Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 18
 1. nóvember 2 Sigtryggur og hundurinn Sprækur spekingslegir í stofuglugganum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Ég fékk þetta listaverk að gjöf frá góðum vinum mínum, Berki Arnars- syni og konu hans Lani Yamamoto, í fyrra þegar ég varð þrjátíu og fimm ára,“ segir Sigtryggur og hampar stoltur litlum þríhyrningi úr gleri. Hann er eftir Finnboga Pétursson og þegar hann er hafður úti í glugga brotnar ljósið á honum þannig að inni myndast regnboga- litur punktur, óskapunktur. Það er ekki ónýtt að eiga slíkan grip. „Ég hef mikið dálæti á þessu verki,“ segir Sigtryggur. „Finn- bogi er einn okkar færustu lista- manna og hann fetar í fótspor gömlu meistaranna að því leyti að hann spáir í eðlis- og efnafræði hlutanna.“ Sigtryggur er nýfluttur á Mel- ana og stofuglugginn hans er með frönsku smárúðusniði. „Þessi gluggi beinlínis kallar á svona verk,“ segir rithöfundurinn og horfir einbeittur á punktinn. Lætur þó ekkert uppi um óskirnar. Framhald af forsíðu í nóvember HERRA- KULDASKÓR Úrval af herrakuldaskóm úr leðri, fóðruðum með lambsgæru. Stærðir: 41 - 47 Verð: 23.700.- Sími 551 2070. Opið mán.-fös. 10-18. Laug. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is Vertu vinur Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU „Slaufurnar hafa fengið talsverða athygli á sýningunni en margir átta sig ekki strax á því hvað þetta er. Þá tek ég slaufuna bara af háls- inum á mér og sýni þeim,“ segir Guðmundur Jón Stefánsson hús- gagnasmíðameistari en hann sýnir meðal annars hálsslaufur úr tré á sýningunni Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Sýningunni lýkur í kvöld klukkan 19. Í slaufurnar notar Guðmundur ask, álm, eik og kirsuberjavið, teg- undir sem hann segir þægilegt að móta, en slaufurnar eru handunnar. „Ég saga viðinn einungis gróf- lega í fjalir og handhefla þær niður í þynnur. Ég teikna formið eftir skapalóni og tálga það út. Þynn- urnar beygi ég svo í sjóðandi vatni og læt þær þorna og kólna í móti. Engar tvær slaufur eru því alveg eins,“ útskýrir Guðmundur, sem því næst festir slaufurnar á spöng sem fer undir kraga, til dæmis á skyrtu, og á spennur fyrir hár. „Hver slaufa er bara nokkur grömm og þægilegt að bera þær. Sjálfur geng ég með slaufu dag- lega og hef gert í mörg ár, bæði þegar ég vann sem smiður og líka í dag en ég vinn í versluninni Hand- verk í Bolholti. Þar er meðal ann- ars hægt að nálgast slaufurnar hjá mér.“ Tréslaufurnar sýndi Guðmund- ur fyrst árið 2004 hjá Handverki og hönnun. Tuttugu ár eru þó síðan hann fékk hugmyndina. „Ég lék mér fyrst með formið í pappír en prófaði fyrir sex árum að beygja við í vatni. Formið er mjög þétt og í raun á mörkunum að hægt sé að beygja viðinn svona. Ég nota þó ekkert lím í slaufurnar, formið heldur þeim saman. Ég hef mjög gaman af því að smíða hús- gögn og búa til hluti sem ekki eru alveg hefðbundnir.“ heida@frettabladid.is Sveigðar slaufur úr tré Guðmundur Jón Stefánsson húsgagnasmíðameistari mótar slaufur úr tré. Slaufurnar eru meðal þess sem sjá má á handverkssýningunni í Ráðhúsi Reykjavíkur sem lýkur í kvöld. Tréslaufurnar beygir Guðmundur úr viðarþynnum í sjóðandi vatni. Ekkert lím eða festingar koma við sögu. Guðmundur Jón Stefánsson húsgagnasmíðameistari gengur með tréslaufu eftir sjálfan sig daglega en slaufurnar sýnir hann í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag milli klukkan 10 og 19. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hótel Maison Moschino í Mílanó er með frumlegustu hótelum. Þar eru 65 herbergi, sem öll eru innblásin af draumum og ævintýrum. Þar má finna rúm í líki flauelskjóls, kexkökuljóskrónu og rjómabollupúða. Sjá nánar á www.maisonmoschino.com Litríkar perlulagðar verur, ættaðar frá Suður-Afríku, má um þessar mundir finna í versluninni Aurum við Banka- stræti. Vörurnar eru eftirtektarverðar því allur ágóðinn af sölunni rennur beint til þeirra 450 kvenna sem gerðu þær. Konurnar búa við fátækt og bágar aðstæður í Suður-Afríku, margir hverjar HIV-smitaðir. Konunum er útvegað hráefnið og fá svo greitt fyrir hverja veru en þar sem þær eru handgerð- ar er hver þeirra einstök og segir mis- munandi sögur með mynstri og litum. Verkefnið kallast Monkeybiz en upp- hafsmenn þess eru Barbara Jackson, Shirley Fintz og Mathapelo. Aurum er eina verslunin sem selur Monkeybiz- vörurnar á Íslandi. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á monkeybiz. co.za - jma Verur frá Suður-Afríku Verurnar eru búnar til af konum sem búa við fátækt og bágar aðstæður í Suður-Afríku. Þær fást í Aurum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.