Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.11.2010, Blaðsíða 40
 1. nóvember 2010 MÁNUDAGUR24 sport@frettabladid.is 0% Undankeppni EM 2012: 1-RIÐILL Eistland-Ungverjaland 19-31 Bosnía-Makedónía 28-28 Stigin: Ungverjal. 4, Maked. 3, Bosnía 1, Eistl. 0. 2. RIÐILL Litháen-Króatía 19-21 Rúmenía-Spánn 20-35 Stigin: Spánn 4, Króatía 4, Litháen. 0, Rúm. 0 3. RIÐILL Úkraína-Slóvenía 25-31 Portúgal-Pólland 27-27 Stigin: Slóvenía 4, Pólland 3, Portúgal 1, Úkr. 0 4. RIÐILL Svartfjallaland-Slóvakía 25-35 Ísrael-Svíþjóð 28-32 Stigin: Slóvakía 4, Svíþjóð 4, Svartf., 0, Ísrael 0. 5. RIÐILL Austurríki-Ísland 28-23 (12-11) Mörk Austurríkis (Skot): Viktor Szilagyi 7 (14), Janko Bozovic 5 (7), Roland Schlinger 5 (10), Robert Weber 4 (4), Konrad Wilczynski 3/1 (5/1), Bernd Friede 2 (2), Patrick Fölser 2 (3), Damir Djukic (1). Varin skot: Nikola Marinovic 26/2 (47/6, 55%), Thomas Bauer 0 (2/2) Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Wilczynski 2, Schlin ger, Friede, Bozovic). Fiskuð víti: (Fölser) Brottvísanir: 16 mínútur Mörk Íslands: Ólafur Indriði Stefánsson 11/6 (15/7), Alexander Petersson 3 (7), Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (2), Róbert Gunnarsson 2 (3), Oddur Gretarsso 2 (3), Arnór Atlason 2 (6), Snorri Steinn Guðjónsson 1 (6/1), Aron Pálmars son (4), Hannes Jón Jónsson (2), Ingimundur Ingimundarson (1). Varin skot: Hreiðar Levy Guðmundsson 9 (26/1, 35%), Björgvin Páll Gústavsson 0 (11/0, 0%). Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Ásgeir, Alexander, Oddur, Arnór) Fiskuð víti: (Róbert 3, Ingimundur, Ólafur, Hann- es, Oddur, Ásgeir Örn). Brottvísanir: 12 mínútur. Lettland-Þýskaland 18-36 (8-17) STAÐAN Þýskaland 2 1 1 0 62-44 3 Austurríki 2 1 1 0 54-49 3 Ísland 2 1 0 1 51-54 2 Lettland 2 0 0 2 44-64 0 6. RIÐILL Holland-Tékkland 25-33 Grikkland-Noregur 25-32 Stigin: Tékkl. 4, Noregur 4, Holland 0, Grikkl. 0 7. RIÐILL Sviss-Danmörk 25-36 Hvíta-Rússland-Rússland 32-39 Stigin: Danm. 4, Rússl. 4, Sviss 0, Hvíta-Rússl. 0 TÖLRÆÐIN HANDBOLTI Íslenska landsliðið var nánast óþekkjanlegt í tveimur leikj- um á móti Lettlandi og Austurríki í undankeppni EM. Liðið rétt marði Letta á miðvikudaginn en náði ekki að rífa upp sinn leik fyrir leikinn í Austurríki á laugardaginn þar sem liðið varð að sætta sig við fimm marka tap, 23-28. „Sóknarleikurinn var ekki góður og við fáum allt of lítið af mörkum fyrir utan. Það var aðeins í fyrri hálfleik sem Alexander og Ólaf- ur náðu að skora en þar fyrir utan erum við nánast með ekki neitt vinstra megin á vellinum og af miðjunni. Það gerði okkur mjög erf- itt fyrir sóknarlega. Við erum líka ekkert að fá úr hraðaupphlaupum. Það er mjög erfitt að þurfa að stilla upp í hverri sókn,“ sagði Guðmund- ur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Vandamál sóknarleiksins krist- ölluðust ekki síst þær mínútur sem íslenska liðið var manni fleiri því liðið nýtti þá kafla skelfilega illa og það leit þannig út um tíma að það væri betra fyrir Austurríkismenn að vera manni færri. Varnarleik- ur íslenska liðsins var þó betri en á móti Lettum en á móti kom að það var mikill munur á markvörslu lið- anna enda varði Nikola Marinovic, markvörður Austurríkis, 17 fleiri skot en íslensku markverðirnir. „Ég var tiltölulega sáttur við varnarleikinn í 45 til 50 mínútur og það gekk allt upp sem við lögðum upp með. Varnarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik. Við fylgdum því hins vegar ekki eftir, hvorki með markvörslu né hraðaupphlaup- um. Markvarslan var alveg skelfi- leg,“ segir Guðmundur en aðal- markvörðurinn varði ekki skot í leikjunum tveimur. „Það var nánast orðið þannig á tímabili að þeir skoruðu hvar á vell- inum sem þeir vildu, hvort sem það var að fara inn af endalínu eða vera langt fyrir utan,” sagði Guðmund- ur, sem fer ekkert í felur með það að þessi frammistaða liðsins gefi honum ástæðu til að hafa áhyggj- ur af liðinu tíu vikum fyrir HM í Svíþjóð. „Ég hef áhyggjur af þessu vegna þess að ég var óánægður með leik- inn á miðvikudaginn. Það eru við- vörunarbjöllur í sóknarleiknum hjá okkur, sem hefur hingað til allt- af verið okkar sterkasta hlið. Við höfum alltaf náð að skora vel yfir 30 mörk í leik en gerðum það ekki í hvorugum þessara leikja. Það er auðvitað áhyggjuefni og þess vegna þurfum við að bregðast við því og bæta það,“ segir Guðmunur. Guðmundur vill meina að íslenska liðið hafi kannski ofmetnast eftir góðan árangur. „Ég held að við höfum gott af því að fá aðvörun og ég vona að það muni nýtast okkur til að bæta okkur. Ég er sannfærður um að við gerum það og við komum til baka. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði og við ætlum að bæta fyrir þetta,“ sagði Guðmundur. „Ég held að menn hafi þurft að sjá það að þetta rúllar ekki sjálfkrafa af því að við unnum silfur og svo unnum við brons. Þannig er það ekki því við þurfum að hafa fyrir hverju einasta marki, fyrir hverri ein- ustu vörn og hverju einasta hraða- upphlaupi. Það hefur alltaf verið þannig og mun alltaf vera þannig hjá okkur,“ segir Guðmundur, sem vildi ekki taka einstaka menn út. „Menn þurfa að bæta sig og ég ætla ekki að fara út í einhverja ákveðna leikmenn. Það er alveg klárt að ákveðnir menn þurfa að skila meiru til liðsins í bæði vörn og sókn,“ segir Guðmundur. Íslenska liðið mátti ekki við því að AG-félagarnir Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson voru langt frá sínu besta. Þeir nýttu saman aðeins 6 af 24 skotum sínum í leikjunum tveimur, þar af klikk- aði Snorri Steinn á 9 af 11 skotum sínum og báðum vítunum. Meiðsli leikmanna veiktu liðið líka mikið í þessum tveimur leikj- um. Það er enn óvíst hvort Guð- jón Valur Sigurðsson verður með á HM, Logi Geirsson og Þórir Ólafs- son meiddust báðir í Lettaleiknum sem kostaði þá Austurríkisleikinn og þá gat Alexander Petersson ekk- ert spilað í seinni hálfleik eftir að hafa meiðst illa á ökkla undir lok þess fyrri. Þá var greinilegt að Aron Pálmarsson var í engu standi til að spila þessa leiki enda gerði hann ekkert af viti þær fáu mínútur sem hann spilaði. Landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stef- ánsson tók þó af skarið í báðum leikjunum og skoraði í þeim 17 mörk en það dugði skammt. Hann skoraði sem dæmi 8 mörkum meira en næsti maður á móti Austurríki. „Við erum sjálfsgagnrýnir og vitum það þegar við þurfum að bæta okkur og þegar við stöndum okkur ekki. Þetta var ekki nægi- lega gott og dugar ekki til þess að vinna frambærileg lið. Það er það sem við vitum núna og þá þurfum við að gera eitthvað í því,“ sagði Guðmundur. ooj@frettabladid.is ELLEFU MARKA MAÐUR Ólafur Stefánsson var langatkvæðamestur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HANDBOLTI „Mér finnst það ógeðs- lega fúlt að hafa ekki náð að vinna,“ sagði Rakel Dögg Braga- dóttir landsliðskona eftir að stelp- urnar okkar gerðu jafntefli við norska U20 landsliðið í gær. Þetta var annar leikurinn á jafnmörg- um dögum en fyrri leiknum lykt- aði með norskum sigri. „Ég hefði viljað sjá okkur vinna báða leikina. Við erum að fara á Evrópumótið þar sem við keppum við mun sterkari lið og mér finnst það ekki nógu gott að ná ekki að klára þetta norska lið.