinn tekur við. ■ Fjölgum efnahagslegum hvötum til breytinga yfir í umhverfis- tækni með því að verðleggja kolefnislosun og leggja til skatt- lagningu koltvísýrings í viðræð- um við ESB og SÞ. ■ Sköpum markaðslegan slagkraft og tengslanet fyrir norrænar lausnir með myndun norræns samstarfsnets sem samþættir styrk norrænu ríkjanna á sviði umhverfistækni. ■ Sköpum aðstæður fyrir nýjar fjárfestingar á norrænum markaði með skýrum pólit- ískum rammaskilyrðum sem vinna gegn verndarstefnu og efla frjálsa verslun. Álagið á náttúruauðlindir eykst og einnig krafa stjórnmálamanna um lausnir. Norðurlandaráð spyr því ríkisstjórnirnar hvernig þær ætli að vinna að þróun norrænna tækifæra og setja þessa vegvísa í norræna áætlun um grænan hag- vöxt. Sameiginleg áætlun um grænan hagvöxt Hvert fyrir sig eru norrænu ríkin lítil, en í saman eru Norðurlöndin 10. stærsta hagkerfi heims. Tæki- færi okkar til að hafa áhrif á þróun- ina í þjóðlöndunum, svæðisbundið í gegnum ESB og á alþjóðavett- vangi í gegnum SÞ, eykst til muna ef Norðurlöndin vinna í sameiningu áætlun um grænan hagvöxt. Í dönsku skýrslunni um grænan hagvöxt er því slegið föstu að pólit- ískrar forystu sé þörf til að breyta yfir í grænt hagkerfi. Sænska umhverfistækniráðið nefnir pól- itíska stjórnun og samstarf sem stefnumarkandi svið fyrir grænan hagvöxt. Fundurinn með forsætis- ráðherrunum í Reykjavík verður því gott tækifæri til að skilgreina hvernig Norðurlöndin geta hald- ið forystuhlutverki sínu á sviði grænnar tækni. Því grænn hagvöxtur er leiðin til að vinna á efnahagskreppunni og loftslagsvandanum. Og á þriðjudag verða ráðherrarnir einnig að velja hvort vegagerðin verður innan eða utan landamæra Norðurlanda. Til þess að grípa viðskiptatækifærin verða norrænu ríkin að skapa réttar aðstæður fyrir grænan hagvöxt og standa vörð um norræn styrkleikasvið. Grænn hagvöxtur – leiðin út úr kreppunni Mikil umræða hefur átt sér stað varðandi tillögu mann- réttindanefndar Reykjavíkur- borgar um samskipti á milli skóla og kirkju. Mér líður eins og ég eigi tvo báta sem eru samsíða í höfn og ég hafi sett sitt hvorn fótinn í þá. Smám saman fara bátarnir að líða hvor frá öðrum og fæturnir mínir gliðna í sundur um leið. Líður ef til vill mörgum eins og mér? Sam- starf milli skóla og kirkju er mikil- vægt en samtímis viljum við virða mannréttindi í samfélaginu. Mér virðist sem ástæða hinnar miklu umræðu um samskipti skóla og kirkju sé sú að Mannréttinda- ráð borgarinnar flýtti sér um of að komast að niðurstöðu. Kirkjan er meðvituð um að samskipti við grunnskóla eru viðkvæm og því hún hefur unnið með fagfólki skól- anna og búið til samkomulag um hvernig samstarf á milli þessara tveggja aðila ætti að vera. Þetta er gott samkomulag að mínu mati. Ef einhver brýtur samkomu- lagið eða að kvörtun berst frá skólabarni, foreldri þess eða for- sjámanni til Mannréttindaskrif- stofu (eða Mannréttindaráðs) borgarinnar, á hún þá ekki fyrst og fremst að kanna málið og gefa síðan kirkjunni eða skólan- um viðvörun og krefjast úrbóta? Hlutverk Mannréttindaráðs er ekki að banna, heldur að benda á áþreifan leg vandamál og láta við- komandi aðila vinna að úrlausn- um. Mér virðist sem Mannrétt- indaráð misskilji hlutverk sitt. Ég tel því að það ætti að draga tillög- una til baka og setja málið aftur í umræðu farveg. Þetta er fyrsta til- lagan sem ég hef. Þá er ég með aðra tillögu sem varðar kirkjuna sjálfa, þ.á m. mig sjálfan. Í fyrsta lagi heyrist stund- um í umræðunni orðasamband eins og: ,,þetta eru örfáar kvartanir á móti miklum meirihluta sem ekki kvartar.