Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 1. nóvember 2010 19 Hverfisgata 56, 101 Reykjavík Sími: 552 1630 Opið: sun.-fim. 18:00 - 22:00 fös. og lau. 18:00 - 23:00 www.austurindia.is Indverjum duga ekki færri en fimm dagar til að halda upp á hátíð ljóssins, Diwali, sem nú á hug þeirra og hjörtu. Við hjá Austur-Indíafjelaginu viljum færa örlitla birtu inn í byrjun vetrar og bjóðum því upp á sérstakan fimm rétta Diwali-hátíðarmatseðil á afar góðu verði: 4.990 kr. alla daga. Borðapantanir í síma 552 1630. Hátíð ljóssins hjá Austur-Indíafjelaginu Chandrika Gunnarsson eigandi Austur-Indíafélagsins býður gesti velkomna á Diwali, hátíð ljóssins. DIWALI hátíðarmatseðill 4.990 kr. FORRÉTTUR Malabari Machli Pönnusteiktur lax í kókos með karrýlaufum og garam masala AÐALRÉTTIR Peshwari Gosht Grillað lambafillet marinerað í kasjúhnetum, engiferi, chillí og hvítlauk og Murgh Korma Kjúklingalundir á hægum eldi í blöndu af kókosmjólk, birkifræjum, kanil og kardemommum og Channa Masala Kjúklingabaunir eldaðar með tómötum, kúmeni, chilí og kóríander MEÐLÆTI Raitha Heimalöguð jógúrtsósa með gúrkum og kryddblöndu og Basmati hrísgrjón og Naan brauð Garlic Naan með hvítlauk Masala Kulcha með kúmeni, lauk og kóríander EFTIRRÉTTUR Kahjoor Halwa Indverskur eftirréttur með döðlum, súkkulaði, hesilhnetum og kókos Fimm rétta Nú eru síðustu forvöð að panta borð. Diwali-hátíðinni lýkur sunnudaginn 7. nóvember. Við þökkum frábærar viðtökur! Bandaríska leikkonan Angelina Jolie á að hafa brugðist ókvæða við þegar hún frétti af því að sambýlis- maður hennar, Brad Pitt, hafði hringt í leikkonuna Courteney Cox í kjölfar frétta af skilnaði hennar. Cox er sem kunnugt er besta vin- kona fyrrverandi eiginkonu Pitts, leikkonunnar Jennifer Aniston, og taldi Jolie óviðeigandi að Pitt væri að púkka upp á vini fyrrver- andi eiginkonunnar. „Angelina hélt að Brad væri að nota skilnað Cox til þess eins að ná sambandi við Jennifer aftur,“ var haft eftir heimildarmanni. „Þegar Brad heyrði af skilnaði Courteney þá fannst honum ekkert sjálfsagðara en að hringja í sína gömlu vinkonu og sýna henni stuðning á þessum erfiðu tímum. Mistök hans voru að nefna þetta við Angelinu og hann varð orðlaus þegar hann sá hvern- ig hún brást við.“ Jolie ósátt við Brad Elin Nordegren, fyrrverandi eigin kona kylfingsins Tiger Woods, hefur ákveðið að losa sig við allt skartið sem Woods gaf henni á meðan þau voru gift. Nordegren hefur fengið upp- boðshúsið Sotheby‘s til að selja skartið fyrir sig, en á meðal þess verður trúlofunarhringurinn frá Woods. Talið er að skartgripa- safn Nordegren gæti selst á allt að 280 milljónir króna. „Hún leit á skartið sem gjafir frá ástríkum eiginmanni, en nú telur hún að hann hafi keypt gjafirnar til að friða eigin sam- visku og hana langar að losa sig við það,“ var haft eftir ónefndum heimildarmanni. Auk trúlofunar- hringsins mun Nordegren selja hálsmen frá Tiffany’s og eyrna- lokka frá Cartier. Selur skartið SELUR SKARTIÐ Elin Nordegren, fyrrver- andi eiginkona Tiger Woods, ætlar að selja skartið sem hann gaf henni. NORDICPHTOS/GETTY „Það verður margt í boði,“ segir Ragna Sigurðardóttir, nemandi í MH sem ásamt fjórum öðrum samnemendum sínum úr Hamra- hlíðinni stendur að góðgerðar- viku sem hefst í dag. „Allur ágóði vikunnar rennur óskiptur til ABC barnahjálpar. Peningurinn sem við söfnum mun renna til barnaþorpa í Pakistan, en þar voru rosaleg flóð fyrr á árinu,“ segir Ragna. Spurð hvað verði um að vera í skólanum í vikunni segir Ragna að það verði eitthvað fyrir alla. „Við erum með lukkuhjól í sam- starfi við nokkur fyrirtæki en þá borga nemendur til að fá að snúa hjólinu. Svo verðum við með kökur og annað góðgæti til sölu,“ segir Ragna. „Á miðvikudeginum kemur svo bíll frá Blóðbankanum og nemendur fá að gefa blóð ef þeir treysta sér til,“ bætir Ragna við. Margir menntaskólar hafa tekið upp á því að halda góðgerðar- vikur eins og þessa og því er vert að vita hvort góðgerðarvika MH verði eitthvað öðruvísi. „Þetta er tiltölulega nýtt hjá öllum skólum, svo ég held að okkar verði nú bara með hefð- bundnu sniði,“ segir Ragna í létt- um dúr. - ka Góðgerðarvika í Hamrahlíðinni STYRKJA ABC BARNAHJÁLP Þau Heiðdís Inga Hilmarsdóttir, Jóhann Orri Briem, Þórdís Gasella Þórðardóttir og Ragna Sigurðardóttir standa að góðgerðar- vikunni í MH. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÓSÁTT Angelina Jolie er ósátt við að Brad Pitt hringi í gamlar vinkonur. NORDICPHOTOS/GETTY Hollywood-leikarinn Robert Downey Jr. sparar ekki lofið um sænsku leikkonuna Noomi Rapace en þau leika saman í myndinni Sherlock Holmes 2. Downey segir Rapace vera yndis- lega persónu, frábæra leikkonu og fagmann fram í fingurgóma. Það vakti mikla undrun í Hollywood þegar Noomi Rapace hreppti aðalkvenhlutverkið í framhaldsmyndinni um breska spæjarann en þar deilir hún hvíta tjaldinu með Downey og Jude Law. Fyrrverandi eig- inmaður Madonnu, Guy Ritchie, leik- stýrir myndinni en hann hreifst einnig af sænsku stjörnunni og er sannfærður um að hún eigi eftir að koma öllum á óvart í myndinni. Hrósar Rapace AÐDÁANDI Robert Downey Jr. segir Rapace vera frábæra leikkonu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.