“ Rakel segir að Ísland hafi gert of mörg mistök í þessum viður- eignum. „Við getum alveg tekið einhverja jákvæða punkta. Ein- staka sóknir eru fínar og við erum að spila ágætis vörn. En við erum að klúðra of mörgum dauðafærum og gera mikið af mistökum,“ sagði Rakel. „Það var allavega bæting á frammistöðunni milli leikja. Við gerðum ekki eins mikið af klaufa- legum tæknifeilum. Þetta var hrikalegt í gær (laugardag) þar sem var eins og við gætum ekki haldið á boltanum. Heilt yfir fannst mér þessi leikur í dag vera betri,“ sagði landsliðsfyrirliðinn. „Jákvæðu punktarnir eru varnar lega, sérstaklega eins og við vorum að spila í dag. Hraðaupp- hlaupin, fyrsta og annað tempó. Á neikvæðu nótunum var of mikið af teknískum feilum, sérstaklega í gær,“ sagði Júlíus Jónasson lands- liðsþjálfari. „Við töpuðum þessu á síðustu sekúndunum í dag (í gær) og misstum þetta frá okkur á síðustu mínútunum í gær (á laugardag). Ég hefði viljað fá meira út úr þessu,“ sagði Júlíus. - egm Rakel Dögg Bragadóttir var ekki sátt við frammistöðu landsliðsins um helgina: Gerðum of mikið af mistökum MARKAHÆST Rakel Dögg Bragadóttir skoraði átta mörk fyrir íslenska landsliðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lau: Ísland-Noregur 22-24 (10-11) Mörk Íslands: Rakel Dögg Bragadóttir 5/1, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3, Hrafnhildur Skúladóttir 3/2, Sólveig Lára Kjærnested 3, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2, Karen Knútsdóttir 1, Arna Sif Pálsdóttir 1, Sunna María Einarsdóttir 1, Stella Sigurðardóttir 1, Rebekka Rut Skúladóttir 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1. Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 8, Íris Björk Símonardóttir 5. Sun: Ísland-Noregur 29-29 (14-11) Mörk Íslands: Rakel Dögg Bragadóttir 8/3, Hrafn hildur Skúladóttir 7, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3, Karen Knútsdóttir 3, Arna Sif Pálsdóttir 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 2, Sólveig Lára Kjærnested 13, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1, Stella Sigurðar dóttir 1, Sunna Jónsdóttir 1. Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 11, Guðrún Maríasdóttir 3. BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON , aðalmarkvörður íslenska handboltalandsliðsins, náði ekki að verja skot í leikjunum á móti Lettlandi og Austurríki. Björgvin Páll byrjaði báða leiki og spilaði alls í 28 mínútur áður en Hreiðar Levý Guðmundsson kom inn í markið í báðum leikjum. Öll 20 skotin sem komu á Björgvin Pál (9 á móti Lettlandi, 11 á móti Austurríki) enduðu í markinu. TÖLFRÆÐIN Slök sókn og skelfileg markvarsla „Ég hef áhyggjur,” segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eftir tvo slaka leiki á móti Lettum og Austurríkismönnum í undankeppni EM. Íslenska liðið tapaði með fimm mörkum í Austurríki á laugardag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.