“ Við í kirkjunni skulum passa okkur vel á hugsunarhætti sem þessum. Hver einasti þegn samfélagsins á rétt á mannréttind- um. Mannréttindi eru ekki hugtak um meirihluta eða minnihluta. Ef jafnvel einu skólabarni finnst það vera brot á mannréttindum sínum, á þá það skilið að verið tekið alvar- lega. ,,Fáir í meirihluta þýðir lítið“ er algjör villuhugsun. Í öðru lagi þarf kirkjan að huga að áframhaldi samkomulagsins, sem er síðan árið 2007. Samkomu- lagið er fínt. En hvort það sé virt og framkvæmt eða ekki fer eftir sérhverjum presti eða starfsfólki kirkjunnar. Var kirkjan búin að gera prestum og öðrum starfs- mönnum hvað fælist í þessu sam- komulagi og hvað bæri að virða? Þegar kemur að hegðun sér- hvers starfsmanns kirkjunnar er næstum ómögulegt að vita hvað gerist í raun og veru, þar sem enginn okkar veit nákvæmlega um allt sem er að gerast í hverj- um einasta skóla. Það vantar bæði endurmenntun fyrir starfsfólk kirkjunnar og einnig eftirlit um að samkomulagið sé haldið. Í síðasta lagi held ég að það sé nauðsynlegt að horfa á málið í stærra samhengi, sem er hvert er okkar samfélag að þróast? Aðskilnaður á milli opinbers vald og trúarlegs er óhjákvæmilegt í háþróaðri þjóð. Það er ekki hægt að halda í gömlum starfsháttum eða venjum að eilífu. Við þurf- um alltaf að sýna málum tillits- semi með tilliti til þróunar sam- félagsins. Það þýðir alls ekki að kirkjan skuli fylgja þróun sam- félagsins skilyrðislaust. Hún á að neita slæmri þróun og villigötum en úrbætur fyrir mannréttindum geta ekki talist til slæmra mála. Það eru mál sem kirkjan á að taka virkan þátt í. Í því ferli gæti orðið árekstur á milli venja og siða kirkjunnar og einhvers annars eins og nú sést í umræðu í kring- um samskipti kirkju og skóla. Það er mín persónulega skoðun að kirkjunni hafi mistekist síðastlið- in ár að meta þróun samfélagsins. Dæmi um það var t.d. umfjöllun um kynferðisbrot innan kirkjunn- ar eða mál sem vörðuðu ein hjú- skaparlög. Nú skulum við í kirkj- unni læra af reynslu okkar og sýna frumkvæði að framtíðarsýn kirkj- unnar okkar og samfélagsins. Hefð þjóðar, þróun og framtíð AF NETINU Lítilmannleg framkoma við Halldór Ásgrímsson Eini maðurinn í núverandi stjórnarliði, sem sýndi einhvern lit á að andæfa þessum þokkapiltum, var Ögmundur Jónasson, og var hann þó venslaður eiginkonu Jóns Ásgeirs. Ekkert heyrðist frá Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur. Raunar hafði Jóhanna aðeins áhyggjur af einu í Baugsmálinu svonefnda, þegar lögregla rannsakaði efnahagsbrot Jóns Ásgeirs og klíku hans. Það var kostnaðurinn! Það er lítilmannlegt að reyna nú að bregða fæti fyrir gamlan andstæðing, þegar hann hefur getið sér gott orð erlendis. Þeir, sem beita slíkum brögðum, mega síðar eiga von á því, að þeir verði brögðum beittir. Þeir, sem rjúfa grið, geta ekki vænst griða. pressan.is/pressupennar/HannesHolmsteinnGissurarson Hannes Hólmsteinn Gissurarson Hræddir hagfræðingar Samkvæmt Má Guðmundssyni seðlabankastjóra þorðu seðlabankamenn ekki að segja frá dökkum spám sínum um efnahagshorfur. Hverjir skömm- uðu hagfræðinga Seðlabankans? Við hverja voru þeir hræddir? Og er eitthvað gagn í svona huglitlum sérfræðingum – sem hafa meiri áhuga á að makka rétt en að segja sannleikann? silfuregils.eyjan.is/ Egill Helgason Norðurlandaráðsþing Helgi Hjörvar Íslandi, Forseti Norðurlandaráðs Dagfinn Høybråten Noregi, fulltrúi í forsætisnefnd Norðurlandaráðs Paavo Arhinmäki Finnlandi, fulltrúi í menningar- og menntamálanefnd Karin Åström (S) Svíþjóð, fulltrúi í forsætisnefnd Norðurlandaráðs Henrik Dam Kristensen Danmörku, fulltrúi í forsætisnefnd Norðurlandaráðs Trúmál Toshiki Toma Prestur innflytjenda Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.